Læknablaðið - 15.01.1990, Blaðsíða 17
LÆKNABLAÐIÐ
15
eiga að hafa í íhugun okkar, þegar þær
rekast á við stjómmálalegar, lagalegar og
trúarlegar leiðbeiningar. Ekki er með vissu
hægt að segja, að siðferðileg yfirvegun verði
samkvæmt skilgreiningu að vera þyngri á
metunum, en aðrar yfirveganir, sem komast
í samkeppni við hana. Ekkert það er í
siðferðinu sjálfu, sem krefst þess.
2. Annað og almennt viðurkennt skilyrði
siðferðilegra athafnaleiðbeininga er
algildingarhœfið. Það felur í sér, að öll
tilsvarandi tilvik ber að meðhöndla á sama
hátt. Þetta getur verið nauðsynlegt skilyrði
siðferðilegrar hugsunar, en það er ekki
nægilegt til þess að greina siðferðilegt mat
frá öðru mati á athafnaleiðbeiningum, þegar
það mat uppfyllir einnig þetta skilyrði.
Margar algildingarhæfar athafnaleiðbeinandi
staðhæfingar eru ekki siðferðilegar. Það sem
hér skiptir máli er það, að mat á því hvort
athöfn telst rétt (eða röng), skuldbindur
þann sem metur, til þess að komast að
sömu niðurstöðu um samsvarandi tilvik. Ef
viðkomandi telur að ein athöfn sé rétt og
önnur röng, en getur ekki bent á marktækan
mun, er hann ekki að tjá siðferðilegt mat.
Algildingarhæfið hefir stundum verið útlistað
þannig í siðferðilegum fræðiritum, að það
fæli í sér að allar siðferðilegar meginreglur
eigi undantekningarlaust við alla á sama hátt
og þær eigi aldrei eingöngu við takmarkaða
hópa, án tillits til siðferðilegra hefða og
siðferðilegs skoðanamunar. Ef þessu væri
þannig varið, yrðu ávallt að fara saman
hugmyndir ýmissa hópa, ella yrði að úrskurða
að sumar hugmyndir væru hreinlega rangar.
Algildingarhæfi þarf því ekki að fela í sér, að
einvörðungu eitt kerfi siðferðilegra reglna og
meginreglna sé rétt og að það verði heimfært
undantekningarlaust, án tillits til félagslegs
samhengis. Öllu heldur leggur algildingarhæfi
formlega áherzlu á rökfestu siðferðilegs mats:
Það verður að vera heimfæranlegt á allar
hliðstæðar aðstæður af öllum, sem fallast á
matið (5).
3. Lagt hefir verið til að þriðja skilyrðið sé
sett, það er skilyrði um siðferðilegt inntak.
Það byggir á þeirri rökleiðslu, að nauðsynlegt
sé, að siðferðilegar athafnaleiðbeiningar feli
í sér beina skírskotun til velferðar annarra.
Þetta skilyrði útilokar sérdrægnimeginreglur
og sumar trúarlegar leiðbeiningar af vettvangi
siðferðilegra athafnaleiðbeininga. Ljóst er,
að flestar reglur og meginreglur, sem varða
læknisfræði, hvort sem þær eru siðferðilegar
eða ekki, fjalla beint um mannlega farsæld.
Það er ennfremur ljóst, að sú staðhæfða
skoðun, að siðferðilegar athafnaleiðbeiningar
verði að einhverju leyti að taka mið af velferð
annarra manna, felur ekki í sér, að velferð
allra hópa hafi sama vægi. Sem dæmi má
taka, að sé rekinn áróður fyrir því, að í
þágu samfélags verði gerðar umfangsmiklar
rannsóknir á bömum og rannsóknimar væru
ekki af klínískum toga, (þ.e.a.s. að þær
tengdust ekki lækningu bamanna) og fælu þar
að auki í sér vissar hættur fyrir bömin, gætum
við ekki sagt, að sú stefna, sem þar er boðuð,
væri siðferðilega röng, einungis vegna þess
að þar væri fómað hagsmunum sumra í þágu
annarra. Hins vegar telst téð athæfi siðlaust
samkvæmt flestum siðfræðikenningum (6).
ALMENN REGLUSIÐFRÆÐI
En víkjum þá að því hvaða
athafnaleiðbeiningar em verðugar
siðferðilegrar viðurkenningar og þá af hvaða
ástæðum.
Almenn reglusiðfrœði er sá
rannsóknavettvangur, þar sem leitað
er svara við þessu (7). Hún er gerð úr
siðfræðikenningum, þar sem leitazt er
við að setja fram og verja siðferðilegar
grunnreglur og grunnmeginreglur, sem
ákvarða hvaða athafnir era réttar og hverjar
þeirra era rangar. Gert er ráð fyrir, að þessar
athafnaleiðbeiningar gildi fyrir alla jafnt.
Þegar allt er eins og bezt verður á kosið,
þarf siðfræðikenning að geyma fullskipaða
samstæðu siðfræðilegra athafnaleiðbeininga
og kenningin þarf að verja þær á þeim granni,
að þær séu undantekningalaust gildar. Samt
væri mörgum siðfræðilegum spumingum
ósvarað, jafnvel þó svo að mótuð væri
aigjörlega fullnægjandi siðfræðikenning. Til
dæmis: Hvað gefa þessar mismunandi reglur
og meginreglur til kynna um raunveralegar
ákvarðanir sem fólk tekur í daglegu lífi sínu?
HAGNÝT REGLUSIÐFRÆÐI
Viðleitni í þá átt að beita þessum
athafnaleiðbeiningum við lausn mismunandi
vandamála er hægt að nefna hagnýta
reglusiðfrœði. Lýsingarorðið hagnýtur á