Læknablaðið - 15.01.1990, Blaðsíða 36
34
LÆKNABLAÐIÐ
Örn Bjarnason
Siöamál lækna 7
SÁTTMÁLINN UM HEILBRIGÐISÞJÓNUSTU
Of course, we have a right to life, and some
would say a right to die, or at least to die in
dignity... There is serious debate today over
whether there is a right to health care, a right
to a minimum standard of living, and a right
to a job - even a right to a satisfying job. A
number of years ago a right to a vacation with
pay was proclaimed, and nowadays rights to
clean air and water are demanded (1).
INNGANGUR
Réttindi eiga sér helgan sess í orðasafni
lýðræðisstjóma, en þau em þó ekki
óumdeilanleg. I þrjár aldir hefir orðið staðið
fyrir tilkall hinna eignalausu til aðgangs að
auðlegðinni svo og kröfu þeirra, sem fara með
umráð yfir henni um óbreytt ástand. Umræðan
hefir snúizt um réttlætingu á slíkum kröfum.
Skoðanamunur er um það, hvert sé markmið
réttinda, enda ná þau allt frá hlutkenndum
eignarrétti til óhlutstæðrar hamingjuleitar.
Miðsvæðis milli yztu marka deilnanna um
mannleg og borgaraleg réttindi hefir verið
víðtækt og almennt samkomulag, sem hefir
í lýðræðisríkjum gert mönnum kleift, að koma
á sanngjömum lögum og stjómkerfi, til þess
að viðhalda réttlæti.
RÉTTURINN TIL HEILBRIGÐI OG
HEILBRIGÐISÞJÓNUSTU
Hugmyndin um að menn fengju réttinn til
heilbrigði í vöggugjöf kom fram í frönsku
stjómarbyltingunni. Um svipað leyti lagði
Thomas Paine til, að komið yrði á tryggingum
sem réttindum (er væm þá ekki háðar
gjafmildi) og í frönsku stjómarbyltingunni
komu einnig fram hugmyndir um rétt til
atvinnu og rétt til menntunar. Á nítjándu öld
þróuðu sósíalistar þessar hugmyndir og lögðu
til félagslegar umbætur, sem ekki einasta
snertu friðhelgi einkalífs og eigna, heldur
áttu þær að tryggja viðunandi líf, þeim sem
þurfandi væm.
Síðar urðu þessar tillögur, sem komu
úr ýmsum hugmyndafræðilegum áttum,
að veruleika, þegar mörg þjóðríki urðu
til þess að koma á alþýðutryggingum,
atvinnuleysistryggingum og ýmsum
velferðaráætlunum. Þannig var að
undirlagi Ottos von Bismarck komið á
alþýðutryggingum í Þýzkalandi árið 1883.
Því fordæmi var fylgt í Austurríki 1888,
Ungverjalandi 1891 og Bretlandi 1912, en
hérlendis vom fyrstu alþýðutryggingalögin sett
árið 1936.
Á þessu skeiði bættust við vemd persónulegs
sjálfræðis og jákvæð skylda ríkisstjóma til
þess að auka þetta sjálfræði.
Með Allsherjaryfirlýsingu Sameinuðu
þjóðanna um mannréttindi frá 1948 og
Alþjóðlega sáttmálanum um efnahagsleg,
félagsleg og menningarleg réttindi frá 1966
vom ýmis réttindi staðfest (2, 3). í yfirlýsingu
Sameinuðu þjóðanna eru þannig nefndur
réttur til vinnu, réttur til fæðu, réttur til
húsnæðis, réttur til menntunar og réttur til
læknisþjónustu.
Svonefnd efnahagsleg, félagsleg og
menningarleg réttindi ná til réttarins til vinnu,
réttarins til þess að stofna stéttarfélög, réttar til
viðunandi launa, réttar til almannatrygginga,
réttar til ókeypis menntunar, réttar til
fullnægjandi húsnæðis, réttar til heppilegrar
fæðu og réttar til heilbrigðisþjónustu.
í þeirri upptalningu, sem hér fór á undan, em
tvö hugtök, sem þarf að ræða nánar. Verður
fyrst fjallað um réttinn til heilbrigði og síðan
um réttinn til heilbrigðisþjónustu.
Nú á dögum er talað um heilbrigði, eins
og væri hún þekkt og mælanleg stærð.
í rauninni er þó erfitt að henda reiður á
merkingu orðsins. Ef við grípum til latneska
kvenkynsorðsins sanitas, merkir það allt í
senn heilbrigði, heilbrigða dómgreind og
hreinleika og svarar vel til hugmyndanna um