Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1990, Blaðsíða 70

Læknablaðið - 15.01.1990, Blaðsíða 70
64 LÆKNABLAÐIÐ finna í niðurlagi greinargerðar með frumvarpi til læknalaga 1989: * I frumvarpinu er þáttur Læknafélags Islands gerður miklu ríkari en í gildandi lögum, þ.e. afskiptaréttur af starfsemi lækna og skipulagningu (11). b) Um rétt sjúklinga til þess að velja sér lœkni hafa verið sett ákvæði í lög um heilbrigðisþjónustu (8) um það, að þrátt fyrir skiptingu landsins milli heilsugæzlustöðva, skuli íbúar einstakra sveitarfélaga og byggðarlaga jafnan eiga rétt á að leita læknishjálpar til þeirrar heilsugæzlustöðvar eða læknismóttöku, sem þeir eiga auðveldast með að ná til hverju sinni. c) Læknafélag Islands tók fyrir rúmum tveimur áratugum frumkvæðið að því, að finna lausn á vandamálum heilbrigðisþjónustunnar í dreifbýli og enn er í lögum (8) ákvæði um það, að þau umdæmi eða svæði, sem verst eru sett að því er varðar heilsugæzlu og læknisþjónustu, skulu hafa forgang um byggingu heilsugæzlustöðva. d) Trúnaðarsamband lœknis og sjúklings. Hér nægir að vitna í greinargerðina með frumvarpi til læknalaga (11): * Þagnarskylda læknis. Erfiðlega hefur gengið að útskýra hugtakið «þagnarskylda» ekki síst þegar læknar eiga í hlut. Almennt er þó viðurkennt að þagnarskyldan taki ekki aðeins til staðreynda, sem eru í beinu sambandi við sjúkdóminn eða meðferðina, heldur taki hún til þess alls, sem lækni er trúað fyrir af hinum sjúka og þess, sem læknirinn kynnist af eigin raun vegna afskipta sinna af sjúklingi. Lækni getur t.d. verið skylt að leyna því, að hann stundi meðferð á tilteknum sjúklingi. í fyrsta lagi er það læknisins sjálfs að dæma um það, hvort eitthvað, sem er staðreynd, falli undir þagnarskylduna eður ei. Þar sem þagnarskyldan er fyrst og fremst fyrir sjálfan sjúklinginn, er litið svo á að alvarleg takmarkatilfelli geti leyst lækni undan skyldunni, t.d. sé um að ræða rannsókn alvarlegra brotamála. e) Klínískt frelsi og fjárhagslegt sjálfstœði. Ekki verður sagt að stjómvöld hafi reist óeðlilegar skorður við lækningastarfsemi. Að sönnu tekur nokkum tíma að skrá ný lyf, en sú óskaðræðishyggja sem þar liggur að baki, hefir fyrir löngu sannað ágæti sitt, þó ekki væri nema með því einu að halda efninu alpha-phthalimidoglutethimide frá íslenzkum markaði (12). Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið hefir rækt vel þá skyldu, sem lögð er á í 13. grein lyfjalaga (13), með útgáfu sérlyfjaskrár og er ekki vonum fyrr að þakka lyfjanefnd og starfsmönnum hennar ágætt rit, sem sífellt batnar. A hinn bóginn höfum við verið blessunarlega laus við opinber fyrirmæli um meðferð einstakra sjúkdóma og sjúkdómaflokka. Væri slíkt raunar skref aftur á bak. Nýjungar í læknavísindum berast hingað fljótt og vel og íslenzkir læknar fara víða og afla nýrrar tækni og tæknibeitingar. Stórbættar sjúkraskrár, þar sem greint er frá forsendum meðferðar, gefa færi á virku innbyrðis gæðaeftirliti (peer-review) og opnar þar með leið fyrir ábendingar um það, sem betur má fara og auðveldar allt ytra eftirlit. Áður hefir verið minnst á samninga lækna og opinberra aðila um greiðslu fyrir læknisþjónustu. Sá samningsréttur var enn á ný staðfestur, þegar lögfest var á árinu 1980 heilbrigðisþjónusta fyrir starfsmenn í fyrirtækjum (14). f) Endurskoðun á þjónustu lœknis ættu lœknar einir að framkvœma. Þegar unnið var að undirbúningi frumvarps til laga um heilbrigðisþjónustu fyrir rúmum hálfum öðrum áratug lögðu læknasamtökin áherzlu á það, að landlæknisembættið yrði látið haldast og skyldi það meðal annars annast eftirlit með starfi og starfsaðstöðu lækna. I læknalögum segir (6): * Læknir er háður eftirliti landlæknis. Ber landlækni að gæta þess, að læknir haldi ákvæði laganna og önnur ákvæði í heilbrigðislöggjöf landsins. Mönnum var ljóst, að auk eftirlits landlæknis þyrfti að koma til virkt eftirlit í héraði og var það í samræmi við þann valddreifingaranda, sem var í frumvarpinu. I lögum um heilbrigðisþjónustu (8) segir: * Héraðslæknar skulu fylgjast með því, að framfylgt sé lögum og reglum um heilbrigðismál í héraðinu. Þeir hafa þar umsjón með heilbrigðisstarfi í umboði ráðuneytis, í sjúkrahúsum,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.