Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.10.1994, Side 41

Læknablaðið - 15.10.1994, Side 41
LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 385 valda því. Nefna má að vitni voru að hjarta- og öndunarstöðvun í heimahúsi í 46% tilfella en í 67% tilfella sem áttu sér stað annars staðar. í heimahúsi hefur hjartastopp því oft staðið ein- hverja stund áður en það er uppgötvað og lík- lega er rafleysa af þeirri ástæðu langalgengasta hjartsláttartruflunin á fyrsta riti sem tekið er þar. í okkar rannsókn var rafleysa staðfest á fyrsta riti hjá 72 sjúklingum af 124 með hjarta- og öndunarstöðvun í heimahúsi eða 58%. Sleg- latif og sleglahraðsláttur sást hins vegar lang- oftast á fyrsta riti utan heimahúss en þær trufl- anir svara allri meðferð og þá sérstaklega raf- stuði miklu betur en rafleysan. Þá benda okkar niðurstöður einnig til þess að vitni að hjarta- og öndunarstöðvun í heima- húsi hefji endurlífgunartilraunir sjaldnar en nærstödd vitni gera, til dæmis á vinnustað, en í mörgum eldri rannsóknum hefur verið sýnt frarn á mikilvægi þess að nærstaddir hefji end- urlífgun. Sérstök ástæða er til þess að benda aðstandendum hjartasjúklinga á að læra grunn- endurlífgun og beita henni ef tilefni er til. 1 rannsókninni sem gerð var 1976-1979 fyrir kornu neyðarbíls kom í ljós að einungis 9% allra sjúklinga náðu að útskrifast og 20% sjúk- linga með sleglatif á fyrsta riti útskrifuðust (sjá töflu). Fjórir sjúklingar voru andlega skertir eftir endurlífgun á þessu tímabili en aðeins tveir í okkar rannsókn voru taldir hafa hlotið alvarlegan taugaskaða. Niðurstöður fyrir tíma- bilið 1987-1990 eru mjög svipaðar niðurstöðum úr rannsókn sem gerð var 1982-1986 þar sem 17% allra sjúklinga með hjarta- og öndunar- stöðvun útskrifuðust og 29% sjúklinga með sleglatif á fyrsta riti útskrifuðust af sjúkrahús- inu (1). I þeirri rannsókn var einnig sýnt fram á mikilvægi nærstaddra. í ljós kom að í 29% tilfella hófu nærstaddir grunnendurlífgun áður en neyðarbíll kom á staðinn. Nærri helmingur þeirra sjúklinga lifði. Það var sjaldgæft að sjúklingur lifði af hjartastopp nema að vitni væru til staðar og hæfu endurlífgun. í rannsókninni fyrir tímabilið 1987-1990 kom í Ijós að hjarta- og öndunarstöðvun sem vitni voru að voru 104 eða 53% og endurlífgun var hafin af viðstöddum í 44 tilfellum eða 23%. í ljós kom að nærri helmingur þeirra sjúklinga lifðu sem er sambærilegt við fyrri rannsókn. í okkar rannsókn fyrir tímabilið 1987-1990 gætti sömu tilhneigingar og áður þar sem ntun fleiri útskrifuðust ef nærstödd vitni hófu endur- lífgun borið saman við þau tilvik þar sem engin vitni voru að hjarta- og öndunarstöðvun. Um tiltölulega fá tilfelli er að ræða og munurinn nær því ekki að vera marktækur. Þess er og að geta að stundum reyndist erfitt að fá góðar upplýsingar um það hvort vitni voru til staðar og hvort raunhæfar endurlífgunartilraunir voru reyndar fyrir komu neyðarbíls, ekki síst ef um aðstandendur var að ræða sem eðlilega voru oft í miklu uppnámi. Þannig virtist stund- um sem einungis hjartahnoð hafi verið reynt en ekki öndunaraðstoð. Meðalútkallstími fyrir allan hópinn á tímabilinu 1987-1990 var 4,6 mínútur og 4,9 mínútur á árunum 1982-1986. Meðaiútkalls- og flutningstími fyrir tímabilið 1976-1979 voru 12 mínútur þar til sérhæfð end- urlífgun gat hafist en það var ekki fyrr en við komu á sjúkrahús. Sérhæfð endurlífgun hófst Tafla. Samanburður á niðurstöðum endurÚfgunartilrauna utan sjúkrahúsa á Reykjavikursvæðinu. 1976-79 1982-86 1987-90 Endurlífgunartilraunir 222 138 195 Meðalaldur (ár) 63 65 66 Hlutfall karla (%) (75) (81) (76) Tími að sérhæfðri endurlífgun (mínútur) 12 5 4,6 Innlögn á hjartadeild/gjörgæslu 68(31%) 55(40%) 64(33%) Útskrifaðir alls 21(9%) 24(17%) 31(16%) Fjöldi með sleglatif 90 73 81 — þar af útskrifaðir 18(20%) 21 (29%) 25(31%) Fjöldi með rafleysu 114 53 92 — útskrifaðir 2(2%) 2(4%) 6(7%) Aðrar hjartsláttartruflanir 18 12 22 — útskrifaðir 1 1 0

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.