Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1990, Blaðsíða 73

Læknablaðið - 15.01.1990, Blaðsíða 73
LÆKNABLAÐIÐ 1990; 76: 67-71 67 Örn Bjarnason Siðamál lækna 12 SAMNINGUR LÆKNIS OG SJÚKLINGS Illness provides doctors with their livelihood, identity and opportunities for distinction: illness causes patients to suffer. Doctors need patients just as patients need doctors. The relationship between them is intimate because they are both involved in their very different ways with the illness itself (1). SKILGREININGAR Áður en við getum snúið okkur að því að ræða sjálfan samninginn, þarf að skilgreina nokkur hugtök: * Læknir er sá, sem hefir fengið leyfi ráðherra til þess að bera þennan titil og stunda lækningar (2). * Lœkningar felast í klínískri læknisfræði, þar sem beitt er læknisfræðilegri íhlutun. * Lœknisfrœðileg íhlutun er hver sú meðferð, rannsókn eða athugun, sem veitt er eða gerð af lækni eða á ábyrgð hans. * Sjúklingur er sá, sem gengst undir læknisfræðilega íhlutun. * Forráðamaður er sá, sem fer með sjálfræði fyrir annan mann og/eða fjárræði hans. Hafi maður verið sviptur lögræði (sjálfræði, fjárræði eða hvoru tveggja), skal honum skipaður forráðamaður, sem nefnist lögráðamaður (3). * Samþykkis sjúklings eða forráðamanns er leitað eftir að læknirinn hefir skýrt frá markmiði rannsóknar, aðferðar eða meðferðar og þeim hugsanlegu hættum og óþægindum, sem því kunni að vera samfara, auk væntanlegra hagsbóta fyrir sjúklinginn. Svarar það til formlegs samþykkis, byggðu á vitneskju, samanber Helsinkiyfirlýsinguna (4) og leiðbeiningar WHO/CIOMS (5). * Heilbrigðisstarfsmaður er sá, sem hefir lokið prófi í einhverri grein heilbrigðisfræði og hefir síðan fengið löggildingu heilbrigðismálaráðherra (6). Eins og fram kemur í læknalögum (2), getur læknir notið aðstoðar heilbrigðisstarfsfólks við störf sín, að svo miklu leyti sem slíkt er nauðsynlegt og forsvaranlegt vegna hæfni þess og sérkunnáttu. Starfar það þá á ábyrgð læknis nema önnur lög en læknalög bjóði annað. Þar sem ekki hafa verið sett sérlög, kveða lög um starfsheiti og starfsréttindi heilbrigðisstétta (6), á um almenn ákvæði og reglugerðir eru síðan settar með stoð í þeim lögum. Auk lœkna (2, 7) eru eftirtaldar heilbrigðisstéttir viðurkenndar: 1. Aðstoðarlyfjafræðingar (8) 2. Félagsráðgjafar (9) 3. Heilbrigðisfulltrúar (10) 4. Hjúkrunarfræðingar (hjúkrunarkonur, hjúkrunarmenn) (11, 12) 5. Iðjuþjálfar (13) 6. Ljósmæður (14-16) 7. Lyfjafræðingar (8, 17) 8. Lyfjatæknar (18, 19) 9. Læknaritarar (20) 10. Matarfræðingar (21) 11. Matartæknar (22) 12. Matvælafræðingar (23) 13. Meinatæknar (24, 25) 14. Næringarráðgjafar (27) 15. Röntgentæknar (28) 17. Sjóntækjafræðingar (29) 18. Sjúkraflutningamenn (30) 19. Sjúkraliðar (31, 32) 20. Sjúkranuddarar (33) 21. Sjúkraþjálfarar (34) 22. Talmeinfræðingar (35) 23. Tannfræðingar (36) 24. Tannlæknar (37, 38) 25. Þroskaþjálfar (39-41) Við þessa upptalningu má bæta læknanemnum með hliðsjón af vísan í læknalög (2): * Ef nauðsyn krefur má ráðherra eftir meðmælum landlæknis fela
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.