Læknablaðið - 15.01.1990, Blaðsíða 67
LÆKNABLAÐIÐ
61
ástæða til þess að rjúfa þagnarskyldu vegna
brýnnar nauðsynjar (6).
* Læknir verður ekki leiddur fram sem vitni í
einkamálum gegn vilja sjúklings nema ætla
megi að úrslit málsins velti á vitnisburði
hans eða málið sé mikilvægt fyrir málsaðila
eða þjóðfélagið, hvort tveggja að mati
dómara. I slíkum tilvikum ber læknis að
skýra frá öllu sem hann veit og telur að
hugsanlega geti haft áhrif á málið. Slíkur
vitnisburður skal fara fram fyrir luktum
dyrum (6).
* Læknir getur þrátt fyrir þessi ákvæði veitt
öðrum heilbrigðisstéttum upplýsingar
sé um að ræða rannsóknir og meðferð
sjúklinga. Sama þagnarskylda gildir fyrir
aðrar heilbrigðisstéttir og aðra sem vinna
með lækni. Þagnarskylda fellur ekki niður
við lát sjúklings. Mæli ríkar ástæður með
því, getur læknir látið í té upplýsingar með
hliðsjón af vilja hins látna og hagsmunum
viðkomandi. Sé læknir í vafa getur hann
borið málið undir landlækni. Leiki vafi
á nauðsyn afhendingar sjúkragagna eða
þyki ástæða til vegna ákvæða laga þessara
um þagnarskyldu er lækni heimilt að
afhenda landlækni einum sjúkragögn sem
trúnaðarmál til frekari fyrirgreiðslu (6).
* Læknir er háður eftirliti landlæknis. Ber
landlækni að gæta þess að læknir haldi
ákvæði læknalaga og önnur ákvæði í
heilbrigðislöggjöf landsins. Landlæknir
heimtir skýrslur af lækni viðvíkjandi
störfum hans að heilbrigðismálum í
samræmi við reglur þar að lútandi sem
ráðherra setur að fengnum tillögum
landlæknis og Læknafélags Islands (6).
* Verði læknir í starfi sínu var við mistök
eða vanrækslu af hálfu lækna eða annarra
heilbrigðisstarfsmanna og ætla má að
skaði hljótist af skal hann tilkynna það
landlækni. Sama skylda hvílir á öðrum
heilbrigðisstéttum og öðrum þeim sem
vinna með læknum (6).
* Lækni ber að tilkynna landlækni eins fljótt
og við verður komið verði hann var við
skottulækningar (6).
* Lækni er óheimilt að lána nafn sitt
ákveðinni lækningastarfsemi nema hún
fari að fullu fram á hans ábyrgð samkvæmt
ráðleggingum hans og undir eftirliti hans
(6).
* Lækni er óheimilt að reka lækningastofu
eftir 75 ára aldur. Ráðherra er heimilt að
veita undanþágu frá þssu ákvæði til eins árs
í senn (6).
Um þagnarskylduna var nánar rætt í níunda
kafla, svo og um takmarkanir á auglýsingum
lækna.
HVER ERU VIÐURLÖGIN EF VIKIÐ ER
AF RÉTTRI LEIÐ?
* Lækni, sem brýtur gegn ákvæðum
læknalaga, má svipta lækningaleyfi þó að
ekki teljist sannað að brotið hafi valdið
tjóni sé það þess eðlis að það verði að
teljast honum sérstaklega ósamboðið, svo
sem ef um er að ræða röng og villandi
læknisvottorð eða læknisumsagnir að
órannsökuðu máli, lausmælgi um einkamál
sem hann hefur komist að sem læknir,
alvarlegt hirðuleysi eða ódugnað í störfum
sínum eða annað atferli sem fer í bága við
læknalög. Sé um að ræða ítrekuð brot eða
megi dæma í fangelsi fyrir brot gegn lögum
þessum skal svipta lækni lækningaleyfi (6).
* Landlækni ber, verði hann þess var að
læknir vanrækir skyldur sínar, fer út
fyrir verksvið sitt eða brýtur í bága við
fyrirmæli heilbrigðislaga landsins, að
áminna hann. Aminning skal vera skrifleg
og rökstudd. Landlæknir sendir afrit
áminningar til heilbrigðisráðherra. Komi
áminning ekki að haldi eða sé um að ræða
óhæfu í læknisstörfum ber landlækni að
skýra ráðherra frá málinu og gera tillögur
um hvað gera skuli. Getur þá ráðherra
úrskurðað að viðkomandi skuli sviptur
lækningaleyfi að fullu eða tímabundið, en
skjóta má þeim úrskurði til dómstóla (6).
* Það telst óhæfa í læknisstarfi þegar læknir
uppfyllir ekki þau skilyrði sem krafist var
þegar hann fékk lækningaleyfi, t.d. vegna
heilsubrests sem geri hann lítt hæfan,
óhæfan eða jafnvel hættulegan við störf
vegna vímuefnaneyslu eða vegna þess að
hann hafi kynnt sig að alvarlegu hirðuleysi
eða ódugnaði í störfum (6).
* Telji Lyfjaeftirlit ríksins að rökstudd
ástæða sé til eftirlits með ávísunum læknis
á ávana- og fíknilyf, skal það tilkynnt
landlækni. Getur ráðherra, að tillögu
landlæknis, lagt fyrir lækninn að halda
skrá yfir ávísanir og tilefni notkunar