Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.10.1994, Qupperneq 9

Læknablaðið - 15.10.1994, Qupperneq 9
LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 357 fannst ekki neinn munur á körlum og konum fyrr en eftir 74 ára aldurinn, þá byrjaði Hb- skortur sem reyndist vera hjá 41% karla og hjá 21% kvenna á níræðisaldri (11). Erfitt er að setja viðmiðunargildi fyrir Hb í gömlu fólki vegna erfiðleika við að finna réttan úrtakshóp með tilliti til þess hvað teljast megi heilbrigt. Grannskoðun stórra gagnabanka urn sjúklinga og varleg túlkun niðurstaðna getur hins vegar verið hjálpleg til að átta sig á ein- kennum þeirra hópa sem sjúklingarnir koma úr (12,13). I lítilli forrannsókn á ferlisjúklingum (ambulant patients) fundum við aukna tíðni Hb-skorts og meiri lækkun Hb-styrks með hækkandi aldri hjá gömlum körlum en gömlum konum. í þessari grein birtum við niðurstöður rannsóknar á aldurs- og kynbundnum breyt- ingum á Hb í blóði rúmlega 16.000 manns sem vísað var til almennrar rannsóknarstofu í efna- og blóðmeinafræði. Með tölfræðilegri rann- sókn og útilokun á gildum sem líkleg voru til þess að hafa áhrif á (umbylta; confound) nið- urstöður höfuin við kannað hvort niðurstöð- urnar gætu hafa orðið til fyrir tilviljun eða ein- hvers konar bjögun við vai einstaklinga. Efniviður og aðferðir Efnividnr: Unnið var úr tölvutækum upplýs- ingum frá almennri rannsóknarstofu í efna- og blóðmeinafræði þar sem allar algengustu rann- sóknir í greinunum, um 100 mismunandi mæl- ingategundir, eru framkvæmdar. Allir sjúk- lingar sem vísað var til stofunnar af sérfræðing- um og heimilislæknum á þremur og hálfu ári 1987 til 1990, voru teknir inn í rannsóknina. Heimilislæknar vísuðu 46% sjúklinganna, lyf- læknar 26% og aðrir sérfræðingar 28%. Gögn frá sérstökum sjúklingahópum eins og frá kvennadeildum eða öldrunardeildum voru ekki tekin með í rannsóknina. Fullkomin blóðrannsókn (Hl, Technicon) var aðgengileg til könnunar frá 16.330 manns, 6790 körlum og 9540 konum. Ef sjúklingur hafði komið oftar en einu sinni var síðasta koma valin inn í rann- sóknina. Blóðsýni voru tekin úr bláæð í olnbogabót sjúklinga sitjandi í stól. Blóðtakan fór fram á tímabilinu níu að morgni til þrjú síðdegis og voru sýnin sett í plastglös með EDTA. Sýnin voru mæld innan tveggja klukkustunda frá töku. Meðalrúnnnál rauðra blóðkorna (MCV=mean corpuscular volume) var alltaf mælt með Hb og sökkið einnig í yfir 99j%> til- fella. Kreatínín í sermi og heildarprótín voru ntæld í 46% og 20% einstaklinganna. Tölfrœðilegar aðferðir: Þar eð rannsóknar- hópurinn var engan veginn slembiúrtak varð að kanna á hvern hátt niðurstöður gátu verið háðar vali hópsins. Niðurstöðurnar voru þess vegna kannaðar með fjölfaldri aðhvarfsrann- sókn (multiple regression analysis) þar sem kannaður var breytileiki meðal lækna, sem og breytileiki MCV, sökks, serum kreatíníns og prótíns, sem höfðu verið mæld í sýnunum um leið og Hb var mælt. Til þess að finna áhrif þessara umbyltandi þátta var notuð tveggja þrepa aðferð. Fyrst var eftirfarandi línuleg að- hvarfsrannsókn könnuð: Hb = kyn+aldur+kyn*aldur +MCV +MCV*kyn+kreat+sökk+prótín+læknir {1} Allar breytur í þessari aðhvarfsrannsókn voru flokkaðar (categorie) og eru skilgreining- arnar sýndar í töflu. Samspil milli kyns og ald- urs er táknað með kyn*aldur og svo framvegis. Til þess að minnka áhrif af útlægum tölum (outliers) í gagnagrunninum var ný aðhvarfs- uppsetning metin þar sem aðeins voru notuð gildi sem voru innan viðmiðunarmarka sökks og MCV, það er að segja sökk=l og MCV=2 Table. Selection of categories for variables used in the multiple regression analysis*. Sex MCV ESR Serum creatinine Serum total protein Age Doctors Males Females < 81 > 80, < 97 > 96 < 17,males < 26,females > 50 Missing value < 116,males < 101,females Elevated creatinine Missing value < 65 > 64 Missing value 20-29 30-39 40-49 50-59 60-69 70-79 80+ Normal Hb Low Hb High Hb Few patients * Each variable has been classified into 2-7 categories used in the multiple regression analysis (see formula {1} in text).
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.