Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1990, Blaðsíða 43

Læknablaðið - 15.01.1990, Blaðsíða 43
LÆKNABLAÐIÐ 41 GILDI OG FLOKKUN Saga læknisfræðinnar geymir aragrúa dæma, sem virðast benda til þess, að menningarleg gildi hafi áhrif á það, hvernig við flokkum líkamlegt og andlegt ástand. Spumingin sem hér vaknar er sú, hvort gildi hafi réttmæt áhrif á það, hvaða ástand við teljum vera sjúkdóma eða orka þau aðeins hlutdrægt á skynjun okkar á gildis-lausu staðreyndunum? Þessi spuming vekur aftur aðra: Er sjúkdómshugtakið gildishlaðið eða er það hreinlega lýsandi og gildislaust? Sé það gildishlaðið, ætti það að endurspegla gildismat þeirra sem flokka og þess vegna ættu mismunandi menningargildi að kalla fram mismunandi sjúkdómaflokkun. Ef hins vegar sjúkdómshugtakið er hreint lýsandi hugmynd, ætti það ástand, sem talið er sjúkdómur, ekki að verða fyrir áhrifum þess sem flokkar. Niðurstaða þessarar umrœðu hefir mikilvœgar afleiðingar: Ef sjúkdómaflokkunin endurspeglar aðeins gildismat þess sem flokkar, erum við ekki fær um, að gagnrýna flokkanir þeirra, sem aðhyllast aðra menningu fyrir það, að þeir hafi rangt fyrir sér. Samkvæmt þessari skoðun er það viðlíka að kalla eitthvað sjúkdóm og að kalla eitthvað illgresi. Það eru einfaldlega engar gildisfríar staðreyndir til um illgresi, sem geta gert út um deiluna um það, hvort túnfífill sé illgresi eða ekki. Það eru heldur ekki til neinar gildisfríar staðreyndir, sem útkljá það, hvort rússneskir andófsmenn, sem lokaðir eru inni á geðveikrahælum, eru raunverulega veikir. Þar af leiðandi getum við ekki með réttu gagnrýnt rússneska geðlækna á þeirri forsendu, að þeir fremdu staðreyndaleg mistök. Hvort við getum gagnrýnt þá, er undir því komið, að við gætum sýnt fram á það, að sjúkdómshugtakið sé ekki gildishlaðið (6). Á hinn bóginn er ljóst, að þar eystra hafa svonefnd andfélagsleg hegðun og geðsjúkdómur verið lögð að jöfnu. Svo mikið er víst, að við samþykkt Hawaiiyfirlýsingarinnar (7), þar sem meðal annars er vikið að hugsanlegri misnotkun geðlæknisfræðilegra hugtaka, þekkingar og tækni, í aðgerðum sem eru andstæðar lögmálum manngæzku og mannúðar, gengu gerzkir úr alþjóðasambandi geðlækna. UPPFINNING EÐA UPPGÖTVUN? Þá koma enn til nokkrar spumingar, er varða sjúkdómaflokkunina (6): Svarar flokkunaraðgreiningin, er við notum, til náttúrugerða sem em til óháðar tilraunum okkar til að flokka eða er hún aðeins handhæg leið til að skrá upplýsingar? Uppgötvum við flokkana sem við notum eða finnum við þá upp? Er sjúkdómsheildin fundin upp eða uppgötvum við, að tiltekið ástand sé sami sjúkdómurinn eða sjúkdómur frábragðinn öðm ástandi? (6) Lítum fyrst á síðustu spuminguna: Hægt er að líta svo á, að myglufár, sem leggst á kartöflur sé mannleg uppfinning, því að vilji maðurinn rækta sveppi fremur en kartöflur, er ekkert »fár«, heldur em kartöflur einungis notaðar sem æti fyrir myglusveppina. Þegar lærleggur aldraðs manns brotnar, hefir það innan náttúmnnar engu meiri þýðingu en það, að trjágrein brotnar að hausti. Innrás kólemsýkla í líkamann hefir ekki frekara svipmót sjúkdóms, heldur er það að mjólk súmar af völdum annarra baktería (6). Sá, sem heldur slíku fram, hlýtur að álíta, að engin náttúmleg mörk séu milli þess ástands sem telst sjúkdómur og þess sem ekki telst sjúkdómur - mörk sem væm óháð sjúkdómaflokkun okkar. Með öðmm orðum sagt, er það komið undir því, hvaða tilgangi flokkun okkar þjónar, hvert ástand við teljum að gefi til kynna sama sjúkdóm (eða mismunandi sjúkdóma). Þessu hefir verið lýst þannig: »Er bamsfararsótt sjúkdómsheild? Eða ættum við að segja, að sjúkdómsheildin sé keðjuhnettlasýkingin, sem svo vildi til að hreiðraði um sig í kynfæmm konunnar og breiddist síðan til lífhimnunnar? Þá veitum við því athygli, að afmörkuð klínísk heild, heimakoma, er einnig keðjuhnettlasýking. Jafnvel þegar við tökum tillit til mismunar bakteríugerða, ættum við þá að álíta heimakomu og bamsfararsótt sömu sjúkdómsheildina? Við getum spyrt þær saman ef við viljum eða við höldum þeim aðgreindum, allt eftir því hvaða ásetning við höfum. Skilgreining sjúkdómsheildarinnar er handahófsferli háð samhengi, hagsmunum og gagnsemi« (8).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.