Læknablaðið - 15.10.1994, Side 37
LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80
383
var undanskilin svo og skyndidauði hjá ung-
börnum voru eftir 195 sjúklingar með hjarta-
og öndunarstöðvun.
Af 195 sjúklingum voru 149 (76%) fluttir á
sjúkrahús en 46 (24%) voru úrskurðaðir látnir
á staðnum af lækni neyðarbílsins. Af þessum
195 sjúklingum voru 64 (33%) lagðir inn á
hjarta- eða gjörgæsludeildir og 31 (16%) var
síðan útskrifaður af sjúkrahúsi.
Langflestir voru lagðir inn á Borgarspítalann
og útskrifuðust því flestir þaðan eða 27 sjúk-
lingar. Af Landspítalanum útskrifuðust þrír
sjúklingar og einn af Landakoti.
Langflestir sem útskrifuðust eftir hjarta- og
öndunarstöðvun náðu sér vel og voru aðeins
tveir þeirra taldir hafa hlotið alvarlegan tauga-
skaða. Af þeim 31 sjúklingi sem útskrifuðust
lifandi í okkar rannsókn voru tveir útlending-
ar, það er einn Þjóðverji og einn Svíi.
Aldnr: Meðalaldur var 66 ár (32-89 ára).
Meðalaldur þeirra sem útskrifuðust lifandi var
63 ár (41-86 ára). Karlmenn voru 148, það er
76% og konur 47 eða 24%.
Útkallstími: Meðalútkallstími fyrir allan hóp-
inn á tímabilinu 1987-1990 var 4,6 mínútur (ein
til 11 mínútur). Meðalútkallstími fyrir þá sem
lifðu áfallið af var 4,1 mínúta (tvær til 10 mínút-
ur).
TíÓni hjarta- og öndunarstöðvunar á liverri
klukkustund og í hverjum tnánuði: Þegar litið er
á fjölda útkalla neyðarbílsins á árunum 1989-
1990, það er þau ár sem neyðarbíllinn starfaði
allan sólarhringinn sést að hjarta- og öndunar-
stöðvun er mjög fátíð yfir hánóttina, það er frá
02 til 06 (mynd 2). Fjöldi tilfella eftir mánuðum
skiptist þannig að fæst voru þau í janúar og
febrúar og yfir sumarmánuðina (mynd 3). Flest
útköll voru í mars og september. Það kom á
óvart að útköll voru fæst í janúar og viðhlýt-
andi skýring á því liggur ekki fyrir.
Hjartsláttartruflanir: Fyrsta rit hjá sjúkling-
um með hjarta- og öndunarstöðvun (mynd 4)
sýndi að rafleysa greindist oftast í upphafi eða í
92 tilfellum (47%), sleglatif í 77 tilfellum
(40%), sleglahraðsláttur í fjórum tilfellum
(2%) og aðrar hjartsláttartruflanir svo sem
hægataktur og samdráttarleysa í 22 tilfellum
(11%). Hjartsláttartruflanir í upphafi (mynd 5)
hjá þeim 31 sjúklingi sem útskrifuðust skiptust
þannig að rafleysa var í sex tilfellum, sleglatif í
23 tilfellum og sleglahraðtaktur í tveimur til-
fellum.
Vitni að hjarta- og öndunarstöðvun: Vitni
Fjöldi
Tími sólarhrings
Mynd 2. Dreifing útkalla neyðarbílsins eftir tíma sólarhrings
1987-1990.
Mánuður
Mynd 3. Dreifing útkalla neyðarbílsins eftir mánuðum.
Fjöldi
hraðsláttur
Mynd 4. Hjartsláttartruflanir greindar í upphafi hjá öllum
sjúklingum með hjarta- og öndunarstöðvun.