Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1990, Blaðsíða 51

Læknablaðið - 15.01.1990, Blaðsíða 51
LÆKNABLAÐIÐ 49 meginréttindi, sem lœknastéttin leitast við að veita sjúklingum« (8). Fimm árum fyrr hafði Ráðgjafarþing Evrópuráðsins samþykkt Ráðleggingar varðandi réttindi sjúkra og þeirra sem eru deyjandi (11). Þar segir meðal annars, að Ráðgjafarþingið álíti, »að nýverið hafi menn almennt orðið ásáttir um það, að umfram annað ætti að virða vilja þess sjúka, að því er varðar meðferð, sem hann þarf að gangast undir« og þingið »er þeirrar skoðunar, að rétt á reisn, óskertu ástandi, upplýsingum og viðhlítandi umönnun, beri að skilgreina skýrt og greinilega og veita hverjum manni.« Þessar ráðleggingar varða að sjálfsögðu alla íbúa þeirra ríkja, sem aðild eiga að Evrópuráðinu. Árið 1972 setti Bandaríska sjúkrahúsasambandið fram Réttindaskrá sjúklinga (12). Þetta plagg er berskjaldað fyrir sömu gagnrýni og Lissabonyfirlýsingin (9), að þar látist menn vera að veita sjúklingum ákveðin réttindi, sem sjúklingar svo reynast hafa fyrir að nokkru eða að öllu leyti. Þessi réttindaskrá hefir hins vegar orðið kveikjan að lagasetningu á þessu sviði í Bandaríkjunum og það hlýtur að teljast góðra gjalda vert, að Alþjóðafélag lækna samþykki, að stuðlað skuli að réttindum sjúkra, jafnvel þó að orðalagið hefði mátt vera annað, andinn sé forræðisfullur og nokkur steigurlætis gæti. Að síðustu má svo benda á það, að í Oslóaryfirlýsingunni um fóstureyðingu af heilsufarsástœðum (13) er fram tekið, að það sé ekki hlutverk lækna að ákvarða siðferðisvitund. Mismunandi viðbrögð við því, hvort bundinn skuli endi á meðgöngu leiði af mismunandi viðhorfum vanfærrar konu til lífs hins ófædda bams. Þetta sé háð sannfæringu og samvizku einstaklinga og beri að virða það. Gagnrýni Newtons (1) missir marks af tveimur ástæðum: ífyrsta lagi er öll forræðishyggja fordæmd. Þar er skotið langt yfir markið, þar sem ósvikin forrœðishyggja og umbeðin forrœðishyggja eiga rétt á sér við tiltekin skilyrði (4). I öðru lagi hefir siðfræði lækna á undanfömum áratugum færzt burt frá stækri forræðishyggju og grunnmeginreglur um réttlæti og sjálfsforræði hafa bæzt við grunnmeginreglur um velgerð og óskaðsemi sem fyrir vom. Yfirlýsing Newtons árið 1978 um dauða Hippokratesarhefðarinnar er því væntanlega jafn ótímabær og yfirlýsing Nietzsches af öðm tilefni í Die fröhliche Wissenschaft árið 1882 (14). SIÐAREGLUR LÆKNA OG LANDSLÖG í öðmm kafla var staðhæft, að siðareglur starfsstéttar væru yfirlýsingar um starfssiðgæði eins og það horfir við stéttinni og að siðareglumar þurfi að greina frá landslögum. í þessu felst meðal annars viðurkenning á því, að þar á milli geti orðið árekstrar. Þessu má lýsa með nokkmm dæmum: 1. Auglýsingar um starfsemi lœkna I læknalögum nr. 53/1988 segir í 17. grein: »Lækni er einungis heimilt að auglýsa læknastarfsemi sína með efnislegum og látlausum auglýsingum i blöðum sem birta má í hæsta lagi þrisvar þegar hann hefur störf eða breyting verður á aðsetri og viðtalstíma. Lækni er heimilt að auðkenna sig með nafni, sérgrein, aðsetri, síma og viðtalstíma á dyraspjöldum, nafnspjöldum og lyfseðlum. Læknum og stéttarfélögum þeirra ber að spoma við því að fjallað sé í auglýsingastfl um lækna og störf þeirra í fjölmiðlum. Á sama hátt ber þeim að vinna á móti því að eftir þeim séu höfð ummæli og viðtöl í fjölmiðlum í auglýsingaskyni. Verði ekki komið í veg fyrir það ber viðkomandi lækni eða stéttarfélagi hans jafnskjótt að leiðrétta það sem kann að vera ofmælt. Öðmm en læknum er bannað að auglýsa starfsemi þeirra eða stuðla að því á annan hátt að sjúklingar leiti til ákveðins eða ákveðinna lækna.« í Codex Ethicus (3) segir í 12. grein: »Læknir má ekki auglýsa starfsemi sína nema sem hér segir: a) I blöðum, þegar hann byrjar starf á nýjum stað eða þegar hann skiptir um vinnustað, síma, vinnutilhögun, og þá mest þrisvar í sama blaði. b) I símaskrá. c) Með hóflegu skilti á eða í því húsi, sem hann vinnur í. I auglýsingum má hann geta lærdómstitla, sérmenntunar og stöðuheita sinna.«
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.