Læknablaðið - 15.01.1990, Blaðsíða 39
LÆKNABLAÐIÐ
37
vinnumálastofnunarinnar í Philadelphia 1944
um félagslegt öryggi fyrir alla. Sú samþykkt
vísar aftur til Atlantshafssáttmálans, sem
gerði ráð fyrir «fyllstu samvinnu milli allra
þjóða á sviði atvinnumála, með það fyrir
augum að tryggja aukið öryggi hvað atvinnu
snertir, efnahagslegar framfarir og félagslegt
öryggi. Síðar afgreiddi aðalfundur Alþjóða
vinnumálastofnunarinnar samþykkt þá um
lágmark félagslegs öryggis (12), sem vitnað er
til í grein 12.2 í Félagsmálasáttmála Evrópu.
SAMFÉLAGSSÁTTMÁLINN
Að gefnum þeim forsendum, sem felast í því
sem rætt hefir verið, leyfi ég mér að grípa til
kenningar Bandaríkjamannsins Johns Rawls
um réttlœti sem óhlutdrœgni (13). Frásögn
hans felur í sér þá staðhæfðu skoðun, að við
eigum að deila jafnt öllum efnahagslegum
gæðum og þjónustu, nema ójöfn útdeiling
kæmi þeim raunverulega til góða, sem minnst
mega sín. Hann setur viðhorf sín fram í
tilgátusamfélagssáttmála, sem hann segir
sóttan að verulegu leyti í skilning Kants
á sjálfræði. I frásögn Rawls felst, að þær
meginreglur eru gildar, sem við myndum
öll fallast á, ef við gætum skoðað félagslegu
aðstæðumar frá þeim sjónarhóli, sem hann
kallar »upphaflegu stöðuna«. Reynt er að
tryggja jafnræði í þessari tilgátustöðu, með
því að koma á frjálsum jafnræðissamningum
milli málsaðila og jafnframt er þátttakendum
ókunnugt um eigin auðkenni og um þá
aðstöðu, sem þeir hafa eða munu fá.
Samkvæmt þessu mætti hugsa sér eftirfarandi
afstöðu til opinberrar heilbrigðisstefnu:
Skynsamir þátttakendur myndu kjósa
meginreglur um réttlæti, sem gætu hugsanlega
veitt þeim aukna hlutdeild í frumgæðum,
til þess að geta varið lífsnauðsynlega
hagsmuni við óvissar og jafnvel voveiflegar
aðstæður. Þessir aðilar myndu þannig velja
félagslega úthlutun, sem vemdaði heilbrigði
og heilbrigðisþarfir allra, teljist heilbrigði til
fmmgæða. Svarið við þeirri spumingu felst
hins vegar í yfirlýsingunni um heilbrigði sem
fmmrétt mannsins.
Þessi túlkun á kenningu Rawls, að því er veit
að heilbrigðisþjónustu fyrir alla landsmenn,
felur í sér jafnréttisvísbendingar: Hverjum
manni, konu og bami ætti að tryggja sama
aðgang að fullnægjandi heilbrigðisþjónustu á
öllum sviðum. Úthlutunin er í samræmi við
þarfir og þörfum yrði svarað með jafngildum
aðgangi að þjónustu.
Heimfært á íslenzka heilbrigðisþjónustu mætti
túlka kenningu Rawls á eftirfarandi hátt:
í upphaflegu stöðunni varð samkomulag
allra aðila um það, að komið skyldi á
heilbrigðisþjónustu og allsherjartryggingum,
sem byggðar væru á meginreglu um réttlæti.
Jafnframt var staðfest að heilbrigði er
fmmréttur hvers manns og að ríkisstjómir bera
ábyrgð á heilbrigði þjóðarinnar.
Staðfestingu ríkisstjóma á því, að
samfélagssáttmálinn er í gildi, finnum við í
lögum um heilbrigðisþjónustu númer 56/1973,
57/1978‘Og 59/1983, sem öll geyma ákvæðið
um það, að allir landsmenn skuli eiga kost á
fullkomnustu heilbrigðisþjónustu, sem hægt
er að veita til vemdar andlegri, líkamlegri og
félagslegri heilbrigði.
Þessar hugrenningar byggja á ýmsum
samningsbundnum atriðum og þeirri forsendu
að allir menn eigi tiltekin réttindi. Því þarf að
huga nánar að eðli þessara réttinda og verður
það gert síðar.
Ljóst var af umræðunni um heilbrigði, að þar
vom ekki öll kurl komin til grafar. Þar vantar
umfjöllun um sjúkdómshugtakið og verður
það því tekið fyrir í næsta kafla.
TILVITNANIR
1. Benditt TM. Rights, Totowa, New Jersey: Rowman
and Littlefield 1982, s. 1.
2. Universal Declaration of Human Rights of the
United Nations 1948.
3. Intemational Convenant on Economic, Social and
Cultural Rights. United Nations 1966.
4. World Health Organization: Formulating strategies
for health for all by the year 2000. »Health for all«
series, no. 2. Geneva: WHO 1979.
5. World Health Organization: Alma-Ata 1978. Primary
Health Care. Report of the Intemational Conference
on Primary Health Care Alma-Ata, USSR, 6-
12 September 1978. Jointly sponsored by the
World Health Organization and the United Nations
Children’s Fund. »Health for all« Series, no. 1.
Geneva: WHO 1978. (Sjá Læknablaðið 1983; 69:
272-4).
6. Auglýsing um þátttöku fslands í Evrópuráðinu nr.
74 10. marz 1950. Stjómartíðindi C 1950 s. 163.
Fylgiskjal, Stofnskrá Evrópuráðsins.