Læknablaðið - 15.01.1990, Blaðsíða 57
LÆKNABLAÐIÐ
55
lækninganna sé Guð. Þeir sem eru þessa
sinnis skiptast síðan í tvo hópa: Trúa sumir
því, að læknar séu verkfæri Guðs, sem flytji
mönnunum líkn. Aðrir telja að lækningar séu
beinlínis merki um trúarbrest (10).
Þessi tvöfalda tvíhyggja í kristnum viðhorfum,
bæði meðal lærðra og leikra, hefir ávallt
verið til staðar í einhverjum mæli. Hún er
hliðstæða þess sem rætt var í áttunda kafla
um skilgreiningu sjúkdómshugtaksins.
Hér er ekki vettvangur til að fjalla um þróun
trúarlegra viðhorfa til hlutverks lækna, en
látið skal nægja, að minna á, að kristin trú
gjörbylti afstöðu samfélagsins til sjúkra manna
með boðskap sínum um kærleika - caritas
og velgjörð - beneficientia - var ef til vill sú
dyggðin, sem kirkjan lagði áherzlu á umfram
aðrar.
Fyrstu heimildir um löggildingu læknisstarfa
eru frá Sikiley á tólftu öld. Samkvæmt
konunglegri tilskipun Hrólfs annars
skyldu þeir, sem vildu fá leyfi til að
stunda lækningar, gangast undir próf hjá
embættismönnum konungs. Var þetta gert
til þess að enginn þegn ætti á hættu að
lenda í höndum reynslulausra manna. Lá
við fangelsun og eignaupptaka ef út af var
brugðið.
Sonarsonur Hrólfs, Friðrik keisari annar,
kunngerði árið 1231 Liber Augustalis.
Samkvæmt þeim bálki skyldi próf vegna
veitingar lækningaleyfis fara fram hjá
meisturum læknaskólans í Salemo, en
keisarinn eða fulltrúi hans gæfi út leyfið. Aður
en menn gátu fengið að gangast undir próf,
skyldu þeir leggja stund á almennt nám í þrjú
ár, á læknisfræði í fimm ár og starfa í eitt ár
undir leiðsögn reynds læknis. Vitnað var til
þess skaða og óafturkallanlegs tjóns, sem
getur leitt af reynsluleysi lækna og að með
þessum ráðstöfunum sjái konungurinn trúum
þegnum sínum fyrir betri þjónustu (10).
Hefir því snemma verið skjalfest, að
stjómendur ríkja telja sig bera ábyrgð á
heilbrigði þegna sinna.
Gegn veitingu einkaleyfis urðu læknar að
vinna ríkinu hollustueið og gengust þar
með undir kvaðir af ýmsu tagi: Þeir skyldu
vitja sjúklinga sinna tvisvar á dag og óskaði
sjúklingur þess, einu sinni á hverju kveldi.
Greiðslur fyrir læknishjálp skyldi meðal
annars ákvarða með hliðsjón af vegalengd
og fátækt fólk átti rétt á ráðgjöf án þess að
gjald kæmi fyrir. Læknum var bannað að
gera samninga við apótekara eða að reka
eigin lyfjabúðir og þeim bar að tilkynna um
apótekara, sem kynnu að láta út lyf er ekki
hefðu nægilega styrkt. Apótekumm var hins
vegar óheimilt að láta úti lyf, án þess að
lyfseðill kæmi frá lækni og þeir urðu einnig
að vinna trúnaðareið, áður en þeir gátu hafið
störf(lO).
Það vom hins vegar ekki stjómvöld ein,
sem reyndu að koma skipulagi á lækningar
og lyfjadreifingu. A elleftu og tólftu öld
stofnuðu ýmsar starfsstéttir með sér félög,
gildi, conlegia og vom þar á meðal hópar
apótekara, lækna og kírúrga. Þessum gildum
var ætlað að setja og tryggja staðla fyrir
framleiðsluna, þjónustuna, ákvarða gjaldtöku,
hafa stjóm á vinnutíma og vinnuskilyrðum,
draga úr samkeppni milli félaga, takmarka
aðgang að stéttinni og í röðum lækna var
reynt að tryggja viðhlítandi meðferð sjúklinga.
Læknagildin stóðu vörð um menntun og
þjálfun og settu reglur um hegðun lækna.
Þau þróuðust síðar yfir í félög stúdenta og
kennara og á síðmiðöldum urðu þessi gildi að
háskóladeildum - collegia. Ábyrgðin á vali
inn í stéttina færðist þannig til læknaskóla
og læknadeilda. Þegar þessi viðurkenning
var fengin, var kominn á samingur milli
samfélagsins og lœknastéttarinnar og hann
var síðan innsiglaður með leyfisveitingu
stjómvalda, hinu sýnilega tákni þess að
samfélagssáttmálinn er í gildi. Þó svo að
raunvemlegt einkaleyfi til lækninga hafi
líklega ekki komist á fyrri á átjándu og
nítjándu öld, sjáum við að þegar hálfu
árþúsundi fyrr er komið á samkomulag
samfélags (eða stjómvalda fyrir þess hönd)
og stéttar, þar sem báðir öðlast nokkuð með
því að taka á sig vissar skyldur.
ÞRÓUNIN HÉRLENDIS
Hafnarháskóli var stofnaður 1478 og eiginleg
læknadeild 1539. Um nám og réttindi lækna í
Danaveldi segir Vilmundur Jónsson:
«Læknisfræðinámið miðaðist eingöngu
við meðferð »innvortis« sjúkdóma, því
að handlæknisaðgerðir allar heyrðu undir
bartskerana, og var á þær litið sem hverja aðra
iðngrein; hinir háskólalærðu læknar vildu ekki