Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1990, Blaðsíða 32

Læknablaðið - 15.01.1990, Blaðsíða 32
30 LÆKNABLAÐIÐ a) Aðstæðunum fyrir val á meginreglu verður að lýsa. Rawls nefnir þær aðstæður «upphaflegu stöðuna». b) Sýna verður fram á það, að þær aðstæður, sem lýst er, séu samkvæmt yfirveguðu mati okkar jafnkosta aðstæður fyrir val okkar. c) Sýna verður fram á það, að meginreglur Rawls séu einmitt þær meginreglur, sem valdar yrðu við þessi skilyrði. Rawls skilgreinir val á meginreglum um réttlœti sem fullkominn samfélagssáttmála. Hann segir markmið sitt vera, að leggja fram hugmynd um réttlæti, sem alhæfir og lyftir til hærri sértekningar kenningunni um samfélagssáttmála, eins og hún kemur fyrir til dæmis hjá Locke, Rousseau og Kant. Þar af Ieiðandi megum við ekki hugsa um upphaflega samninginn, eins og við kæmum inn í tiltekið samfélag eða að verið sé að koma á sérstakri gerð stjómar. Leiðandi hugmyndin er fremur sú, að meginreglumar um réttlæti fyrir gmnngerð samfélagsins séu markmið upphaflega samkomulagsins. Þær eru meginreglumar, sem frjálsir og skynsamir menn, sem vildu efla eigin hag, myndu fallast á að skilgreindu gmnnskilmála sambands þeirra innbyrðis í upphaflegri stöðu jafnréttis (10). Hugmyndin um samfélagssáttmála hefir ýmsa kosti: I fyrsta lagi getum við þá litið á meginreglur um réttlæti, sem takmark skynsamlegs, sameiginlegs vals. I öðru lagi er hugmyndin um samningsbundnar skyldur notuð til þess að leggja áherzlu á það, að valið tjáir fmmskuldbindingu og að meginreglunum, sem menn verða ásáttir um, verður réttilega framfylgt. I þriðja lagi gefur hugmyndin um samning sem sjálfviljugt samkomulag, er setur skilyrði fyrir gagnkvæmum hag, það í skyn, að meginreglumar um réttlæti ættu að vera þannig, að þær löðuðu fram samvinnu af fúsum vilja, meðal allra þeirra sem mynda samfélagið, þar á meðal þeirra sem verst eru settir. Það kemur einnig fram hjá Rawls, að þessi samvinna sé undirstaða velferðar manna og að án þessarar samvinnu gæti enginn lifað viðunandi lífi (11). Að því er okkur varðar, eru mikilvœgustu þœttir upphaflegu stöðunnar: a) lýsingin á samningsaðilum, sem einstaklingum, sem eiga sér þá ósk að lifa árangursríku lífi og hafa æðstan áhuga á því, hvemig félagsstofnanir móta og tempra hagsmuni þeirra, b) «hula þekkingarleysis», sem eru hömlur á þær upplýsingar, sem aðilamir geta nýtt sér við það að velja meginreglur um réttlæti og c) krafan um það, að meginreglumar skuli valdar með það í huga, að allir muni fara eftir þeim (skilyrðið um algildingarhœf). Aðilum er lýst þannig, að þeir vilji auka sem mest hlutdeild sína í frumgæðunum, vegna þess að þau gera mönnum kleift að koma í framkvæmd sem flestum ætlunum þeirra og vegna þess að sum þeirra að minnsta kosti, svo sem málfrelsi og samvizkufrelsi, greiða fyrir frelsi manns til þess að velja og endurskoða lífsfyrirætlanir eða hugmyndir um hið góða. Samningsaðilamir eiga að velja «handan hulu þekkingarleysis», þannig að upplýsingamar um þeirra eigin sérkenni eða félagslega stöðu leiða ekki til hlutdrægni við val á meginreglum. Þeim er lýst þannig, að þeir þekki ekki til eigin kynflokks, kyns, félags-, efnahags- eða stjómmálastöðu eða til eigin hugmynda um hið góða. Upplýsingahömlumar eiga einnig þátt í að tryggja, að meginreglumar, sem valdar em, setji ekki takmarkanir, sem hægt er að sneiða hjá, á frelsi einstaklingsins til þess að velja og endurskoða lífsfyrirætlanir sínar. Þó að Rawls færi fram rök fyrir því, að meginreglur hans yrðu valdar í upphaflegu stöðunni, er sú athyglisverðasta þeirra röksemdafœrslan um tryggingu lágmarksábata. Samkvæmt henni er skynsamlega leikáætlunin í upphaflegu stöðunni sú, að velja þær samstæður meginreglna, sem em á þann veg, að framkvæmd þeirra muni auka sem mest þá lágmarkshlutdeild í frumgæðunum, sem hverjum og einum getur hlotnast, sem aðila að samfélaginu. Hann telur að meginreglumar þrjár, sem fyrr var greint frá, muni tryggja mestu lágmarkshlutdeild. Staðhæfing Rawls er sú, að vegna þess að fyrrgreindar meginreglur verja frumréttindi manns og tækifæri, tryggi þær nægile'gt lágmark gæða, svo sem auðlegð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.