Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1994, Blaðsíða 45

Læknablaðið - 15.10.1994, Blaðsíða 45
LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 389 mætti búast við að 3,8 hefðu dáið úr 111 manna hópi á þessum fimm árum. Það gerir áætlaða dánartíðni 3,4%. Dánartíðni sjúklinga sem leið yfir er því verulega hærri, eða 18,9% (y2 = 10,440 p<0,001). Meðaltímaiengd frá yfirliði til andláts var 16,6 mánuðir (1-47). Af töflu I má ráða að dánartíðni hópsins með skreyjutaugarertingu (vasovagal syncope) sem orsök yfirliðs, er lægst. Þrír (6,5%) eru látnir, þar af einn vegna hjartasjúkdóms. Eins og sést í töflu I voru upphaflega 11 greindir með yfirlið vegna hjartasjúkdóms og eru fjórir látnir, eða 36,4%. Dánarorsök þriggja var beint af völdum hjartasjúkdóms en einn hafði einnig lungnabólgu. Úr hópi þeirra er höfðu greininguna blóð- þrýstingsfall í standandi stöðu dó helmingur vegna hjartasjúkdóms (fjórir af átta). Af þeint voru þrír látnir innan 12 mánaða. Hjá sjúklingum þar sem hjartasjúkdómar og blóðþrýstingsfall var talin orsök er meðaldán- araldur 75-79 ára. Samkvæmt töflunum var dánartíðni þessa aldurshóps 4,5% árið 1986 og 5,5% árin 1987 og 1988. Reiknað á sama hátt og áður hefði mátt búast við að af sjúklingum með hjartasjúkdóma sem orsök yfirliðs létust 2,6% (23,6%) en þeir urðu fjórir (36,4%) (x2 = 10,240 p<0,001). Þar sem blóðþrýstingsfall var orsökin, hefði mátt búast við að 5,5% lét- ust (23,9%) en þeir urðu átta (34,8%) (x2 = 12,903 p<0,001). Ef litið er á þá sem létust innan 12 mánaða (tafla II) er þetta enn skýrara. Þar sem hjarta- sjúkdómur var orsök lést einn innan 12 mán- aða, eða 9,1%, sem er tvöfalt hærra en búast mætti við (4,5%) (ekki marktækt). f blóðþrýst- ingsfallshópnum voru fimm látnir innan árs. eða 21,7%, sem er nær fimmfalt hærra en búast mætti við (x2 = 7,529 p<0,01). Úr hópnum með efnaskiptatruflanir lést einn af þremur (tafla I). Hann var greindur með blóðleysi en var einnig með hjartasjúk- dóm. Dánarorsök var lungnablóðrek og hjartabilun. Dánartíðni í hópi sjúklinga með yfirlið vegna sjúkdómaímiðtaugakerfi erhá, (22,2%). Einn greindist með heilaæxli og lést af völdum þess 19 mánuðum síðar, 42 ára að aldri. Annar fékk yfirlið vegna heilablóðfalls, var með þekktan hjartasjúkdóm og dó eftir bráða kransæða- stíflu. Úr hópi sjúklinga með óþekkta orsök fyrir yfirliði létust þrír (15%). Einn þeirra greindist með heilaæxli og lést vegna þess. Annar hafði hjartasjúkdóm á háu stigi og dó úr bráðri kransæðastíflu, sá þriðji dó úr heilablóðfalli. Endurtekin yfirlið: Alls fengu 20 endurtekin yfirlið, eða 24,7% af þeim 81 sem náðist til (tafla III). Af þeirn fengu 14sömu greiningu en sex aðrar. I hópnum með skreyjutaugarertingu sem or- sök fyrir yfirliði fengu allir sömu sjúkdóms- greininguna aftur. Enginn úr hópnum með yfirlið vegna hjarta- sjúkdóms fékk endurtekið yfirlið. í hópnum með blóðþrýstingsfall í standandi stöðu fengu sjö (31,8%) endurtekin yfirlið. Af þeim fengu þrír sömu greiningu og áður. Hinir voru greindir með skreyjutaugarertingu, blóðleysi vegna krabbameins í ristli, flogaköst eftir heilameiðsli (epilepsia post traumatica) og einn var með þekkt neggaukaþrengsli og hefur líklega fengið yfirlið vegna hjartsláttartrufl- ana. Sá sem fékk greininguna flogaköst eftir heilameiðsli var þremur árum eftir upphaflega Table III. Comparison between syncope and resyncope according to major causes. Class No. of patients No. of resyncopes (%) Diagnosis of resyncope Same* Other Mean age at resyncope Vasovagal 46 7 (15.2) 7 0 35.4 Cardiovascular 11 0 Orthostatic hypotension 23 7 (30,4) 3 4 56.9 C.N.S diseases 9 2 (22.2) 1 1 61.0 Metabolic causes 3 1 (33.3) 1 37.0 Unknown 20 3 (15.0) 2 1 61.3 Total 111 20 14 6 41.9 * As first syncope
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.