Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1990, Blaðsíða 44

Læknablaðið - 15.01.1990, Blaðsíða 44
42 LÆKNABLAÐIÐ EÐLI SJÚKDÓMA? Hvað er það í tilteknu ástandi, sem gerir það að sjúkdómi? Einhver myndi svara þessu svo, að ástand sé sjúkdómur, ef það er ferli tiltekinnar gerðar, svo sem sýking. Það er að segja, að við teljum oft, að eitthvað sé sjúkdómur, vegna þess að það hafi tiltekið eðli. Þetta svar nefnir Reznek (6) eðlishyggjurökvillu, segir hana algenga í sögu sjúkdómaflokkunarinnar og nefnir eftirfarandi dæmi: I lok nítjándu aldar náði gerlakenningin hámarki vinsælda og margir voru sannfærðir um það, að allir sjúkdómar væru sýkingar af völdum mismunandi gerla. Til dæmis var taugakröm - beriberi (af völdum þíamínþurrðar) álitin smitsjúkdómur og leit hófst að sértækri bakteríu. Vegna þessarar kenningar urðu margir til að álíta, að væri ástand vegna smitunar, væri það samkvæmt eðli málsins sjúkdómur. Fjölbreytni sjúklegs eða neikvæðs læknisfræðilegs ástands er mikil: Áfengisávani, berklar, blóðleysi, blýeitrun, botnlangabólga, drukknun, Downs- heilkenni, fótsveppir, geðklofi, gigtsótt, gómklofi, heilablóðfall, heila- og mænusigg, helftarlömun, hiti, höfuðkúpubrot, kal, kólera, lifrarskorpnun, lungnakrabbi, míturlokuþrengsli, njórafótur, nærsýni, ógleði, sárasótt, sykursýki, þruska, öldusótt. Þessi fyrirbæri virðast falla á nokkrar deildir, sem útiloka hver aðra og þau eru ekki öll sjúkdómar. Sum fyrirbæri eru sjúkdómar - sárasótt, lungnakrabbi, heila- og mænusigg, geðklofi og berklar. Önnur eru meiðsli - tætt hold, skotsár, bruni, höfuðkúpubrot. Auk þess er ástand af ýmsu tagi flokkað sem galli, fötlun eða lýti. Við tölum um það, að sá sem er nærsýnn hafi sjóngalla, fremur en að hann sé sjúkur. Á sama hátt álítum við, að bam með njórafót eða gómklofa sé ekki sjúkt, þó svo það hafi þessi lýti. Endanlega lítum við svo á, að blint fólk sé ekki sjúkt (þó svo að við vitum af sjúkdómi, sem gæti hafa valdið blindunni) heldur sé það öryrkjar. EINKENNI, TEIKN, HEILKENNI OG SJÚKDÓMAR Sjúkdómshugtakið er eðli málsins vegna flókið, þar sem í nafni sjúkdómsins felast vísbendingar af ýmsu tagi. Það getur vísað til 1) samstæðu einkenna og teikna; 2) fyrirbæra sem tengjast sértækum tmflunun og 3) fyrirbæra af völdum sértækra(r) orsaka(r). I læknisfræðilegri umræðu gemm við greinarmun á því ástandi, sem er aðeins merki (einkenni eða teikn) um sjúkdóma og því ástandi sem kallast heilkenni (heild einkenna og teikna), sem vitað er eða álitið er að auðkenni kvilla, sjúkleika eða meinsemd, en telst ekki sjúkdómur. Þannig er hiti aðeins merki sjúkdóms og þróttleysi er ekki sjúkdómur heldur merki sjúkdómsins, sem býr að baki. Á sama hátt er blóðleysi ekki sjúkdómur heldur merki um sjúkdóminn sem veldur því. Jafnvel ástand eins og sykursýki er ekki lengur sagt vera sjúkdómur, heldur heilkenni og aðalskiptingin er í gerð I og II, insúlínháða og insúlínóháða sykursýki. Það er því háð vaxandi þekkingu hvað er flokkað sem einkenni, tákn, heilkenni eða sjúkdómur. Hiti var áður fyrr talinn sjúkdómur og allt fram á síðustu ár var sykursýki flokkuð á sama hátt. Þannig er óeðlilegt ástand líjfœra eins og lifrarskorpnun og míturlokuþrengsli, sem eru ekki sjúkdómar. Þá eru það eitranirnar, sem sumar teljast vera sjúkdómar, til dæmis langvarandi blýeitrun, en aðrar eru ekki flokkaðar þannig, svo sem kolsýringseitrun og eitrun af svefnlyfi. Að lokum er svo samtíningur ýmis konar ástands, sem ekki fellur á neinn læknisfræðilegan flokk, en kemur samt til kasta lækna. Má þar nefna hungur, hitaslag, bruna, sjóveiki og svo framvegis. Sá sem er að svelta í hel er ekki talinn hafa sjúkdóm, en hann er samt ekki heilbrigður. Þar fyrir utan er ástand, sem ekki verður flokkað sem sjúklegt, heldur hluti hins eðlilega. Þannig eru skallamyndun, tíðahvörf og öldrun eðlilegt ástand. Það virðist því ekkert vera í eðli sjúkdóma, sem veldur því, að við getum litið á þá sem náttúrugerðir og aftur komum við að því að sjúkdómar eru fundnir upp en ekki uppgötvaðir. Þannig fer því svo oft
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.