Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1990, Blaðsíða 50

Læknablaðið - 15.01.1990, Blaðsíða 50
48 LÆKNABLAÐIÐ dómgreind leyfir« (2). í þessu kemur fram forrœðishyggja, sem hefir sett mark á siðfræði lækna allt fram á þennan dag. Þama birtist einnig einstaklingshyggja, vegna þess að talað er um velgerð við sjúklinginn. Gagnrýni á þessi viðhorf kemur meðal annars fram hjá samtímahöfundum, sem byggja kenningar sínar á siðfræði Kants (4). Óskaðsemireglan kom löngu síðar fram í latínuformi - Primum non nocere - umfram allt skaltu ekki valda skaða - og hefir verið litið á hana sem grunnreglu í siðfræði lækna. Þessi grunnregla á sér stoð í Hippokratesarhefðinni, því að í Faraldsfræðinni, riti sem kennt er við Hippokrates, segir einungis, að læknir skuli temja sér tvennt, að hjálpa eða að minnsta kosti að valda ekki skaða (5). Ef við nú lítum á upptalninguna hér að framan, kemur í ljós, að nœsta lítið er eftir af texta Hippokratesareiðsins: Oft er þögn lækna rofin, þegar sjúklingur óskar og/eða mikilvægir hagsmunir krefjast þess og fjöldamargar heilbrigðisstéttir hafa beinan aðgang að sjúkraskýrslunni, auuk þess sem vottorð af ýmsu tagi fara um hendur margra annarra en heilbrigðisstarfsfólks.. í einu þjóðlandi Vestur-Evrópu verður læknir nú ekki lögsóttur, þó að hann eigi aðild að líknardrápi. Læknar gera fóstureyðingar og tíminn miðað við aldur fóstursins hefir stöðugt verið færður fram. Skurðlækningar hafa fyrir löngu fengið sess við háborð læknislistarinnar og læknavísindanna. Nú er hins vegar sótt að velgerðarreglunni og óskaðrœðisreglunni vegna meintrar forrœðishyggjunnar: Til sönnunar forræðishyggju (5), er bent á Genfarheit lœkna: »Eg mun hafa heilbrigði sjúklinga minna í huga ofar öllu öðru« (6) og á Alþjóðasiðareglur lækna: »Lækni ber, þegar hann veitir læknisþjónustu, sem hefir þau áhrif að veikja líkamlegt og andlegt ástand sjúklings, að taka einungis mið af hagsmunum sjúklingsins« (7). I Lissabonyfirlýsingunni um réttindi sjúklingsins (8) segir, að lækni beri ávallt að breyta samkvæmt samvizku sinni og ávallt í þágu beztu hagsmuna sjúklingsins, jafnvel þó að honum sé ljóst, að fyrir geti legið raunhæfur siðfræðilegur eða lögfræðilegur vandi. í sömu yfirlýsingu er rætt um sum þau meginréttindi, sem reynt er að veita sjúklingum og verði þeir af þessum réttindum, ber læknum að leitast við með viðeigandi ráðum að tryggja eða endurheimta þau. Feneyjayfirlýsingin um ólœknandi sjúkdóm (9) segir skyldu læknisins vera þá, að koma mönnum til heilsu og þar sem við verður komið, að lina þjáningu og að bregðast þannig við, að beztu hagsmunir sjúklinga hans séu varðir. HIPPOKRATESARHEIMT Væri hér látið staðar numið og engum andmælum hreyft, þyrftum við hugsanlega að taka undir gagnrýni Newtons (1) í upphafi þessa kafla. En í alþjóðlegum siðareglum hefir á undanfömum áratugum kveðið við nýjan tón: I Helsinkiyfirlýsingunni (10) (sem geymir ráðleggingar og leiðbeiningar fyrir lækna varðandi læknisfræðirannsóknir, sem gerðar eru á mönnum) er áherzla lögð á frjálsan vilja einstaklingsins. Læknum er uppálagt, að fræða þá, sem boðin er þátttaka í tilraunum, þannig að þeir geti myndað sér skynsamlega skoðun og skal samþykki þeirra byggt á vitneskju. í endurskoðuðum Alþjóðasiðareglum lœkna (7), er þvi slegið föstu, að læknar eigi að virða réttindi sjúklinga og í Lissabonyfirlýsingunni um réttindi sjúklingsins er fullyrt (8), að sjúklingurinn eigi þann rétt, * að vera frjáls að því að velja sér lækni, * að fá meðferð hjá lækni, sem er frjáls að því að taka klínískar og siðfræðilegar ákvarðanir án utanaðkomandi afskipta, * að gangast undir eða að hafna meðferð eftir að hann hefir fengið fullnægjandi upplýsingar, * að vænta þess að læknir hans virði trúnað og allar upplýsingar er varða læknisfræðileg atriði og einkahagi, * að fá að deyja með sæmd, * að taka við eða hafna andlegri eða siðrænni sefun, þar með talinni hjálp prests hlutaðeigandi trúardeildar. Hér er þó sá galli á gjöf Njarðar, að ofangreind yfirlýsing »felur í sér sum þau
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.