Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.10.1994, Page 30

Læknablaðið - 15.10.1994, Page 30
378 LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 myndatöku (cavernosografia). Lekinn var staðfestur með myndatöku hjá átta þeirra og fóru þeir í aðgerð en á einum sjúklingi til við- bótar var gerð aðgerð vegna mikilla klínískra einkenna, þrátt fyrir að myndatakan væri nei- kvæð. Niðurstöður hormónarannsókna eru dregn- ar saman í töflu III. Upplýsingar lágu fyrir urn blóð- og hormónamælingar hjá 207 körlum (73,4%). Algengasta frávikið var lækkað testósterón, hjá 34 einstaklingum, og hækkað prólaktín sem mældist hjá átta körlum. Þar af greindist æxli í heiladingli (macroprolactin- oma) hjá að minnsta kosti einum sjúklingi. Áhœttugreining: Áhættuþættir þeir sem reyndust hafa marktækt forspárgildi um út- komu kyngeturannsókna eru sýndir í töflu IV. Aldur er marktækur áhættuþáttur getuleysis af líkamlegum toga ef næturrismæling er höfð sem viðmiðun. Þá hefur hækkandi aldur einnig þau áhrif að mönnum rís sjaldnar hold að næt- urlagi (mynd 4). Karlar með Peyronies-sjúk- dónt og bláæðaleka voru hins vegar oftar með næturris í samanburði við aðra sem rannsakað- ir voru. Umræða Getuleysi má skilgreina á ýmsa vegu, en flestir munu telja að þegar ekki næst fram nægjanleg stinning á getnaðarlimi til að sam- farir geti átt sér stað sé um getuleysi að ræða (12). í rannsókn frá Svíþjóð þar sem orsakir getuleysis voru rannsakaðar hjá 100 körlum fundust líkamlegar skýringar í 27% tilvika, or- sakir voru taldar sálrænar í 40%, en í þriðjungi tilfella var talið að um sambland af þessu tvennu væri að ræða (13). Næturrismælingar til greiningar á orsökum getuleysis, hafa verið gerðar hér á landi frá árinu 1986. Oftast er mælt í tvær til þrjár nætur. Aðferðinni var fyrst lýst fyrir rúmlega 20 árum og hefur síðan verið talsvert endurbætt. Nætur- rismælingu er ætlað að greina á milli getuleysis af líkamlegum og geðrænum toga. Við eðlileg- an svefn rís mönnum hold þrisvar til fimm sinn- um á nóttu og gerist það jafnan í djúpsvefni (REM-svefni, rapid eye movements) (10). Mæliaðferðin er talin mjög áreiðanleg og því venjulega ekki ástæða til endurtekinna mæl- inga (14). Sjúkdómar er trufla djúpsvefn (þunglyndi, kæfisvefn) geta þó haft áhrif á nið- urstöður (10). Ríflega helmingur karlanna (55%) reyndist vera með óeðlilegt næturris- próf og þar með líkamlegar orsakir sem líkleg- ustu skýringar á getuleysinu. Rétt innan við 10% voru með óeðlilega lágt GU-hlutfall. Hækkandi aldur var sterkasti áhættuþáttur getuleysis af líkamlegum toga og einnig dró úr Tafla III. Niðurstöður hormónamœlinga í207 körlum sem raimsakaðir voru vegna getuleysis. Hormón Normalgildi Mælt Hækkað (%) Miðgildi Bil LH 0,7-7,8 U/l 183 9 ( 3,1) 10,5 8,2-14,0 FSH 1,0-9,2 U/l 94 10 ( 3,5) 13,9 9,8-33 PRL 2-8 ng/ml 56 8 ( 2,8) 13,9 8,6-62 Testósterón 12,1-32,2 nmól/l 188 34* (12,1) 9,0 4,2-11,7 * Fjöldi karla meö lækkað testósterón Tafla IV. Áhœttuþættir getuleysis samkvæmt lógistískri að- hvarfsgreiningu. Viðmið Aukin áhætta Minnkuð áhætta P Næturris Aldur Peyronies- sjúkdómur Bláæðaleki 0,018 0,033 0,018 Fjöldi Aldur 0,0001 næturrisa* Bráðasáðlát Bláæðaleki 0,004 0,0037 Fjöldi Næturris * Reiknaö meö linulegri fjölþátta aöhvarfsgreiningu. Mynd 4. Samband nœturrisfjölda og aldurs.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.