Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.10.1994, Side 45

Læknablaðið - 15.10.1994, Side 45
LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 389 mætti búast við að 3,8 hefðu dáið úr 111 manna hópi á þessum fimm árum. Það gerir áætlaða dánartíðni 3,4%. Dánartíðni sjúklinga sem leið yfir er því verulega hærri, eða 18,9% (y2 = 10,440 p<0,001). Meðaltímaiengd frá yfirliði til andláts var 16,6 mánuðir (1-47). Af töflu I má ráða að dánartíðni hópsins með skreyjutaugarertingu (vasovagal syncope) sem orsök yfirliðs, er lægst. Þrír (6,5%) eru látnir, þar af einn vegna hjartasjúkdóms. Eins og sést í töflu I voru upphaflega 11 greindir með yfirlið vegna hjartasjúkdóms og eru fjórir látnir, eða 36,4%. Dánarorsök þriggja var beint af völdum hjartasjúkdóms en einn hafði einnig lungnabólgu. Úr hópi þeirra er höfðu greininguna blóð- þrýstingsfall í standandi stöðu dó helmingur vegna hjartasjúkdóms (fjórir af átta). Af þeint voru þrír látnir innan 12 mánaða. Hjá sjúklingum þar sem hjartasjúkdómar og blóðþrýstingsfall var talin orsök er meðaldán- araldur 75-79 ára. Samkvæmt töflunum var dánartíðni þessa aldurshóps 4,5% árið 1986 og 5,5% árin 1987 og 1988. Reiknað á sama hátt og áður hefði mátt búast við að af sjúklingum með hjartasjúkdóma sem orsök yfirliðs létust 2,6% (23,6%) en þeir urðu fjórir (36,4%) (x2 = 10,240 p<0,001). Þar sem blóðþrýstingsfall var orsökin, hefði mátt búast við að 5,5% lét- ust (23,9%) en þeir urðu átta (34,8%) (x2 = 12,903 p<0,001). Ef litið er á þá sem létust innan 12 mánaða (tafla II) er þetta enn skýrara. Þar sem hjarta- sjúkdómur var orsök lést einn innan 12 mán- aða, eða 9,1%, sem er tvöfalt hærra en búast mætti við (4,5%) (ekki marktækt). f blóðþrýst- ingsfallshópnum voru fimm látnir innan árs. eða 21,7%, sem er nær fimmfalt hærra en búast mætti við (x2 = 7,529 p<0,01). Úr hópnum með efnaskiptatruflanir lést einn af þremur (tafla I). Hann var greindur með blóðleysi en var einnig með hjartasjúk- dóm. Dánarorsök var lungnablóðrek og hjartabilun. Dánartíðni í hópi sjúklinga með yfirlið vegna sjúkdómaímiðtaugakerfi erhá, (22,2%). Einn greindist með heilaæxli og lést af völdum þess 19 mánuðum síðar, 42 ára að aldri. Annar fékk yfirlið vegna heilablóðfalls, var með þekktan hjartasjúkdóm og dó eftir bráða kransæða- stíflu. Úr hópi sjúklinga með óþekkta orsök fyrir yfirliði létust þrír (15%). Einn þeirra greindist með heilaæxli og lést vegna þess. Annar hafði hjartasjúkdóm á háu stigi og dó úr bráðri kransæðastíflu, sá þriðji dó úr heilablóðfalli. Endurtekin yfirlið: Alls fengu 20 endurtekin yfirlið, eða 24,7% af þeim 81 sem náðist til (tafla III). Af þeirn fengu 14sömu greiningu en sex aðrar. I hópnum með skreyjutaugarertingu sem or- sök fyrir yfirliði fengu allir sömu sjúkdóms- greininguna aftur. Enginn úr hópnum með yfirlið vegna hjarta- sjúkdóms fékk endurtekið yfirlið. í hópnum með blóðþrýstingsfall í standandi stöðu fengu sjö (31,8%) endurtekin yfirlið. Af þeim fengu þrír sömu greiningu og áður. Hinir voru greindir með skreyjutaugarertingu, blóðleysi vegna krabbameins í ristli, flogaköst eftir heilameiðsli (epilepsia post traumatica) og einn var með þekkt neggaukaþrengsli og hefur líklega fengið yfirlið vegna hjartsláttartrufl- ana. Sá sem fékk greininguna flogaköst eftir heilameiðsli var þremur árum eftir upphaflega Table III. Comparison between syncope and resyncope according to major causes. Class No. of patients No. of resyncopes (%) Diagnosis of resyncope Same* Other Mean age at resyncope Vasovagal 46 7 (15.2) 7 0 35.4 Cardiovascular 11 0 Orthostatic hypotension 23 7 (30,4) 3 4 56.9 C.N.S diseases 9 2 (22.2) 1 1 61.0 Metabolic causes 3 1 (33.3) 1 37.0 Unknown 20 3 (15.0) 2 1 61.3 Total 111 20 14 6 41.9 * As first syncope

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.