Læknablaðið - 15.01.1990, Blaðsíða 46
44
LÆKNABLAÐIÐ
frábrugðnir í öðru mikilvægu tilliti, sem getur
til dæmis haft áhrif á klíníska meðferð og
horfur.
EÐLISHYGGJA OG NAFNHYGGJA
Geðsjúkdómur er þannig uppspretta
skoðanamunar. Þetta kemur til dæmis fram
í deilunum um það, hvort samkynhneigð,
alkóhólismi eða geðvilla séu í rauninni
sjúkdómar og í staðhæfingum um það, að
geðsjúkdómar séu hreinlega ekki til.
Þetta endurspeglar annars vegar það, að ekki
hefir náðst samkomulag um skilgreiningu á
sjúkdómi sem hugtaki og það sem verra er,
að þessu hefir verið of lítill gaumur gefinn í
læknisfræðinni, þó hér sé um mikilvægt mál
að ræða:
»There is no concept in medicine more
fundamental than that of diseases, yet few
doctors ever give a moment’s thought to it’s
precise definition. Most of the time they do
not need to, but there are some circumstances
in which this curious neglect causes insoluble
problems« (13).
Að líkindum kom sjúkdómshugtakið fram,
sem skýring á þjáningu eða örorku, sem
birtist án þess að til kæmu áverki eða meiðsli.
Sjúkdómar voru heildir með eigin óljósa,
frumspekilega tilvist og ollu einkennum hjá
því fólki, sem þeir lögðust á.
Þetta hefðbundna eðlishyggjuviðhorf er í
greinilegri andstöðu við nafnhyggjuskilning
lækna nú á dögum. Læknar líta á sjúkdóm
sem handahófshugtak, handhægt nafn sem
gefið er sértækum hópi fyrirbæra og hvenær
sem er má búast við, að því verði breytt eða
jafnvel hafnað. Dæmi um slíka breytingu
var, að spiklopi vék fyrir skjaldvakabresti,
tæring fyrir berklum og Downs-heilkenni
fyrir þrístæðu 21. Þannig vikja nöfn klínískra
fyrirbæra oft, þegar menn færast nær því að
þekkja orsakimar. Hér verður hins vegar að
vara við því, að heilkenni sé sett skör lægra
en sjúkdómur. Læknar setja saman heilkenni,
þegar þeir staðhæfa, að samsafn fyrirbæra
hafi einhver innri tengsl, sem gefi til kynna
samstöðu, fremur en tilviljanakenndan sveim.
Þegar þekkingin eykst, getur heilkennið ef til
vill fengið stöðu sjúkdóms. Hvort það gerist
og hvenær, er undir aðstæðum komið hverju
sinni og minnug megum við vera þess, að
þróunin getur einnig gengið í hina áttina,
samanber dæmið um sykursýkina.
Þegar orsök er óþekkt, þekkt að hluta eða
orsakir em fjölþættar, koma upp vandamál
í læknisfræðilegri umræðu (14). Hætt er við
að umræðan, einkum um mismunagreiningu,
verði mglingsleg, ef ekki er fyrirfram gert
samkomulag um það, hver em skilgreinandi
auðkenni sjúkdóma af þessu tagi.
Oreiðan getur komið upp með tvennu móti:
í fyrsta lagi getur verið, að þátttakendumir
noti nafn sjúkdómsins með mismunandi
skilgreinandi auðkenni í huga. Sumir
gætu litið á það sem klínískt heilkenni,
sumir að það sé skilgreint af sérstakri
líffærameinafræðilegri breytingu, aðrir að það
sé skilgreint af sértækum frábrigðum í starfi
líkamans og enn aðrir að þama sé um samspil
þessara mismunandi þátta að ræða. Þeir, sem
gera sig ánægða með það, að halda uppi slxkri
umræðu, án þess að fyrrgreint samkomulag
sé gert, taka vœntanlega eðlishyggjuafstöðu.
Þeir álíta að auðkennin, sem fengin em af
ýmsum sviðum læknisfræðilegra rannsókna,
staðfesti að um sama sjúkdóm sé að ræða og
að hann sé til, óháð því hvemig hann birtist í
sjúklingnum.
I öðru lagi getur mismunargreiningin náð
til sjúkdóma, sem em skilgreindir á máli
nafnhyggjunnar, en út frá sjónarhomi
á mismunandi sviðum læknisfræðinnar.
Umræðan verður líklega gagnslaus, nema að
þetta komi skýrt fram. Ruglingurinn verður
vegna þess, að blandað er saman rökrænum
og staðreyndalegum þáttum, sérstaklega ef
einhver þátttakendanna heldur á lofti hugmynd
eðlishyggjunnar um sjúkdóma sem orsök
sjúkleika.
Hins vegar er hollt að minnast þess, að í
daglegu tali er oftar rætt um sjúkdóma í
skilningi eðlishyggju og það leiðir aftur til
þess að sjúklingar em ekki alltaf sammála
lækninum um það, að þeir séu haldnir
sjúkdómi, að þeir þarfnist meðferðar eða í
hverju meðferðin skuli fólgin.
Til þess að leggja áherzlu á nafnhyggjuandann
í læknisfræðilegri notkun sjúkdómaheita, er
hér birt skilgreining, sem sótt er til Scadding
og lítillega er umorðuð (14):
»1 læknisfræðilegri umræðu vísar nafn
sjúkdóms til summu óeðlilegra fyrirbæra,