Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1990, Blaðsíða 58

Læknablaðið - 15.01.1990, Blaðsíða 58
56 LÆKNABLAÐIÐ við þær fást og töldu þær jafnvel ósamboðnar virðingu sinni. Hins vegar nutu þeir framan af engra réttinda um lækningar sínar á borð við bartskerana, sem höfðu einkaréttindi til handlækninga samkvæmt gildaréttindum sínum. Hinir háskólalærðu læknar voru einnig örfáir og störfuðu að kalla eingöngu í þágu yfirstéttanna. Um réttindi og skyldur annarra lækna en bartskera giltu engar sérstakar reglur. Læknisstarfið var öllum jafnheimilt, er til þess töldu sig hafa þekkingu og hæfileika. Sjúklingamir skáru sjálfir úr því með vali sínu, hverjir voru læknar, en að lögum var enginn greinarmunur eiginlegra, lærðra lækna og skottulæknanna. Með konungstilskipun 4. des. 1672 um lækna og lyfsala er loks svo fyrir mælt, að þeim einum, er lokið hefðu doktorsprófi við Hafnarháskóla (medici legitime promoti), sé heimilt að fást við lyflækningar og hljóta opinber læknisembætti» (11). «Námsskilyrði danskra lækna höfðu nú einnig bætzt mjög að öðru leyti. Má einkum til nefna, að árið 1752 var gerður grasagarður (botanisk have) í Kaupmannahöfn; að Friðriksspítali (Det Kongelige Frederiks Hospital) var reistur á árunum 1752- 1757, heitinn eftir Friðriki fimmta, og Almenningsspítalinn (Almindelig Hospital) 1765-1769; og loks að Fæðingarstofnunin (Födelsesstiftelsen) tók til starfa sem sérstæð stofnun 1787. Danir voru nú og sem óðast að koma sér upp velkunnandi læknastétt» (11). «Samhliða þessari þróun fór viðleitni konungsvaldsins til þess að gera mönnum greiðara fyrir um að njóta læknishjálpar. Fram að 1750 voru embættislæknar örfáir í Danmörku. Var þar ekki um að ræða aðra en stiftslæknana (Landphysici, Provinsialmedici) og bæjarlæknana (Stadsphysici) í stærstu borgunum og svo hina fastráðnu lækna í þjónustu konungs. En nú er hafizt handa um að bæta aðstöðu almennings í þessum efnum með stofnun héraðslæknisembætta (Distriktskirurgikater) víðs vegar um landið. Féllu þessi nýju læknisembætti fyrst og fremst í hlut kírúrganna, en áður áttu þeir aðeins kost á embættum við herinn og við hirð konungs. Fyrsta héraðslæknisembættið var stofnað á Jóflandi 1771» (11). «Bjami Pálsson var skipaður fyrstur landlæknir hér með konungsúrskurði 18. marz 1760... en honum var í stuttu máli falið að hafa umsjón með heilbrigðismálum landsins, veita sjúkum læknishjálp og kenna lækningar a.m.k. fjómm efnilegum skólapitlum, er síðar yrðu skipaðir læknar í fjórðungum landsins. Fór þetta fram, svo sem til var ætlazt...» (11). «Stofnun landlæknisembættis á íslandi var einn liður í ráðstöfunum þeim, er þá voru gerðar til endurbóta á læknaskipuninni í ríki Danakonungs. Með Friðriki konungi fimmta (11746-1766) hélt uppfræðingaöldin innreið sína í Danmörku og í kjölfar hennar fór vaxandi skilningur á þjóðfélagshlutverki læknastéttarinnar. Gerði konungur ráðstafanir, sem í senn miðuðu að fjölgun lækna og jafnframt bættri aðstöðu almennings til þess að njóta læknishjálpar.» (11) «... konungur veitti með tilskipun 29. ágús 1862 Jóni landlækni Hjaltalín leyfi til þess að halda uppi læknakennslu, og hlutu þeir, er prófi luku hjá honum, fullt og ótakmarkað lækningaleyfi hér á landi» (11). «Með konungsúrskurði 18. okt. 1849 hafði dönskum læknum verið gert að skyldu, frá vori 1850, að starfa um tíma á fæðingarstofnuninni í Kaupmannahöfn, áður en þeir mættu taka að sér að hjálpa konum í bamsnauð. í samræmi við þetta var með konungsúrskurði 21. okt. 1871 hert á kröfunum um embættisréttindi íslenzkra lækna og þau bundin sama skilyrði, enda var þeim og jafnframt gefinn kostur á siglingastyrk í þessu skyni, auk styrks úr Garðsjóði Hafnarháskóla eins og áður (sbr. augl. 31. okt. 1871 og landshöfðingjabréf 10. aprfl 1876). Eftir stofnun læknaskólans 1876 var auk þess krafizt að minnsta kosti misseris framhaldsnáms í sjúkrahúsum. Við stofnun Háskóla íslands 1911 var kandídötum frá læknadeild, auk almennra lækningaréttinda, veittur forgangsréttur til læknisembætta hér á landi með lögum nr. 36 11. júlí 1911, en þó var heimilt að veita þeim mönnum öðrum lækningaleyfi, er færðu sönnur á, að þeir hefðu aflað sér nægrar þekkingar í læknisfræði í erlendum háskólum eða öðrum slíkum menntastofnunum. Kröfur um framhaldsnám í fæðingarstofnun og sjúkrahúsum héldust óbreyttar áfram. Læknar frá Hafnarháskóla héldu þó enn um fimm ára skeið (til 17. júní 1916) fomum réttindum sínum til embætta hér á landi» (11).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.