Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.10.1994, Side 38

Læknablaðið - 15.10.1994, Side 38
384 LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 voru að hjarta- og öndunarstöðvun í 104 tilfell- um af 195 (53%), það er á götu úti, í heimahúsi eða í vinnu. í 44 tilvikum (23%) hófu nærstödd vitni endurlífgun. í 15 tilfellum af þessum 44 (34%) voru sjúklingar útskrifaðir af sjúkrahúsi en aðeins 10 af þeim 60 (17%) sjúklingum þar sem endurlífgunartilraunir biðu komu neyðar- bíls. Hjá þeim sjúklingum sem útskrifuðust lif- andi var vitni til staðar í 25 tilvikum af 31 (74%). Vitni voru langoftast til staðarhjá þeim sjúklingum sem greindust með sleglatif og sleglahraðslátt í upphafi eða í 59 tilvikum af 81 (73%) en hófu endurlífgun hjá aðeins 25 manns. Af þessunt hópi útskrifuðust 10 sjúk- lingar. Þrjátíu sjúklingar með rafleysu á upp- hafsriti höfðu nærstödd vitni að áfallinu. Þar af hófu nærstaddir endurlífgun hjá átta sjúkling- um og tveir útskrifuðust lifandi. Staðsetning lijarta- og öndunarstöðvunar: Meira en helmingur hjarta- og öndunarstöðv- unartilfella átti sér stað í heimahúsi, það er 124 eða 64%. Af þeim voru vitni til staðar í 57 tilfellum (46%), 25 sjúklingar nutu grunnend- urlífgunar og 15 (12%) úr þessum hópi útskrif- uðust af spítala. Sjúklingar með hjarta- og önd- unarstöðvun annars staðar, það er í vinnu, í bíl, úti á götu, eða annars staðar, voru 66 (35%). Vitni voru til staðar hjá 44 sjúklingum af þeim 66 (67%). Grunnendurlífgun nær- staddra virðist nær helmingi algengari en í heimahúsi, eða í 20 tilvikum af 44. I sumurn tilvikum reyndist þó erfitt fyrir lækni að fá öruggar upplýsingar um það hvort vitni voru að hjarta- og öndunarstöðvun og hvort þau hófu endurlífgun. Sextán af þessum 66 (24%) lifðu áfallið af og útskrifuðust af sjúkrahúsinu. Orsök hjarta- og öndunarstöðvunar: Af þess- um 195 tilfellum var kransæðastífla orsök hjarta- og öndunarstöðvunar hjá 134 eða í 69% tilfella. Kransæðastífla var orsök hjarta- og öndunarstöðvunar hjá nánast öllum sjúkling- um sem útskrifuðust eða 29 af 31 (94%). Umræða Árangur endurlífgana á Reykjavíkursvæð- inu á tímabilinu 1987-1990 varð sá að 16% allra sjúklinga með hjarta- og öndunarstöðvun náði að útskrifast. Af þeim sjúklingum sem greindust með sleg- latif/sleglahraðslátt í upphafi voru 25 sem út- skrifuðust eða 31%. Einungis sex (7%) af þeint sjúklingum sem voru með rafleysu á upphafs- riti náðu að útskrifast (mynd 6). Þetta er samt Fjöldi Mynd 5. HjartsláttartrufUmir greindar í upphafi hjá 31 sjtik- lingi sem útskrifaðist. Þeir sem liföu ( 31 l iC Rafleysa 92 Sleglatif/sleglahraösláftur 81 Mynd 6. Arangur endurlífgana sjúklinga utan sjúkrahúsa tneð hjarta- og öndunarslöðvun á Reykjavíkursvæðinu 1987- 1990. heldur hagstæðari útkoma en í flestum öðrum rannsóknum, bæði í eldri íslenskum rannsókn- um, svo og erlendum (4,5). Þessi sex tilfelli voru líka sérstök að því leyti að í öllum tilvik- um voru vitni að þeim og útkallstími neyðar- bílsins var óvenju stuttur eða 2,8 mínútur. Horfur sjúklinga með sleglatif og sleglahrað- slátt voru marktækt betri en horfur sjúklinga með annars konar hjartsláttaróreglu (p<0,001). Langalgengast er að hjarta- og öndunar- stöðvun verði í heimahúsi, eða í nær tveimur þriðju hluta tilfellanna. Hjarta- og öndunar- stöðvun annars staðar, svo sem á vinnustað eða úti á götu átti sér stað í aðeins 35% tilvika. Árangur endurlífgana í heimahúsi er um það bil helmingi lakari en af endurlífgunartilraun- um annars staðar. Margar ástæður kunna að

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.