Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1990, Blaðsíða 30

Læknablaðið - 15.01.1990, Blaðsíða 30
28 LÆKNABLAÐIÐ maður sjálfur vildi gera eða langaði til og óháð því, hvað myndi kalla fram sem allra mesta fullnægju á öllum sviðum (3). Önnur hugmynd, náskyld þeirri fyrri, er sú, að fyrir hendi séu fortakslaus bönn, sem siðferðilega vænn maður muni aldrei ganga í berhögg við. í gyðingleg-kristnum erfðavenjum er eftirtalið skilyrðislaust forboðið: Að taka saklausan mann af lífi (þar með taldar fóstureyðingar), að fremja sjálfsvíg, að drýgja hór, að valda því að saklaus maður sé dæmdur. B. Siðfrceði Kants er annað dæmi um skyldusiðfræði. I sem allra stytztu máli og stórlega einfaldaðar eru staðhæfingar hans þessar (3): Siðferðilegar kröfur eru ávallt þyngri á metunum en annars konar ástæður fyrir því að gera eitthvað, þegar árekstur verður þar á milli. Kant taldi, að þegar við segjum, að maður ætti að gera eitthvað eða ætti að láta eitthvað ógert, værum við að gefa skipun eða að tjá boð. Kant sagði boð vera tvenns konar: skilyrðislaus boð og skilyrt boð. Skilyrt boð hafa alltaf sama yfirbragð: «Ef þú vilt eitt eða annað, skaltu gera þetta eða hitt.» Siðferðilegar kröfur eru hins vegar ekki skilyrtar. Til þess að skilyrðislausu boðin hafi alltaf yfirhöndina yfir skilyrtum boðum og þar með ósiðrænum og ósamrýmanlegum boðum, ættu menn að hlíta boði, sem er óháð löngunum; skilyrðislausu boði, sem er byggt eingöngu á eðli lögmálsins, á algildi þess; boði, sem krefst skilmálalaust af hverri skyni borinni veru að fara aðeins eftir grunnreglum, sem hann getur ákveðið að verði algild lögmál náttúrunnar og að hún fari eftir þessum grunnreglum, hverjar svo sem afleiðingamar verða. I þessu felst einnig algildingarprófunin, könnun á því hvaða grunnreglur eru leyfilegar sem gildar meginreglur fyrir athafnir, því Kant sagði: «Far þú aðeins eftir þeirri meginreglu, sem þú getur samtímis ákveðið, að ætti að verða algilt lögmál.» Þegar vissar meginreglur eru gerðar algildar, lenda þær í eins konar mótsögn eða árekstrum. Þær standa því fyrir röngu háttemi. Aðrar meginreglur leiða til háttemis, sem er án árekstra eða mótsagna og þar með siðferðilega leyfilegar athafnir. / siðfrœði Kants eru að minnsta kosti fjögur mismunandi áherzluatriði. Tvö þau fyrri em í framhaldi af gyðingleg-kristnum hugmyndum um hið fullkomna líf, en þau tvö síðari víkja frá þeim (3); 1) Lögð er áherzla á það, að fullkomið líf manns sé það, að gangast undir vilja eða stjóm sem felst í algildum boðum, sem gilda fyrir alla menn og em undantekningarlaus. 2) Lögð er áherzla á það, að andstætt skilyrtum boðum era siðaboð skilyrðislaus og þar af leiðandi óumflýjanleg. A þeim eru engar undantekningar og þess vegna eru þau algild og þau em æðst og þar af leiðandi yfirsterkari, komi til árekstra við önnur boð. 3) Lögð er áherzla á það, að viljinn sem siðferðilega grandvar maður gengst undir, er ekki vilji annars, heldur eigin vilji, að svo miklu leyti sem hann er skynsamlegur og virðir lög. 4) Lögð er áherzla á tiltekin gildi, svo sem sjálfsforræði, frelsi, reisn, sjálfsvirðingu og virðingu fyrir rétti einstaklingsins. Nánar verður vikið að grunnreglum Kants í níunda kafla. C. Kenningar Rawls: Réttlæti sem óhlutdrægni í bók sinni um réttlæti sem óhlutdrægni: A Theory of Justice stefnir John Rawls að tveimur markmiðum (4): Hið fyrra er, að setja fram tvær yfirlætislausar, en öflugar megimeglur um réttlæti, sem liggja að baki og skýra yfirvegað siðferðilegt mat okkar á tilteknum athöfnum, stefnum, lögum og stofnunum. Hið síðara er, að bjóða fram kenningu um réttlæti, sem að áliti Rawls er betri en nytsemistefnan. Þessi tvö markmið em fyrir Rawls í nánum venslum, þar sem hann telur að kenning, sem styður betur og greinir betur frá yfirveguðu mati okkar, sé að öðm jöfnu betri kenning. Meginreglur réttlœtis, sem Rawls leggur fram eru:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.