Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1990, Blaðsíða 20

Læknablaðið - 15.01.1990, Blaðsíða 20
18 LÆKNABLAÐIÐ ávallt þegar upp kemur árekstur milli þess sem einstaklingur vildi gera og þess sem siðferðilegar reglur samfélagsins segja fyrir um, að hann ætti að gera, eigi hann rétt á að gera eins og honum sýnist. Þar sem kröfur rekast á, ber að úrskurða einstaklingnum í hag. I siðferðilegri ósérplœgni felst hins vegar, að einstaklingurinn verður einnig að taka tillit til hags annarra: Hann verður stundum að virða að vettugi eigin hag, til þess að gera það sem rétt er. Siðferðileg sérdrægni og ósérplægni eru fyrst og fremst kenningar um það, hvað einstaklingur á rétt á að gera, þegar hann stendur andspænis því, að átök verða milli eiginhagsmuna hans og hagsmuna annarra. Þessar kenningar hafa einnig sálfræðilega dýpt: Sálfrœðileg sérdrœgni felur í sér, að einstaklingar séu aðeins hvattir af eiginhagsmunum; þeir muni ávallt velja það, sem þeir halda að sé þeim fyrir beztu. Manni geti orðið á að skaða sjálfan sig, en það geri hann aldrei af ásettu ráði. Sálfrœðileg ósérplœgni gefur til kynna, að einstaklingar geti breytt þannig, að þeir taki mið af hag annarra. Hún gengur þannig út frá því, að þegar menn bregðast við af frjálsum vilja, muni þeir ekki undantekningarlaust keppa að því, sem þeir telja sér til hagsbóta. SÉRDRÆGNI OG ÓSÉRPLÆGNI SEM KENNINGAR UM ÁHUGAHVÖT Heimspekileg sérdrægni gefur lýsingu á ýmsum gæðum, sem hver og einn sækist eftir, en oftast er hamingju eða ánægju lýst sem markmiði allrar mannlegrar viðleitni. Fólki þykir vænst um sjálft sig. Þess vegna er eftirsókn eftir eigin hamingju aðalathafnasemi þeirra og sjálfselska einasta hvatning allra frjálsra gerða. Til stuðnings sálfrœðilegri sérdœgni er bent á það, að við sjáum daglega fyrir okkur hvemig menn hegða sér. Við tökum eftir, að yfirgnæfandi meirihluti mannlegra athafna miðar að því, að ná einhverjum persónulegum ábata eða að því, að losa viðkomandi við óþægindi eða sársauka. Þó virðist fólk stundum bregðast við í annarra þágu. Dæmi um það er, að fólk gefur til góðgerðarstarfsemi eða fómar sér fyrir böm sín. Talsmenn sérdrægninnar halda því þá fram, að það sem við fyrstu sýn virðist ósérplægni, sé það alls ekki. Menn gefa vegna þrýstings frá öðmm eða vegna sektarkenndar og við fæmm fómir fyrir bömin okkar, vegna þeirrar ánægju sem við höfum af velgengni þeirra. Við verðum að viðurkenna að þeir hafa nokkuð til síns máls, að margar ósérplægniathafnir verða af eigingjömum aðstæðum. Önnur röksemdaleiðsla fyrir sérdrægni er byggð á könnun á mannlegri áhugahvöt. Gemm ráð fyrir þvi, að maður aðhafist eitthvað til hagsbóta fyrir annan. Hvað veldur því að hann bregst þannig við? Það sem fær hann til þess að hafast að, er löngun hans í framtíðargæðin. Með öðmm orðum: I hvert sinn sem ég hefst eitthvað að af frjálsum vilja, er það til þess að fullnægja eigin óskum. GAGNRÝNI Á SÁLFRÆÐILEGA SÉRDRÆGNI Fyrri röksemdafœrslan er ekki nægileg til þess að staðfesta gildi sálfræðilegrar sérdrægni. Sérdrægnikenningin felur í sér, að hvöt allrar breytni sé eigingimi. Að halda því fram, að mikill hluti breytni sé af síngimihvötum, nægir ekki til sönnunar. Þar að auki hefir verið bent á, að í daglegu lífi sjáum við sönnur ósérplægninnar og afsönnun sérdrægninnar. Við sjáum alls staðar dæmi þess að menn sýna af sér góðvild og gjafmildi, ást og virðingu, samúð og þakklæti. Önnur brjóstvitsrökfærsla gegn sálfræðilegri sérdrægni er sú, að sá sem fylgir óskum sínum án umhugsunar, breytir stundum gegn eigin hagsmunum. Dæmi þess er, að hann éti eða drekki of mikið og verði veikur af eða vinni óhæfuverk í ölæði. Það að fara eftir meginreglunni um sjálfselsku, er ekki það sama og það að breyta á þennan hátt til þess að fullnægja óskum okkar. Óskir okkar þarf að skoða með hliðsjón af því, hvort fullnæging þeirra geti leitt af sér skaða. Við þekkjum það af reynslunni, að við fylgjum ekki löngunum okkar sjálfkrafa, heldur metum við hugsanlegar afleiðingar þess, að breyta á tiltekinn hátt. Geti maður haft hemil á löngun til þess að hlúa að eigin hag, er ekkert sem hindrar að hann haldi löngunum sínum í skefjum, í því skyni að verða öðrum til hagsbóta. Geti maður valið, undan hvaða löngunum hann lætur, sýnist ljóst að hann geti valið á milli sérdrægni- og ósérplægnióska.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.