Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1990, Blaðsíða 45

Læknablaðið - 15.01.1990, Blaðsíða 45
LÆKNABLAÐIÐ 43 um heilkenni, að reynt er að breyta þeim í sjúkdóma, þegar til koma ný greiningarpróf og slík próf eru jafnvel notuð ein sér til þess að skilgreina sjúkdómseiningar. Nægi þetta ekki, er alltaf hægt að kalla saman fund eða ráðstefnu, fjalla þar um tiltekin skilmerki og samþykkja síðan að um sjúkdóm sé að ræða. Um hinar ýmsu gerðir sjúkdóma fjallar Henrik R. Wulff í bók sinni: Rökvís sjúkdómsgreining og meðferð (9) og er vísað til þess. SJÚKDÓMAFLOKKUNIN í Alþjóðlegu sjúkdóma- og dánarmeinaskránni (10) segir í inngangi, að flokkun sjúkdóma megi skilgreina sem kerfi deilda, sem sjúklegum heildum er skipað í samkvæmt ákveðnum skilmerkjum og sé til margs konar val á þeim. Líffærafræðingurinn getur til dæmis viljað fá flokkun, sem byggir á því hvaða líkamshluti er undir lagður. Hins vegar hefir meinafræðingurinn fyrst og fremst áhuga á eðli sjúkdómsferlisins, heilbrigðisfræðingurinn hefir áhuga á orsökum sjúkdómanna og klíníski læknirinn lætur sig varða þau sjúkdómsmerki, sem koma til kasta hans. Með öðrum orðum eru til margir möndlar flokkunar og sá möndull sem valinn er, ákvarðast af hagsmunum þess, sem flokkunina gerir. Tölfræðileg flokkun sjúkdóma og meiðsla er þannig háð því, hvaða not menn hyggjast hafa af þeim tölfræðilegu upplýsingum sem safnað er (10). Heimilislæknar hafa á alþjóðavettvangi sett fram eigin flokkun heilbrigðisvandamála (11) og bandarískir geðlæknar hafa sett saman greiningar- og tölfræðihandbók um geðsjúkdóma (12), sem ber merki þeirrar sálar-líffræðilegu skoðunar, að geðsjúkdómar séu viðbrögð persónuleikans við sálfræðilegum, félagslegum og líffræðilegum þáttum. í handbókinni er fram tekið (DSM- III-R á síðu viii), að þó svo að lögð sé fram flokkun geðsjúkdóma, sé engin skilgreining sem tilgreini nægilega vel nákvæm mörk fyrir hugtakið »geðsjúkdóm« og að þetta eigi einnig við um hugtök eins og líkamlegan sjúkdóm, svo og geðræna og líkamlega heilbrigði. Þrátt fyrir þetta sé það gagnlegt, að setja fram skilgreiningu á geðsjúkdómi, sem hefir haft áhrif á ákvörðunina um að taka tiltekið ástand með í handbókina sem geðsjúkdóm og að útiloka annað. í DSM-III-R eru allir geðsjúkdómar álitnir klínískt marktækt heilkenni eða mynztur af atferlis- eða sálrænum toga og það tengist bágindum hjá viðkomandi einstaklingi (sársaukafullu einkenni), örorku (skerðingu á ýmsum sviðum mannlegrar virkni) eða marktækt aukinni hættu á að deyja, verða fyrir sársauka, örorku eða mikilvægum frelsismissi. Auk þess má þetta heilkenni eða mynztur ekki einungis vera þau viðbrögð, sem vænta mátti við tilteknum atburði, til dæmis ástvinamissi. Hver svo sem upprunalega orökin er, verður að líta svo á, að hún komi nú fram sem atferlis-, sálar- eða líffræðileg starfstruflun hjá viðkomandi einstaklingi. Hvorki frábrigðileg hegðun, svo sem pólitísk, trúarleg eða kynferðisleg né árekstrar, sem eru fyrst og fremst milli einstaklingsins og samfélagsins, teljast geðsjúkdómar, nema frávikið eða áreksturinn sé merki starfstruflunar hjá eintaklingnum, eins og lýst er hér á undan. Ekki er gengið út frá því, að hver geðsjúkdómur sé afmörkuð heild með skörpum skilum án tengsla við aðra geðsjúkdóma eða greinilega afmarkaður frá því sem ekki telst geðsjúkdómur. Til dæmis hefir verið stöðugur ágreiningur um það, hvort alvarleg geðlægðartruflun og væg geðlægðartruflun séu eigindlega frábrugðnar (tengslaleysi milli greiningarheilda) eða megindlega (mismunur að því er stríðleika varðar). Það, að alvarleg geðlægðartruflun og hugsýkislægð eru teknar með, sem sérstakar deildir í DSM-III-R, er réttlætt með klíníska notagildinu, sem af aðgreiningunni er. Með þessu er ekki gefið í skyn, að lausn sé fundin á ágreiningnum um það, hvort á sjúkdómum sé eigindlegur eða megindlegur munur. Það er algengur misskilningur, að flokkun geðsjúkdóma sé flokkun persóna, en í rauninni er verið að flokka kvilla, sem fólk hefir. Af þessari ástæðu er í DSM-III-R forðast að nota orð eins og »geðklofasjúklingur« og »alkóhólisti«, en í þeirra stað er talað um »einstakling með geðklofa« og »einstakling með alkóhólhæði«. Annar misskilningur er sá, að allt fólk sem sagt er hafa sama geðsjúkdóm, sé eins í öllu mikilvægu tilliti. Þó svo að allir þeir sem sagðir eru hafa sama geðsjúkdóm, sýni að minnsta kosti það svipmót sem skilgreinir sjúkdóminn, geta þeir verið innbyrðis
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.