Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1990, Blaðsíða 19

Læknablaðið - 15.01.1990, Blaðsíða 19
LÆKNABLAÐIÐ 17 Örn Bjarnason Siöamál lækna 4 GERÐIR SIÐFRÆÐIKENNINGA A well developed ethical theory provides a framework of principles within which an agent can determine morally appropriate actions (1). MÆLIKVARÐAR Á GILDI SIÐFRÆÐIKENNINGA Hægt er að beita mörgum prófum til þess að kanna fullnustu siðfræðikenninga (2). Hugsanlegt er að engin siðfræðikenning standist öll þessi próf, en við skírskotum til þeirra, þegar við reynum að ákvarða, hvaða siðfræðikenningar eða þættir þeirra eru tæk: * í fyrsta lagi œtti siðfrœðikenning að vera eins skýr og mögulegt er, í heild sinni, svo og einstakir hlutar. Skýra kenningu er auðveldara að skilja og auðveldara er að beita henni og ávallt er við hæfi, að gagnrýna kenningu fyrir það, að ljósa hugsun vantar. * I öðru lagi œtti siðfrœðikenning að vera sjálfri sér samkvœm. Þá lágmarkskröfu verður að gera, að hlutar kenningarinnar séu ekki úr samhengi hverjir við aðra og sömuleiðis að einstakir þættir hafi stoð hver af öðrum. * I þriðja lagi ætti kenning að greina rœkilega frá öllum siðferðilegum reglum og siðferðilegum meginreglum og gagnkvœmum áhrifum þeirra. * I fjórða lagi er einfaldleiki kostur kenningar. í henni ættu ekki að vera fleiri reglur og meginreglur en nauðsyn krefur og svo sannarlega ekki fleiri en svo, að fólk geti munað þær og beitt þeim án þess að ruglast á þeim. * í fimmta lagi þarf siðfrœðikenning að gera skil öllu sviði siðferðilegrar reynslu, þar með talið hversdagslegt siðferðismat okkar. Öll tökum við siðferðilegar ákvarðanir daglega, komumst að siðferðilegum niðurstöðum og gefum upp ástæður í nafni siðferðisins. Siðfræðikenningar verða að byggjast á hversdagslegum hugtökum okkar og skoðunum og þær þurfa að fjalla um þessi hugtök og skoðanir á gagnrýnan hátt og fella þær í kerfi. Siðferðileg reynsla okkar og siðfræðikenningar eru venslaðar. Við þróum kenningar til þess að varpa ljósi á reynslu okkar og til þess að ákvarða hvað við ætlum að gera, en við notum líka reynslu okkar til þess að prófa kenningar, renna stoðum undir þær og gagnrýna þær. Ef niðurstöður kenningar stangast algerlega á við hversdagslegt siðferðismat okkar, höfum við fulla ástæðu til þess að hafa uppi efasemdir um kenninguna og hefja leit að annarri. I mörgum málum sem lúta að siðferði, ríkir óvissa um það, hvort kenningunni er áfátt, hvort henni þurfi þá að breyta lítillega og jafnvel hafna eða hvort siðferðislegt mat okkar er rangt. SÉRDRÆGNI GEGN ÓSÉRPLÆGNI Fyrr var spurt: Eigum við rétt á, að hlúa að eigin hagsmunum eingöngu eða verðum við að beygja þá undir siðfræðilegar kvaðir? Þetta er eitt þeirra vandamála, sem Sokrates fékkst við: Ættum við eingöngu að huga að eigin hag, þegar við tökum ákvarðanir okkar, eða ættum við einnig að taka mið af hagsmunum annarra? Valþröngin kemur upp, vegna þess, að það sem siðferðið krefst, er oft andstætt eiginhagsmununum: Góðviljað fólk verður oft að gera huti, sem beinlínis skaðar það. Sokrates varð sjálfur að horfast í augu við þennan vanda. Afleiðing þess, að hann gerði það sem hann taldi rétt, að leita vizkunnar án þess að víkja nokkru sinni af leið, varð sú, að hann týndi lífinu. Sokrates gat ekki sett sér fyrir sjónir, að upp gætu komið árekstrar milli siðferðis og eiginhagsmuna og þess vegna hafði hann þá trú, að ekkert illt gæti hent góðan mann. í siðferðilegri sérdrœgni felst það, að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.