Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.10.1994, Page 27

Læknablaðið - 15.10.1994, Page 27
LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 375 Getuleysi meðal íslenskra karla Magnús Gottfreðsson1,21, Guðmundur Vikar Einarsson2>' Guðmundur S. Jónsson31 Gottfreðsson M, Einarsson GV, Jónsson GS Iinpotence among Icelandic niales 1986-1991 Læknablaðið 1994; 80: 375-80 The estimated prevalence of impotence in western societies approximates 7%. A retrospective descrip- tive study was performed on 282 Icelandic males (mean age 53.5 years, range 19-79) referred for evaluation of impotence during the period 1986- 1991. Diagnostic modalities included measurements of nocturnal penile tumescence (NPT) and penite- brachial index (PBI), hormonal profile and cavemo- sography. In 55% the NPT was abnormal. In contrast, only 8.2% of PBI was abnormally low. By logistic regres- sion abnormal NPT results correlated with increas- ing age. Measurements of hormonal profile was per- formed in 73.4% of the patients. Testosterone was found to be below normal in 12.1%. However, pri- mary or secondary hypogonadism was only found in 3.9% and elevated prolactin in 2.8%. By caverno- sography, venous Ieakage was demonstrated in 3.2% of the men and subsequently ligation of the dorsal penile vein was performed. A trial of testos- terone treatment was given in 39.4% of the patients. Impotence is a common complaint among men. Psy- chological factors predominate in young men and the contribution of somatic etiologic factors increas- es with age. In the majority of patients relatively simple studies can give useful information on the etiology of impotence. Frá 1|lyflækningadeild og 2,handlækningadeild Landspítal- ans, 3,rannsóknastofu í eðlisfræði — æðarannsóknum, læknadeild Háskóla islands. Fyrirspurnir, bréfaskipti: Magnús Gottfreðsson, Duke Univ. Med. Center, Dept. of Medicine, P.O. Box 31171, Durham, NC 27710, USA. Ágrip Talið er að um 7% karla séu getulausir og eykst tíðnin með hækkandi aldri. Hérlendis hafa engar rannsóknir farið fram á orsökum getuleysis, en kyngeturannsóknir hófust 1986. Farið var yfir gögn 282 karla, sem vísað var til kyngeturannsókna á árunurn 1986-1991 vegna kvartana um getuleysi. Meðalaldur karl- anna var 53,5 ár (19-79 ára). Niðurstöður blóð- þrýstingsmælinga á getnaðarlimi, næturrismæl- inga, hormónamælinga og sérhæfðra röntgen- rannsókna voru kannaðar. Meirihluta karlanna (55%) reyndist hafa óeðlilegt næturrispróf og þar með getuleysi sem taldist vera af líkamlegum orsökum. Tæp- lega tíundi hluti (8,2%) var með óeðlilega lág- an blóðþrýsting í aðrennslisæðum getnaðar- lims. Hjá 12,1% karlanna var testósterón lækk- að, en merki um vanstarfsemi heiladinguls eða kynkirtla fannst hjá 3,9%. Hjá 2,8% mældist hækkað prólaktín. Bláæðaleki greindist hjá 3,2% karlanna og fóru þeir allir í aðgerð. Hækkandi aldur var sterkasti áhættuþáttur getuleysis af líkamlegum toga. Getuleysi er algeng kvörtun meðal karla. í mörgum tilvikum er unnt að komast nær or- sökum þess með einföldum rannsóknum og byggja ákvarðanir um meðferð á niðurstöðum þeirra. Inngangur Á íslandi hefur getuleysi lítið verið rann- sakað enda stutt síðan aðstaða var sköpuð til sérhæfðrar greiningar og grundvöllur þannig lagður að bættri meðferð. í íslenskum bók- menntum og annálum er hins vegar unnt að finna stöku frásagnir af getuleysi karla: „Á Eyrarbakka giftist ein áttrœð rúmt tvítug- um manni haustið fyrir bólu, og vildi honum aftur skila um vorið impotentiae causa. “(1) Enda þótt getuleysi tvítugra karla sé tiltölu- lega sjaldgæft er getuleysi meðal eldri karla

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.