Læknablaðið - 15.01.1990, Blaðsíða 76
70
LÆKNABLAÐIÐ
óháð nauðsyn þess að gefa samþykki sitt eða
til viðbótar þeim upplýsingum, sem upp eru
taldar í sjöttu grein - að læknirinn gefi fullar
upplýsingar um heilbrigði hans, nema að slíkt
geti valdið sjúklingi verulegum skaða.
(Lækni er skylt að afhenda sjúkraskrá, alla eða
að hluta, sjúklingi eða forráðamanni ef það
þjónar ótvíræðum hagsmunum sjúklings (2)).
8. Hægt er að mæla fyrir um það í
landslögum, hvaða lækni beri að gefa þær
upplýsingar, sem vitnað er til í sjöttu og
sjöundu grein.
9.1. Læknir getur, ef almennu
heilbrigðisástandi er ógnað og slíkt leyft
í lögum, beitt rannsókn, einangrun og
þvingunarmeðferð án samþykkis sjúklings, á
þann hátt sem mælt er fyrir í lögum.
9.2. Læknisfræðilega íhlutun, sem nauðsynleg
er vegna rannsóknar glæpsamlegs athæfis
og læknisfræðilega íhlutun, sem dómstóll
fyrirskipar til þess að afla sönnunargagna, má
gera án samþykkis sjúklings, þegar ákvæði eru
um það í lögum.
10.1. Læknir verður að halda leyndum
gagnvart þriðja aðila öllum upplýsingum
varðandi sjúklinginn og heilbrigðisástand
hans, svo og öðrum upplýsingum varðandi
einkamál, sem hann kann að komast að í
starfi sínu. Læknir verður að halda slíkum
upplýsingum leyndum, jafnvel eftir lát
sjúklings. Læknir má hins vegar láta uppi
hverjar þær upplýsingar, sem sjúklingurinn
hefir veitt honum umboð til að gera uppskátt
um, nema landslög banni slíkt.
(Samþykki sjúklings, sem orðinn er 16 ára,
leysir lækni undan þagnarskyldu. Að öðrum
kosti þarf samþykki forráðamanns (21)).
10.2. I landslögum er hægt að mæla fyrir um
undanþágur frá leynd á læknisfræðilegum
upplýsingum, sérstaklega í þágu réttvísinnar,
til þess að koma í veg fyrir glæpsamlegt
athæfi, til vemdar bömum, forvamar
gegn smitsjúkdómum, svo og ef um
atvinnusjúkdóma og meiðsli tengd atvinnu,
eða framkvæmd aðstoðar á vegum
almannatrygginga og opinberrar framfærslu
er að ræða.
10.3. Ákveði læknir að veita sjúklingi ekki
fyllstu upplýsingar um heilbrigði hans, getur
hann, þegar hagsmunir sjúklings réttlæta það,
upplýst þann aðila sem sjúklingurinn hefir
bent á, um atriði málsins eða ef sjúklingurinn
hefir enga slíka vísbendingu gefið, þá þann
aðila sem læknirinn telur bezt til þess fallinn,
af þeim sem nákomnastir em sjúklingi.
10.4. Þegar aðrir læknar og annað
heilbrigðisstarfsfólk, sem bundið er
þagnarskyldu, á aðild að umsjá sjúklings,
getur læknir veitt því þær upplýsingar, sem
nauðsynlegar em til þess, að gera þeim kleift
að rækja skyldur sínar við sjúklinginn.
11.1. Þessar reglur skulu ekki hafa áhrif
á þau sérstöku ákvæði, sem felast í
Ráðleggingum ráðherranefndar Evrópuráðsins
til aðildarríkjanna varðandi lögvemdun þeirra,
sem haldnir em geðtruflunum og vistaðir em
sem geðsjúklingar án eigin samþykkis (46).
B. Máldagi læknis og sjúklings
Með stoð í þeim forsendum, sem felast
í staðhæfðum skyldum læknis er gerður
eftirfarandi máldagi (47):
* Við staðfestum siðferðilega nauðsyn þess,
að standa við þau loforð sem við gefum
og þær skuldbindingar sem við göngumst
undir, þar á meðal skuldbindingar þær
sem felast í þessum máldaga.
* Við staðfestum siðferðilega nauðsyn þess,
að koma hvert fram við annað, sem aðila
í siðrænu samfélagi, þar sem við emm
frjáls í vali okkar, að því tilskildu að
við vanvirðum ekki aðrar siðfræðilegar
fmmkröfur.
* Við staðfestum siðferðilega nauðsyn þess,
að koma heiðarlega fram hvert við annað.
* Við staðfestum siðræna nauðsyn þess,
að eiga ekki virkan eða vísvitandi þátt í
dauða nokkurrar mannveru.
* Við staðfestum siðferðilega nauðsyn
þess, að stefnt sé að jafnrétti í velgerð
við einstaklinga og jafnrétti í aðgangi að
heilbrigðisþjónustu, sem skapar öðmm
sömu tækifæri og við höfum.
* Við staðfestum siðferðilega mikilvægi
þess, að við stuðlum að velferð hvers
annars og komum fram hvert við annað
af virðingu, reisn og samúð.
TILVITNANIR
1. Bennet G. Patients and their doctors. London:
Bailliére Tindall 1979.