Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.10.1994, Qupperneq 30

Læknablaðið - 15.10.1994, Qupperneq 30
378 LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 myndatöku (cavernosografia). Lekinn var staðfestur með myndatöku hjá átta þeirra og fóru þeir í aðgerð en á einum sjúklingi til við- bótar var gerð aðgerð vegna mikilla klínískra einkenna, þrátt fyrir að myndatakan væri nei- kvæð. Niðurstöður hormónarannsókna eru dregn- ar saman í töflu III. Upplýsingar lágu fyrir urn blóð- og hormónamælingar hjá 207 körlum (73,4%). Algengasta frávikið var lækkað testósterón, hjá 34 einstaklingum, og hækkað prólaktín sem mældist hjá átta körlum. Þar af greindist æxli í heiladingli (macroprolactin- oma) hjá að minnsta kosti einum sjúklingi. Áhœttugreining: Áhættuþættir þeir sem reyndust hafa marktækt forspárgildi um út- komu kyngeturannsókna eru sýndir í töflu IV. Aldur er marktækur áhættuþáttur getuleysis af líkamlegum toga ef næturrismæling er höfð sem viðmiðun. Þá hefur hækkandi aldur einnig þau áhrif að mönnum rís sjaldnar hold að næt- urlagi (mynd 4). Karlar með Peyronies-sjúk- dónt og bláæðaleka voru hins vegar oftar með næturris í samanburði við aðra sem rannsakað- ir voru. Umræða Getuleysi má skilgreina á ýmsa vegu, en flestir munu telja að þegar ekki næst fram nægjanleg stinning á getnaðarlimi til að sam- farir geti átt sér stað sé um getuleysi að ræða (12). í rannsókn frá Svíþjóð þar sem orsakir getuleysis voru rannsakaðar hjá 100 körlum fundust líkamlegar skýringar í 27% tilvika, or- sakir voru taldar sálrænar í 40%, en í þriðjungi tilfella var talið að um sambland af þessu tvennu væri að ræða (13). Næturrismælingar til greiningar á orsökum getuleysis, hafa verið gerðar hér á landi frá árinu 1986. Oftast er mælt í tvær til þrjár nætur. Aðferðinni var fyrst lýst fyrir rúmlega 20 árum og hefur síðan verið talsvert endurbætt. Nætur- rismælingu er ætlað að greina á milli getuleysis af líkamlegum og geðrænum toga. Við eðlileg- an svefn rís mönnum hold þrisvar til fimm sinn- um á nóttu og gerist það jafnan í djúpsvefni (REM-svefni, rapid eye movements) (10). Mæliaðferðin er talin mjög áreiðanleg og því venjulega ekki ástæða til endurtekinna mæl- inga (14). Sjúkdómar er trufla djúpsvefn (þunglyndi, kæfisvefn) geta þó haft áhrif á nið- urstöður (10). Ríflega helmingur karlanna (55%) reyndist vera með óeðlilegt næturris- próf og þar með líkamlegar orsakir sem líkleg- ustu skýringar á getuleysinu. Rétt innan við 10% voru með óeðlilega lágt GU-hlutfall. Hækkandi aldur var sterkasti áhættuþáttur getuleysis af líkamlegum toga og einnig dró úr Tafla III. Niðurstöður hormónamœlinga í207 körlum sem raimsakaðir voru vegna getuleysis. Hormón Normalgildi Mælt Hækkað (%) Miðgildi Bil LH 0,7-7,8 U/l 183 9 ( 3,1) 10,5 8,2-14,0 FSH 1,0-9,2 U/l 94 10 ( 3,5) 13,9 9,8-33 PRL 2-8 ng/ml 56 8 ( 2,8) 13,9 8,6-62 Testósterón 12,1-32,2 nmól/l 188 34* (12,1) 9,0 4,2-11,7 * Fjöldi karla meö lækkað testósterón Tafla IV. Áhœttuþættir getuleysis samkvæmt lógistískri að- hvarfsgreiningu. Viðmið Aukin áhætta Minnkuð áhætta P Næturris Aldur Peyronies- sjúkdómur Bláæðaleki 0,018 0,033 0,018 Fjöldi Aldur 0,0001 næturrisa* Bráðasáðlát Bláæðaleki 0,004 0,0037 Fjöldi Næturris * Reiknaö meö linulegri fjölþátta aöhvarfsgreiningu. Mynd 4. Samband nœturrisfjölda og aldurs.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.