Læknablaðið - 15.10.1994, Side 11
LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80
359
fyrir karla og 120g/l fyrir konur (14), fannst
vaxandi tíðni blóðrauðaskorts fyrir bæði kyn
með auknum aldri (mynd 3). Petta var sérstak-
lega greinilegt fyrir karlana þar sem sjá mátti
veldisrænan vöxt blóðrauðaskorts með hækk-
andi aldri og yfir 25% tíðni blóðrauðaskorts
meðal karla 80 ára og eldri. Andstætt þessu
mátti sjá að konur á aldrinum 20 til 50 ára
höfðu um fjórum til fimm sinnum meiri tíðni
blóðrauðaskorts en karlar á þeim aldri.
Pegar áhrif nokkurra þátta, sem gátu hugs-
anlega hafa umbylt eða skapað breytingar á
Hb-gildum, voru könnuð kom í ljós sterk nei-
kvæð fylgni milli Hb og sökkgilda. Næst á eftir
kyni hafði sökkið mest áhrif á Hb-styrkinn en
MCV hafði miklu minni áhrif og aðallega hjá
konum. Lítil áhrif á Hb-breytingar mátti rekja
til tilvísandi lækna og enn minni til kreatíníns
og heildarprótína í sermi. Meðalgildi Hb eftir
aldri og kyni, þegar tekið hefur verið tillit til
framangreindra áhrifa, eru sýnd á mynd 4 með
upphaflegu Hb-gildunum. Þegar umreiknuðu
Hb-gildin samkvæmt jöfnu {2}, þar sem gert er
ráð fyrir að MCV=90 og kreatínín og prótín
séu innan viðmiðunarmarka, voru borin saman
við upphaflegu gildin, kom í Ijós að umbyltandi
áhrif höfðu verið til staðar. Meðalgildi Hb eftir
aðhvarfsrannsóknina sýndu samt sem áður að
6,8g/l lækkun hjá körlum hafði átt sér stað frá
sextugsaldri og fram yfir áttrætt. Þetta var öf-
ugt við marktæka hækkun Hb-gilda (2,5%)
umreiknaða með sama hætti hjá konum í sömu
aldurshópum og þar virtist hækkunin byrja
fyrir 60 ára aldurinn. Það sést einnig á mynd 4
að tölfræðileg meðhöndlun og útilokun gilda
utan viðmiðunarmarka hafði mest áhrif í elstu
aldurshópunum. Þegar leiðrétt hafði verið
fyrir umbyltandi (confounding) þáttum voru
áhrif alduri;kyn-breytunnar ennþá marktæk
með F-gildi = 39 og p = 0,003.
Umræða
Hægfara lækkun á Hb-styrk í blóði með
hækkandi aldri hefur oftast, en ekki alltaf,
verið niðurstaðan þegar hópar aldraðra hafa
verið kannaðir með tilliti til þess og hefur þetta
verið meira áberandi meðal karla (1). í könnun
okkar höfum við hins vegar fundið marktæka
hækkun hjá konum við hækkaðan aldur og
virðist hún hefjast fyrir tíðahvörf, en hjá körl-
um hefst lækkun eftir 60 ára aldur.
Ýmsir þættir eins og erfðir, kynstofn, menn-
ing og umhverfi gætu haft áhrif á niðurstöður.
Age groups (years)
Mynd 3. Algengi blóðraudaskorts hjá mismunandi aldurs-
hópum karla og kvenna. Blóðrauðaskortur hefur verið
ákvarðaður samkvœmt stöðlum, sem WHO (11) hefur mælt
með: < 13 g/lfyrir karla og < 12 g/l fyrir konur.
155 -
Men
Age groups (years)
Mynd 4. Meðalgildi blóðrauðastyrks í blóði hnituð á móti
aldri fyrír (-■-) og eftir (-x-) aðhvarfsrannsókn (multiple
regression analysis). Einstaklingar sem höfðu gildi utan við-
miðunarmarka einhverra þeirra breyta sem mældar voru (sjá
töflu), voru ekki teknir með. Þannig voru 12.002 einstaklingar
af16.332 í lokarannsókninni. Gagnstœðar tilhneigingar Hb-
styrks hjá köríum og konum eftir aldri koma vel í Ijós eftir
tölfrœðilegu meðhöndlunina.
Mismunandi rannsóknaraðferðir eða mismun-
andi þjóðerni gætu einnig hafa gert niðurstöð-
ur óhæfar til samanburðar. íslendingar ættu að
hafa haft jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu
sem hefur að mestu verið rekin af opinberu fé.
Meðalævi íslendinga á árinu 1989 var 75,71 ár
hjá körlum og 80,29 ár hjá konum (15).
Mikill fjöldi einstaklinga í könnun okkar
hefur í för með sér að tiltölulega litlar breyting-
ar verða tölfræðilega marktækar. Blóðrann-
sókn með öllum helstu þáttum rauðra blóð-
korna og sökki var gerð á um það bil 80%