Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.10.1994, Page 48

Læknablaðið - 15.10.1994, Page 48
392 LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 Ðréf til blaðsins Erfðir og krabbamein Reynir Arngrímsson Læknablaðið 1994;80: 392-3 Nýlega birtist spá um verulega aukningu krabbameinstilfella á íslandi fram yfir aldamót (1). Meiri aukningu krabbameins var spáð hér- lendis en á hinum Norðurlöndunum. Þetta væri uggvekjandi þróun, því þrátt fyrir bætta meðferðarmöguleika og betri lífslíkur er krabbamein á meðal algengustu dánarorsaka Islendinga. Árlega er varið miklum fjármunum í rann- sóknir á orsökum krabbameins og hefur áherslan í vaxandi mæli verið lögð á erfðarann- sóknir. Sameiginlegt öllum krabbameinsfrum- um eru breytingar í erfðaefni, sem meðal ann- ars koma fram sem litningabreytingar, brott- fall á arfbreytileika (loss of heterozygosity) og stökkbreytingar. Breytingar þessar geta verið arfgengar eða áunnar. Til skamms tíma hafa krabbameinsrannsóknir beinst að umhverfis- þáttum sem geta valdið áunnum breytingum á erfðaefninu og umbreytt eðlilegri frumu í æxl- isfrumu en nú er rneira kapp lagt á að einangra og skilja hegðun þeirra gena sem umbreytast í krabbameini. Pó að krabbamein sé í flestum tilfellum margþátta sjúkdómur, þar sem sam- spil umhverfisþátta og arfgerðar hafa áhrif á líkur þess að ákveðnir einstaklingar veikist, finnast í öllum þjóðfélögum fjölskyldur þar sem krabbamein leggst á stóran hluta fjöl- skyldumeðlima og greina má sláandi mendel- ísk erfðamynstur (fjölskyldubundið krabba- mein) (2). Einnig er vel þekkt að krabbamein er til sem erfðasjúkdómur, til dæmis geta arf- gengar stökkbreytingar í æxlisgenum á litning- um 2,3 og 5 valdið ristilkrabbameini. í þessum afbrigðum krabbameins kemur sjúkdómurinn gjarnan fram hjá ungu fólki. Fyrirspurnir, bréfaskipti: Reynir Arngrímsson, Duncan Gut- hrie Institute of Medical Genetics, Yorkhill, Glasgow G3 8SJ, Skotland. Með nýrri tækni erfðavísinda má staðsetja með nákvæmni æxlisgen og rannsaka eðli þeirra. Rannsóknir á tjáningu prótínafurða slíkra gena eykur skilning á hlutverki þeirra í eðlilegum og umbreyttum frumum. Öðlast má þekkingu á þeim utanaðkomandi þáttum sem umbreyta genum og hafa áhrif á tjáningu þeirra. Slík þekking eykur möguleika á for- varnarstarfi. Þekking á eðli sjúkdómsins er jafnframt grundvöllur þess að hægt sé að þróa árangursríka meðferð. Tveir íslenskir rannsóknarhópar hafa nú þegar öðlast viðurkenningu á þessum sviðum. Rannsóknarstofa Krabbameinsfélags íslands (K.I.) í frumu- og sameindalíffræði hefur lagt áherslu á rannsóknir á brottfalli á arfbreyti- leika í æxlum og tjáningu æxlisgena í frumum og áhrif þess á lífshorfur krabbameinssjúklinga (3). Rannsóknarhópur við Rannsóknarstofu Háskólans í meinafræði hefur á hinn bóginn nær eingöngu einbeitt sér að leit að krabba- meinsgenum í „brjóstakrabbameinsfjölskyld- um“ (4). Meðal athyglisverðustu niðurstaðna Rannsóknarstofuhópsins og Krabbameins- skrár K.í. er þó eflaust að hafa sýnt fram á háa tíðni blöðruhálskirtilskrabbameins á meðal karlmanna í þessum fjölskyldum (4,5). Það var sértaklega athyglisvert að þessar „brjósta- og blöðruhálskirtilskrabbameins (BBHK) fjöl- skyldur “ virtust ekki sýna tengsl við þekkt brjósta- og eggjastokkakrabbameinssæti á litn- ingi 17, sem bendir til þess að urn annað óþekkt gen sé að ræða (4). Lítið er vitað um áhættu- þætti blöðruhálskirtilskrabbameins, ef frá er talinn aldur og nú hugsanlega erfðabreytingar. Efling slíkra grunnrannsókna og forvarnarstarf eru þeir hornsteinar sem þarf að leggja ef fækka á krabbameinstilfellum og snúa vörn í sókn. Áherslur í forvarnarstarfi taka einnig breyt- ingum. Reikna má með að aukin áhersla verði lögð á fjölskyldusögu og upplýsingar um hegð- un og eiginleika æxlisgena. Brjósta- og eggja- stokkakrabbamein er dæmi um krabbamein

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.