Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1990, Blaðsíða 47

Læknablaðið - 15.01.1990, Blaðsíða 47
LÆKNABLAÐIÐ 45 sem hópur lífvera sýnir í tengslum við tiltekið sameiginlegt auðkenni eða samstæðu auðkenna og á þann hátt víkja þær frá viðmiðum tegundarinnar, að því marki að þær standa líffræðilega höllum fæti.« I þessari skilgreiningu er lykilhugtakið frávikiðfrá tegundarnorminu, en það er ítarlega rætt í bókinni: Heimspeki læknisfræðinnar - kynning (15) og vísast til þess. Þetta leiðir umræðuna að því, hvað er eðlilegt og hvað er sjúklegt og hvort þar sé eðlismunur á. MÖRK HINS HEILBRIGÐA OG SJÚKLEGA Víkjum nú aftur að spumingunni um náttúrugerðir: Felst það, að vera sjúklegur, í því að hafa tiltekið eðli? En þá erum við í þeirri hættu sem fyrr, að gera eðlishyggjurökvilluna (6). Svarið er neikvætt: I sjúklegu ástandi felast ekki náttúrugerðir. í fyrsta lagi er eðli sjúklegs ástands ekki frábragðið eðli hins heilbrigða. Þannig er margs konar ástand þannig, að það einkennist af sýkingu af völdum örveru, til dæmis berklar, mislingar og bamaveiki. Hins vegar verja mjólkursýrugerlar göm ungbama fyrir óheppilegum áhrifum saurgerla og sýklar ræktast oft úr hálsi fólks án þess að nein merki sjúklegra breytinga finnist. / öðru lagi mætti setja fram þær fullyrðingar, að sjúklegt ástand sé sérstaks eðlis og þar af leiðandi sjúklegt og að allt sjúklegt ástand sé þess eðlis, að það geti valdið skaða eða bilun. í leit okkar að sérstakri gerð skýrandi eðlis, sem gerir ástand sjúklegt, verðum við síðan að finna svipmót á eðli ástandsins, sem skýrir út frá orsök þá þætti sem birtast og máli skipta. Með því að lýsa eðli sem »skaðlegu« eða »færu um að valda bilun« er því hins vegar lýst samkvæmt áhrifunum. Með öðmm orðum gefum við okkur það sem forsendu, sem átti að sanna. Þess vegna nægir ekki að hafa það »eðli« að geta valdið skaða eða bilun. I þriðja lagi em sum ferli eðlileg og verða ekki flokkuð sem sjúkleg. Þannig felur öldmn í sér ýmsar hrömunarbreytingar, sem skaða einstaklinginn og draga hann smátt og smátt til dauða. Samt er öldmn ekki flokkuð sem sjúkdómur. Það er vegna þess að öldrunarferlið er eðlilegt. / fjórða lagi fer það ekki aðeins eftir eðli ferlisins, hvort það er sjúklegt eða ekki, heldur einnig eftir tengslum lífvemnnar við umhverfi sitt. / fimmta lagi er ástæða til að ætla, að sumt sjúklegt ástand sé í eðli sínu ekki eigindlega frábragðið né megindlega úr tengslum við eðli normsins og sumir sjúkdómar em aðeins frávik frá norminu. Sú skoðun hefir jafnvel komið fram, að hugsanlegt sé að í ljós komi, að allir sjúkdómar séu að sínu leyti frávik frá norminu (6). SJÚKDÓMSHUGTÖK í DAGLEGU STARFI í bók, sem ber sama nafn og þessi kaflahluti, ræðir danski heimspekingurinn Uffe Juul Jensen um þau vandamál, er blasa við þeim hópi, sem fæst við meðferð fólks innan heilbrigðiskerfisins (16). í formála bókarinnar segir: »Sjúkdómshugtakið og sjúkdómsskilningurinn breytist í samræmi við almenna þróun í samfélaginu. Nýir sjúkdómar og ný heilbrigðisvandamál koma upp í kjölfar breyttra lífshátta. Ný viðhorf breyta tilvistarkröfunum, þar með töldum kröfunum til líkamlegrar, geðrænnar og félagslegrar velferðar. Sjúkdómsskilningurinn verður fyrir áhrifum af þróun læknisffæðinnar og þar með af breyttum meðferðartiltökum. Samband læknis og sjúklings breytist vegna sérhæfingarinnar og því sem henni fylgir: Fleiri og fleiri taka þátt í meðferð hvers sjúklings« (17). Höfundur beinir sjónum að háþróuðu iðnaðarsamfélaginu og vel búnu heilbrigðiskerfinu. Stór hópur manna fæst þar við það, að meðhöndla aðra. Þennan hóp nefnir hann klíníska teimið - det kliniske kollektiv. Höfundur staðhæfir, að klíníska teimið búi við aðferðafræðilega kreppu og spyr, hvort við ráðum yfir aðferðum, sem hægt sé að beita, til þess að slá því föstu hvað sjúkdómur sé, hver sé rétta meðferðin. Niðurstaða hans er sú, að engin þeirra aðferða,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.