Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1990, Blaðsíða 41

Læknablaðið - 15.01.1990, Blaðsíða 41
LÆKNABLAÐIÐ 1990; 76: 39-46 39 VIII Örn Bjarnason Siðamál lækna 8 SJÚKDÓMAR OG ANNAÐ LÆKNIS- FRÆÐILEGA NEIKVÆTT ÁSTAND »Vandinn er sá,« sagði yfirsjúkdómagreinirinn, »að við vitum ekki hvað amar að - það er ómögulegt að segja til um það, hvort sjúklingurinn er með klukkubólgu, klukkusýki, klukkuæxli eða klukkuveiki. Við stöndum einnig frammi fyrir þeim hugsanlega kosti, að það séu engir slíkir sjúkdómar til. Sjúklingurinn getur verið með einhvem þessara minniháttar klukkukvilla (ef þeir em þá einhverjir) svo sem klukkukröm, klukklinga, klukkuhósta eða klukkusótt. Við verðum að þjálfa sérfræðinga, sem geta fundið út hvað er á þessum sviðum...« (James Thurber: The thirteen clocks). AÐ VERA SJÚKUR EÐA HEILBRIGÐUR í Orðabók Menningarsjóðs (1) er sjúkdómur sagður óeðlilegt (sjúklegt) ástand líkama eða sálar, veikindi, mein. I sama riti telst sjúklingur vera sá, sem haldinn er sjúkdómi - veikur maður og sá sem er sjúkur, er veikur, vanheill, hugsjúkur. Heilbrigði er hins vegar það, að vera heilbrigður og heilbrigður maður er heill, hraustur (=heilsugóður) sjúkdómslaus og honum líður vel líkamlega og andlega. Með öðram orðum: Líffærastarfsemi hans er eðlileg og ótmfluð. Sjúkdómur og heilbrigði em þannig andstæð, ósamrýmanleg hugtök. Því er ekki að furða, þó að gripið sé til þess, að skilgreina heilbrigði út frá andstæðu sinni: Sá er heill, sem ekki er sjúkur. í daglegu tali er ekki erfitt að ákvarða, hvað átt er við með því, að vera sjúkur, andstætt því að vera heilbrigður. Sé hins vegar litið nánar á málið, kemur í ljós, að það er alls ekki auðvelt að skilgreina sjúkdóm og heilbrigði. Það er ekki hvað síst á hugræna sviðinu, að erfitt er að slá föstu, hvað er sjúklegt eða heilbrigt, hvað er eðlilegt eða afbrigðilegt. Sjúkt fólk á að lækna, gera það heilt heilsu og það er hlutverk lækna að ráða bót á sjúkdómum og öðra neikvæðu ástandi. Til þess að það geti orðið, verða menn að vita hvað á að lækna og lækningunni heyrir einnig til, að sjúklingnum skiljist að hann sé veikur. Sé til dæmis um botnlangabólgu að ræða, veldur þetta sjaldnast vandræðum. Komi hins vegar upp sú staða, að læknirinn haldi því fram að maður sé sjúkur, en viðkomandi neitar því staðfastlega, er þá ekki tilraun til lækninga hreinn yfirgangur? Verið getur, að sá sem sagður er sjúkur, afneiti sjúklegu ástandi sínu af þráhyggju, en það getur einnig stafað af því, að hann hafi aðra lífsskoðun en læknirinn (2). Skilningur á því, hvað er sjúkdómur og hvað er heilbrigði, er mjög háður þeirri lífsskoðun, sem ríkjandi er í samfélaginu og þessi skilningur hefir breyzt mikið í aldanna rás (3). Af því ræðst einnig að hluta hvert er inntak og umfang læknisfræðinnar. UMFEÐMI LÆKNISFRÆÐINNAR er skilgreint af því samfélagi, sem hún þjónar. Sænski læknirinn og heimspekingurinn Clarence Blomquist ræðir um það í bók sinni, Medicinsk etik, hvemig læknar hafa fært út mörk greinarinnar. Hann segir læknislistina og félagsleg yfirráð alls staðar komin úr trúarbrögðunum. Læknamir hafi í byrjun tekið að sér nokkuð af hlutverki prestanna og töframannanna og síðan að fullu og öllu. Þegar á tímum Hippokratesar og Galens studdist læknisfræðin til skýringa við vefræna, vélræna sjúkdómsímynd og leiddi það til þess, að mikil áherzla var lögð á þá sjúkdóma, sem við nefnum »líkamlega«. Fyrir þá sjúkdóma, sem við nefnum »geðvefrœna« dugði ímyndin sæmilega, en fyrir þeim sjúkdómum sem við nefnum »geðræna« fór verr. Að svo miklu leyti, sem menn vildu skilja eða gátu skilið á milli »sálar« og »líkama« fengu prestamir að halda yfirráðum yfir »sálinni« (4). Til þess að halda áfram þessari einföldu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.