Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1990, Blaðsíða 26

Læknablaðið - 15.01.1990, Blaðsíða 26
24 LÆKNABLAÐIÐ Annars vegar er horft fram á við og áherzla lögð til dæmis á framtíðarhamingju (á ensku forward looking eða consequentialist) og hins vegar þegar talið er að fortíðin hah vægi til jafns við framtíðina (non-consequentialist). B. í ÞÁGU HVERS? Hér þarf að greina á milli tvenns konar svara, þeirra sem eru persónutengd og þeirra sem eru persónuhlutlaus (2). a) Persónutengd svör skynja hið góða, sem hvaðeina það er telst gott, séð frá ákveðnu sjónarhomi. Þannig er regnið eftir þurrk af hinu góða fyrir bóndann, en sama máli gegnir ekki um ferðalangana, sem hafa fengið leyfi til þess að tjalda við túngarðinn. Samkvæmt þessu er mönnum það gott, sem kemur þeim vel. Það, hversu gott líf manns er, er undir því komið, hve mikið í því er velkomið og hve mikið óvelkomið, að eigin mati. Greint er á milli fjögurra aðalflokka persónutengdra svara (2): 1) I siðfrœðilegri sérdrœgni (sjá þriðja kafla) er staðhæft, að einungis skuli hyggja að hag gerandans. Til þessa flokks heyra sœldarhyggjusérdrœgni og hamingjustefnusérdrœgni, en í þeirri síðamefndu er hið góða talið mælanlegt, en án óskoraðra marka annarra en hástigunar. Þá er persónuleg fullkomnunarleit, þar sem hið góða er einnig talið mælanlegt, en hefir óskomð mörk og að síðustu sáluhjálparhyggja, en þar er hið góða ómælanlegt, eins og við höfum þegar séð. 2) Siðfrœðileg úrvalshyggja felur í sér að eingöngu skuli tekið mið af hag þeirra, sem veljast eða valdir em úr, venjulega vegna atgerfis, gáfna eða annars, sem talið er setja þá ofar öðrum mönnum. Þannig áleit Nietzsche að réttar gerðir væru þær, sem efla mannlega yfirburði. Mannkyninu beri að skapa mikilmenni og gera þeim kleift að láta yfirburði sína njóta sín. Þjóðfélagið verður þess vegna, að setja til hliðar kröfur þeirra miður gefnu um það, að hagur þeirra sé einnig virtur. 3) Siðfrœðileg nœrhópskennd er tjáð í því, að eingöngu skuli tekið tillit til hags nærhóps gerandans. Sá nærhópur getur verið bundinn við stétt hans, við annað kynið, stjómmálaflokk, kirkjudeild, kynþátt eða þjóð. 4) Siðfrœðileg algildiskennd krefst þess, að hagur alls mannkyns sé tekinn með í reikninginn. Þessari gerð heyrir til nytsemistefna. I vinsælustu útgáfum hennar eru svör af þessu tagi, við spumingunni um það hvers hag skuli virða, tengd einhverri útgáfu mælanlegs skilnings á hinu góða, í svarinu við fyrstu spumingunni: Hvað er gott? Nú ber þess að geta, að þó svo að öll fyrrgreind svör séu persónuháð, eru siðfræðileg úrvalshyggja og nytsemistefna háð gerandanum. Með öðrum orðum: I fyrra hópnum eru þeir, sem koma til mats varðandi gæðin sem í boði eru, ekki skilgreindir með hliðsjón af gerandanum, en hann er sú mannvera sem siðferðilega réttar athafnir em kannaðar fyrir. Þetta þýðir, að læknir sem aðhyllist nytsemistefnu og þarf að ákvarða um meðferð á sjúklingahópi og hefir yfir takmörkuðum birgðum lyfs að ráða, verður að horfa framhjá því, hvemig það hafi áhrif á hag nærhóps hans, þar sem honum ber að stuðla að sem beztum hag sem flestra manna, án tillits til þess, hvort það fólk telst mikilvægt eða ekki. Urvalshyggjusinninn verður hins vegar að hlúa að hag þeirra, sem verðmætastir teljast. Nœrhópskenndin krefst þess, að gerandinn efli hag þeirra, sem teljast til hópsins (hver svo sem fjöldi þeirra er og hverjir svo sem verðleikar þeirra eru). Að síðustu, eins og við höfum áður séð, verður svo sérhyggjusinninn að skara eld að sinni köku, efla sinn hag, sem mest hann má. í lokin þarf svo einungis að hnýta því við, að gerendumir verða hver um sig að bregðast við eins og lýst er, án tillits til þess, á hvem hátt það muni hafa áhrif á hag þeirra, sem lenda utan skilgreiningarinnar í hverju tilviki. b) Persónuhlutlaus svör lýsa, andstætt þeim sem rædd vom hér á undan, hinu góða sem skilyrðislaust góðum hlut og þar með er það óháð þeim, sem hið góða fellur í skaut. Þeir sem aðhyllast þessa skoðun, telja að spumingin um það, hver eigi að njóta gæðanna, sé í bezta falli minniháttar og í versta falli ómarktæk (2).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.