Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1990, Blaðsíða 35

Læknablaðið - 15.01.1990, Blaðsíða 35
LÆKNABLAÐIÐ 33 þvingunarskattlagning, til þess að afla fjár til hvers konar velgerðarstarfsemi, hreinlega þjófnaður. Samkvæmt því felast grófleg rangindi í miklum hluta þeirra athafna sem ríkisstjómir beita sér fyrir. Því kemur ekki á óvart að Nozick er talsmaður lágmarksríkisins. Ferlið sem leiðir til lágmarksríkis, án þess að brotinn sé réttur á nokkrum manni, segir Nozick felast í nokkrum stigum (19): 1. í byrjun myndu einstaklingar í «frumástandi», þar sem siðferðilegar (frjálshyggju)-meginreglur eru almennt viðurkenndar, koma sér upp fjölda «vemdarfyrirtækja», í því skyni að framfylgja frjálshyggjuréttindum, enda myndi eigin viðleitni einstaklinga í þá veru reynast óhagkvæm og hætta væri á misnotkun. 2. Vegna samkeppni um viðskiptavini myndi í fyllingu tímans koma fram ríkjandi vemdarfyrirtæki á tilteknu landsvæði. 3. Fyrirtæki af þessu tagi myndi síðan breytast í lágmarksríkið með því að slá föstum einkarétti á vemdarþjónustu. Sá einkaréttur beindist að því, að koma í veg fyrir að aðrir haldi upp tilraunum til að framfylgja réttindum, þar sem þær tilraunir gætu reynzt viðskiptavinunum hættulegar. Lágmarksríkið myndi banna «óháðum aðilum», þ.e. þeim sem neita að kaupa þjónustu þess, að leita annarra leiða um fullnustu. 4. A fjórða stiginu er gert ráð fyrir að ennþá sé fylgt réttum siðferðilegum meginreglum. Þá myndu þeir, sem væra í einokunarvemdarfyrirtækinu, vera skuldbundnir til þess að bæta þeim, sem ekki era í viðskiptum (ef það era þá nokkrir sem svo er ástatt um) þau óþægindi sem samskipti þeirra við viðskiptavini svo voldugs vemdarfyrirtækis veldur þeim. Þar af leiðandi hefir fyrirtækið rétt til og raunar er það skyldugt til þess, að «skattleggja» viðskiptavini sína, til þess að hægt sé að kaupa nokkra vemd fyrir þá, sem standa verr að vígi vegna þess að þeir era ekki viðskiptavinir (20). Sú vemd sem fyrirtækið, lágmarksríkið, veitir, er gegn líkamlegum meiðslum, þjófnaði, svikum og broti á samningum og er það í samræmi við það sem áður sagði. Andstætt því sem er í kenningu Rawls, takmarka Nozick og aðrir frjálshyggjumenn siðferðið ekki við réttlæti. Þannig leggur Nozick áherzlu á það, að við frjálshyggjukenningu um réttindi einstaklinga beri að bæta frjálshyggjukenningu um dyggðir, sem viðurkenni, að ekki era allar siðferðilegar meginreglur hæfar til þess að framfylgja þeim og að siðrænt líf felur meira í sér en það að vanvirða ekki réttindi. Frjálshyggjumenn benda gjaman á skilin milli réttlætis og gjafmildi, sem andsvar við þeirri ásökun, að réttur til eignarhalds í anda Lockes geri lögmæta sárastu fátækt milljóna manna. Þeir leggja áherslu á það, að þó svo að réttlæti krefjist þess, að við séum ekki neydd til þess að leggja af mörkum til velferðar annarra, krefjist gjafmildin þess, að við hjálpum jafnvel þeim, sem engan rétt eiga á aðstoð okkar. Kenningar þeirra Rawls og Nozick era raktar hér vegna þess, að þær auðvelda okkur að greina meginatriði í þeirri umræðu, sem nú er uppi um vandamál heilbrigðisþjónustunnar, svo sem: Eigum við rétt á heilbrigðisþjónustu? TILVITNANIR 1. Norman R. The Moral Philosophers. An Introduction to Ethics. Oxford: Clarendon Press 1983. Reprinted 1986, s. 132. 2. Beauchamp TL, Childress JF. Principles of Biomedics Second edition. New York, Oxford: Oxford University Press 1983, s. 19. 3. Reich WT ed. Encyclopedia of Bioethics. New York: Macmillan and Free Press 1978, Vol. 1 s. 413-17. 4. Shelp EE ed. Justice and Health Care. A Pallas Paperback. Dordrecht, Boston, London: D. Reidel Publishing Company 1981, s. 6-14. 5. Rawls J. A Theory of Justice. Oxford: Oxford University Press 1972, reprinted 1985, s. 60, 201-5. 6. Sama rit, s. 60, 73, 83-9. 7. Sama rit, s. 60, 75-83. 8. Sama rit, s. 7. 9. Sama rit, s. 62. 10. Sama rit, s. 11. 11. Sama rit, s. 15. 12. Sama rit, s. 21. 13. Sama rit, s. 252. 14. Nozick R. Anarchy, State and Utopia. New York: Basic Books Inc. 1974. 15. Sama rit, s. 171-2. 16. Sama rit, s. 151. 17. Sama rit, s. 178-9. 18. Sama rit, s. 151. 19. Sama rit, s. 10-25. 20. Wolff RP. Robert Nozick’s Derivation of the Minimal State. í: Paul J ed: Reading Nozick. Essays on Anarchy, State and Utopia. Oxford: Basil Blackwell 1983 s. 79.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.