Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1990, Blaðsíða 6

Læknablaðið - 15.01.1990, Blaðsíða 6
4 LÆKNABLAÐIÐ gerir þeim kleift að að lifa betra lífi. Vitur maður lifir í sátt og samlyndi við sjálfan sig, aðra menn og heiminn allan. Það sem tryggir þessa eindrægni er skynsamlega réttlætt og tiliinningalega fullnægjandi lífsskoðun (4). UPPHAF OG ÞRÓUN SIÐAREGLNA LÆKNA Saga læknisfræði og læknisfræðilegrar siðfræði verður aðeins skilin með hliðsjón af menningarheild og lífsskoðun. Við rekjum hefðbundið upphaf siðareglna okkar til Hippokratesar og þar með til fimmtu aldar fyrir Krist. í þessu samhengi skiptir engu máli, þó víst sé talið, að Hippokrates hafi alls ekki skrifað eið þann, sem við hann er kenndur og það skiptir heldur ekki máli, þó að réttar væru tilgátur fræðimanna um, að Hippokratesar-eiðurinn sé frá sjöttu öld fyrir Krist eða jafnvel frá fyrstu öld eftir Krists burð. Það sem máli skiptir er, að eiðurinn ásamt öðrum ritum, sem Hippokratesi eru eignuð með réttu og röngu, eru sá menningargrunnur, sem við byggjum á í dag. Læknar á Vesturlöndum aðhyllast margar þær grunnhugmyndir, sem þar koma fram og gildismatið er um margt hið sama, enda er um að ræða hluta sömu menningar. A fyrstu sextán öldum tímatals vors gætti mest áhrifa kristninnar, sem lagði áherzlu á samúð með bjargræðislausu fólki og líknarhjálp við það. Gætir þeirra áhrifa að sjálfsögðu víða enn í dag. Læknisfræðin, bæði sem kenning og athöfn, er hins vegar hluti af þjóðfélaginu og hlýtur því að svara breytingum þess samfélags, sem hún þjónar. Mikilvægustu breytingamar í þessu tilliti eru upplýsingastefnan á 18. öld, ásamt breytingum á stjómarháttum í konungsríkjum og keisaradæmum í átt til einræðis og síðan byltingarskeið, þegar umturnað var öllum innviðum þjóðfélaga. Þar má sérstaklega nefna stöðu og vald trúarbragðanna í lífi manna. f stað rótgróinna trúarstofnana kom veraldlegt vald. Menntuðu einveldi fylgdu hugmyndir um, að þjóðhöfðinginn hefði hagsmuna að gæta varðandi heilbrigði þegna sinna og að fólkið væri hið raunverulega auðmagn. Samkvæmt því þjónaði læknirinn ríkinu, þegar hann sinnti sjúklingum sínum. Með öðrum orðum sagt, skyldi læknisfræðiþekkingu og hæfni lækna beitt í þágu ríkisins eða öllu heldur í þágu þjóðhöfðingjanna, enda var jafnaðarmerki þar á milli. Nítjánda öldin bar í skauti sér breytingar á viðhorfum lækna, sem tengdust upplýsingu, félagslegum viðhorfum og þróun læknisfræðinnar: í Bretlandi komu fram kenningar um það, að þar sem læknirinn hefði yfir þekkingu og hæfni að ráða, mildaða af samúð, bæri honum að sinna skyldum sínum við sjúklinginn og vera vorkunnsamur, mildur og ákveðinn - the virtuous physician. Þar byggðust opinberar heilbrigðisráðstafanir á ákvörðunum heilbrigðisnefnda, sem í sátu fulltrúar fólksins. í Bandaríkjum Norður-Ameríku voru rétt fyrir miðja öldina stofnuð landssamtök læknafélaga (AMA). Prófsteinn á samtökin voru tilraunir til þess að kerfisbinda siðareglur fyrir lækna, það er að skilgreina hvað það væri að vera læknir. Þessi þróun stóð að sjálfsögðu í tengslum við það, að hvert fylki fyrir sig fór með opinberar heilbrigðisráðstafnir og því var þörf samræmingar, sem læknasamtökin létu í té með fyrrgreindu móti. I Frakklandi gaf stjómarbyltingin þeirri hugmynd byr undir væng, að menn fengju í vöggugjöf ýmis réttindi, þar á meðal réttinn til heilbrigði. Skylda læknisins var að verja og viðhalda heilbrigði hins sjúka. Um rétt manna til heilbrigði verður nánar fjallað síðar. HUGMYNDAKERFI NÍTJÁNDU ALDAR Ef við nú hyggjum að því, hver var afstöðumunur til læknisfræðilegar siðfræði innan hugmyndakerfa á nítjándu öld, getum við skoðað hvemig talsmenn þeirra hefðu litið á skyldu lækna, að því er varðar heilbrigðisþjónustu. í Frakklandi hefði svarið verið, að sjúklingurinn ætti beina siðferðilega kröfu á lækni sinn. Sjúklingar ættu, eins og við öll, rétt á heilbrigði og heilbrigðisþjónustu. Þar af leiðandi bæri læknum að annast sjúklinga og meðhöndla þá á grunni þessa réttar, sem skapar samband læknis og sjúklings. Talsmenn ríkisforsjár, til dæmis í Þýzkalandi, hefðu tekið þveröfuga afstöðu. Þpir hefðu haldið því fram, að sjúklingurinn ætti enga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.