Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1990, Blaðsíða 54

Læknablaðið - 15.01.1990, Blaðsíða 54
52 LÆKNABLAÐIÐ Örn Bjarnason Siöamál lækna 10 GRUNNSAMFÉLAGSSÁTTMÁLINN OG STEFNA STJÓRNVALDA There is, thus, a moral community constituted symbolically by the metaphor of the contract or convenant. There is a covergence between the vision of people coming together to discover a preexisting moral order - an order that takes equally into account the welfare of all - and the vision of people coming together to invent a moral order that as well takes equally into account the welfare of all. The members of the moral community thus generated are bound together by bonds of mutual loyalty and trust. There is a fundamental equality and reciprocity in the relationship, something missing in the philantrophic condescension of professional code ethics (1). Eins og greint var frá í síðasta kafla, er gengið út frá því, að gerður sé samfélagssáttmáli: Byrjað er á því að samþykkja grunnmeginreglur, sem gilda um félagsleg samskipti. Síðan er komið á sáttmála milli samfélagsins og starfsstéttarinnar og að lokum er tryggður grunnur samkomulags milli einstakra lækna og sjúklinga þeirra. GRUNNSAMFÉLAGSSÁTTMÁLINN Eins og fram kom í níunda kafla, eru flestar siðfræðilegar ákvarðanir í læknisfræði af félagslegum toga vegna þess, að þar koma til bein mannleg samskipti. Þau hefjast þegar einstaklingur ákveður að leita læknis vegna sjálfs sín eða annarra. Foreldri bams, sem kvartar um höfuðverk eftir að það heíir dottið á leikvelli, velur á milli þess að hughreysta bamið, jafnvel gefa því aspirín, eða að leita ráða á næstu heilsugæzlustöð eða á slysastofu. Læknirinn á völ á því, að fylgjast með baminu eða að vísa því til athugunar eða meðferðar í viðeigandi stofnun. Hvenær bamið kemst heim, fer eftir eðli áverkans, þróun einkenna og teikna, auk félagslegra þátta af ýmsu tagi, svo sem fjarlægð frá heimili að heilbrigðisstofnun og hversu vel foreldrar em undir það búnir að fylgjast sjálfir með bami sínu og leita læknis á ný, bregði eitthvað út af. Inn í þessa umræðu kemur svo að sjálfsögðu það, hvaða úrræði eru tiltæk í heilbrigðisþjónustunni (mannafli, tæki, búnaður) og þessi þáttur hefir mikla þýðingu, þar sem ákvarðanir stjómvalda varða alla þjóðina. Til þess að geta leyst þau siðfræðilegu vandamál, sem upp kynnu að koma í dæminu um bamið hér á undan, þarf að koma á gagnkvœmu samkomulagi um það, hvaða meginreglur skuli gilda. I einfaldasta formi sínu gæti það verið samkomulag tveggja einstaklinga (þess sem veitir þjónustu og þess sem notfærir sér hana) um það, að báðum sé í hag að stefna að ákveðnu marki. Siðferðilega er þetta þó ófullnægjandi, þar sem oft er frumvandinn ekki sá hvað við getum gert, heldur hvað við eigum að gera. Það sem við leitum að, em sameiginlegir, siðrænir innviðir ákvörðunarinnar og ekki aðeins gagnkvæm eiginhagsmunatengsl. Við getum því hugsað okkur, að komið sé á samfélagi, þar sem full eining er um mynztur fyrir siðferðilegar læknisfræðilegar ákvarðanir. Þetta er einmitt það sem gerist, þegar trúarsöfnuðir koma sér upp eigin heilbrigðisþjónustu. Sjöunda dags aðventistar eiga sér trúarhefðir og gildismat í læknisfræði, sem ekki em víða viðurkennd og hafa í ljósi þess þjálfað eigin lækna. Það sem um er að ræða, er þá það, að komið er á samfélagi með sameiginlegu siðferði og gagnkvæmum tryggðaböndum. Aðrir söfnuðir reka einnig sjúkrahús, samanber nöfn eins og Methodist Hospital, Presbyterian Hospital og sjúkrahús kennd við heilagan Jósef og heilagan Frans frá Assisí minna á gifturíka þjónustu kaþólskra líknarreglna hér á landi allt frá lokum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.