Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.10.1994, Qupperneq 48

Læknablaðið - 15.10.1994, Qupperneq 48
392 LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 Ðréf til blaðsins Erfðir og krabbamein Reynir Arngrímsson Læknablaðið 1994;80: 392-3 Nýlega birtist spá um verulega aukningu krabbameinstilfella á íslandi fram yfir aldamót (1). Meiri aukningu krabbameins var spáð hér- lendis en á hinum Norðurlöndunum. Þetta væri uggvekjandi þróun, því þrátt fyrir bætta meðferðarmöguleika og betri lífslíkur er krabbamein á meðal algengustu dánarorsaka Islendinga. Árlega er varið miklum fjármunum í rann- sóknir á orsökum krabbameins og hefur áherslan í vaxandi mæli verið lögð á erfðarann- sóknir. Sameiginlegt öllum krabbameinsfrum- um eru breytingar í erfðaefni, sem meðal ann- ars koma fram sem litningabreytingar, brott- fall á arfbreytileika (loss of heterozygosity) og stökkbreytingar. Breytingar þessar geta verið arfgengar eða áunnar. Til skamms tíma hafa krabbameinsrannsóknir beinst að umhverfis- þáttum sem geta valdið áunnum breytingum á erfðaefninu og umbreytt eðlilegri frumu í æxl- isfrumu en nú er rneira kapp lagt á að einangra og skilja hegðun þeirra gena sem umbreytast í krabbameini. Pó að krabbamein sé í flestum tilfellum margþátta sjúkdómur, þar sem sam- spil umhverfisþátta og arfgerðar hafa áhrif á líkur þess að ákveðnir einstaklingar veikist, finnast í öllum þjóðfélögum fjölskyldur þar sem krabbamein leggst á stóran hluta fjöl- skyldumeðlima og greina má sláandi mendel- ísk erfðamynstur (fjölskyldubundið krabba- mein) (2). Einnig er vel þekkt að krabbamein er til sem erfðasjúkdómur, til dæmis geta arf- gengar stökkbreytingar í æxlisgenum á litning- um 2,3 og 5 valdið ristilkrabbameini. í þessum afbrigðum krabbameins kemur sjúkdómurinn gjarnan fram hjá ungu fólki. Fyrirspurnir, bréfaskipti: Reynir Arngrímsson, Duncan Gut- hrie Institute of Medical Genetics, Yorkhill, Glasgow G3 8SJ, Skotland. Með nýrri tækni erfðavísinda má staðsetja með nákvæmni æxlisgen og rannsaka eðli þeirra. Rannsóknir á tjáningu prótínafurða slíkra gena eykur skilning á hlutverki þeirra í eðlilegum og umbreyttum frumum. Öðlast má þekkingu á þeim utanaðkomandi þáttum sem umbreyta genum og hafa áhrif á tjáningu þeirra. Slík þekking eykur möguleika á for- varnarstarfi. Þekking á eðli sjúkdómsins er jafnframt grundvöllur þess að hægt sé að þróa árangursríka meðferð. Tveir íslenskir rannsóknarhópar hafa nú þegar öðlast viðurkenningu á þessum sviðum. Rannsóknarstofa Krabbameinsfélags íslands (K.I.) í frumu- og sameindalíffræði hefur lagt áherslu á rannsóknir á brottfalli á arfbreyti- leika í æxlum og tjáningu æxlisgena í frumum og áhrif þess á lífshorfur krabbameinssjúklinga (3). Rannsóknarhópur við Rannsóknarstofu Háskólans í meinafræði hefur á hinn bóginn nær eingöngu einbeitt sér að leit að krabba- meinsgenum í „brjóstakrabbameinsfjölskyld- um“ (4). Meðal athyglisverðustu niðurstaðna Rannsóknarstofuhópsins og Krabbameins- skrár K.í. er þó eflaust að hafa sýnt fram á háa tíðni blöðruhálskirtilskrabbameins á meðal karlmanna í þessum fjölskyldum (4,5). Það var sértaklega athyglisvert að þessar „brjósta- og blöðruhálskirtilskrabbameins (BBHK) fjöl- skyldur “ virtust ekki sýna tengsl við þekkt brjósta- og eggjastokkakrabbameinssæti á litn- ingi 17, sem bendir til þess að urn annað óþekkt gen sé að ræða (4). Lítið er vitað um áhættu- þætti blöðruhálskirtilskrabbameins, ef frá er talinn aldur og nú hugsanlega erfðabreytingar. Efling slíkra grunnrannsókna og forvarnarstarf eru þeir hornsteinar sem þarf að leggja ef fækka á krabbameinstilfellum og snúa vörn í sókn. Áherslur í forvarnarstarfi taka einnig breyt- ingum. Reikna má með að aukin áhersla verði lögð á fjölskyldusögu og upplýsingar um hegð- un og eiginleika æxlisgena. Brjósta- og eggja- stokkakrabbamein er dæmi um krabbamein
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.