Læknablaðið - 15.01.1990, Blaðsíða 52
50
LÆKNABLAÐIÐ
í 10. og 11. grein Codex Ethicus segir enn
fremur, »að lækni hlýðir að birta nýjungar í
fræðigrein sinni með mikilli gát. Hann má
ekki gefa fyrirheit um undralækningar né
heldur gefa í skyn, að honum séu kunn lyf
eða lækningaaðferðir sem ekki séu á vitorði
lækna almennt... og ... lækni er ósæmandi að
vekja á sér ótilhlýðilega athygli eða gefa í
skyn yfirburði sína yfir aðra lækna með því
að hampa eða láta hampa menntun sinni,
þekkingu, hæfni, afrekum eða vinsældum,
hvort heldur er í auglýsingum, viðtölum,
blaðagreinum, ritgerðum, fyrirlestrum,
útvarpserindum, sjónvarpi eða á annan hátt.
Læknir má ekki leyfa notkun á nafni sínu,
aðstöðu eða lærdómstitli í auglýsingum um
lyf, sjúkravörur eða neinn þann vaming, sem
talinn er lækna eða koma í veg fyrir sjúkdóma
eða sjúkkdómseinkenni. Ummæli um lyf eða
sjúkravörur í faglegu sambandi, greinum eða
fyrirlestrum, teljast ekki til auglýsinga, enda
sé þar ekki um fjárhagsvon að ræða.«
Hér ber ekki annað á milli en það, að í
læknalögum hefir gleymzt (?), að setja
inn heimild fyrir lækna til þess að auglýsa
starfsemi sína í símaskrá. Hins vegar eru
siðareglumar mun nákvæmari en lögin, enda
ætlað að leiðbeina um athafnir.
Ekki eru opinber stefna og siðareglur lækna
alls staðar jafn samhljóma:
A. Arið 1979 gaf Federal Trade Commission
út tilskipun til Ameríska læknafélagsins
(AMA) og tveggja svæðafélaga þess efnis,
(6) (to) »cease and desist from restricting,
regulating, impeding, declaring unethical,
interfering, advising against the advertising...
of physician’s services« (5).
B. Á Bretlandi hefir það síðan nýverið gerzt,
að Monopolies and Mergers Commission
hefir úrskurðað, að vissar takmarkanir
á auglýsingum á starfsemi lækna séu
andstæðar samkeppni og gangi gegn
hagsmunum almennings (15). í leiðara brezka
læknablaðsins, BMJ, kemst framkvæmdastjóri
BMA að þeirri niðurstöðu, að félagið
verði að breyta leiðbeiningum sínum um
auglýsingar lækna eða eiga ella á hættu
»heavy penalties under the restrictive practices
legislation« (16). Þessi afstaða er í samræmi
við samþykkt Alþjóðafélags lækna um það,
að eigin auglýsingar lækna teljist siðferðilega
rangar, nema að leyfðar séu í landslögum og
siðareglum læknafélags viðkomandi lands
(17).
2. Að valda dauða annarrar mannveru
»Sem almennur borgari verð ég að fallast á
það, að þingið gæti lögleitt dráp á óæskilegum
einstaklingum, en sem læknir hlýt ég að
vita, að ákveðin atriði, sem tilheyra siðfræði
starfsstéttar okkar, verða ekki réttlætt eða gerð
viðeigandi með lagasetningu« (17).
í þessari tilvitnun felst ekki einungis það,
að læknar hafi sérstakar skyldur, að því er
varðar það að viðhalda lífi, heldur einnig
það, að læknar búi yfir einhverri þekkingu
um hlutverk lækna, sem aðrir hafi ekki.
Yfirlýsing af þessu tagi er næsta haldlítil.
Ætlist starfsstétt til þess, að aðrir taki
alvarlega túlkun á siðferðilegum kröfum
starfshlutverksins, nægir ekki eingöngu að
staðhæfa, að siðferðilegu skorðumar séu
heimfæranlegar á þá sem utan stéttarinnar
standa, heldur verða þær einnig að vera öðrum
skiljanlegar. Ákvörðun um það hvort meðferð
skuli hætt eða að hún verði ekki hafin, er
tekin fyrir opnum tjöldum og ákvörðunin
varðar fleiri en lækna. Því er mikilvægt að
fullur skilningur ríki.
Löggjöf er víðast sagnafá, en nýlega hafa
verið kveðnir upp dómar um líknardauða
í Hollandi, sem kveða á um það, að læknir
verði ekki lögsóttur, þó að hann eigi aðild að
líknardrápi.
3. Að varðveita trúnað
í Codex Ethicus segir í grein II.3: »Lækni er
skylt að forðast af fremsta megni að hafast
nokkuð að, er veikt gæti trúnaðarsamband
hans við sjúklinga. Honum er óheimilt að
ljóstra upp einkamálum, sem sjúklingar
hafa skýrt honum frá eða hann hefur fengið
vitneskju um í starfi sínu, nema með samþykki
sjúklingsins, eftir úrskurði eða samkvæmt
lagaboði. Einnig ber honum að áminna
samstarfsfólk um að gæta fyllstu þagmælsku
um allt, er varðar sjúklinga hans.«
Síðan segir í grein II.4: »Lækni ber að
halda til haga gögnum, sem skipt geta máli í
samskiptum við sjúklinga eða aðra aðila síðar.
Um afhendingu slíkra gagna fer eftir reglum
greina 1.9 og II.3 í Codex þessum.«
í grein 1.9 er meðal annars þetta að finna:
»Lækni ber að vanda til vottorða og