Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.10.1994, Page 49

Læknablaðið - 15.10.1994, Page 49
LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 393 sem tekist hefur að tengja við sæti á litningi 17 (6). Gen þetta hefur verið nefnt BRCAl og er álitið að galla í því megi finna í meirihluta þeirra fjölskyldna þar sem bæði brjósta- og eggjastokkakrabbamein finnast. Þær konur sem hafa erft stökkbreytt afbrigði af BRCAl geninu eru í ntikilli hættu á að fá brjósta- krabbamein eða 50% um fimmtugsaldur og 70% urn sjötugsaldur. Hætta á eggjastokka- krabbameini er nokkuð lægri eða um 40% um sjötugsaldur, en er mjög breytileg á milli fjöl- skyldna (7). Þó að minnihluta brjóstakrabba- meins (1-2%) og eggjastokkakrabbameins (3%) ntegi rekja til arfgengra breytinga í þessu geni er mikilvægt að greina þessi tilfelli þar sem áhætta ættingja veikra kvenna er ntun hærri en gengur og gerist í þjóðfélaginu og oft er um ungar konur að ræða. Þar að auki er álitið að í 40-60% tilfella krabbameins í brjóstum og eggjastokkum sem ekki teljast fjölskyldubund- in eða arfgeng ntegi finna áunnar breytingar í þessu geni (7). Þegar nákvæm lýsing BRCAl gensins liggur fyrir verður mikilvægt að greina þær konur sem hafa arfgenga stökkbreytingu í þessu geni frá þeint sem hafa krabbamein í brjóstum og eggjastokkum af öðrum orsökum. Erfðapróf verða því óhjákvæmileg hjá öllum slíkurn sjúklingum í framtíðinni. Eftir því sem fleiri gen greinast eykst þörf á sérhæfðu starfs- fólki, bæði þeim sem vinna inni á rannsóknar- stofum og þeim sem veita erfðaráðgjöf. Við mat á líkum þess að urn fjölskyldubund- ið eða arfgengt krabbamein sé að ræða verður að afla upplýsinga um heilsufar ættingja í fyrsta og öðrum lið og ef mögulegt hjá ættingjum í þriðja lið. í nrörgum tilfellum er ljóst að um fjölskyldubundið krabbamein er að ræða, til dæmis ef þrjár konur í söntu fjölskyldu hafa brjóstakrabbamein. Ef konurnar eru ungar þegar krabbameinið greinist (yngri en 50 ára) eða æxli finnast í báðum brjóstum. Því miður er þetta þó ekki alltaf svona einfalt. Verður þá að nota faraldsfræðilegar upplýsingar til að meta líkur á því að um fjölskyldubundið eða arfgengt krabbamein sé að ræða (7,8). Flestar faraldsfræðirannsóknir benda til að líkurnar aukist verulega ef konan er ung og geti verið allt að 40% hjá konu sem er þrítug þegar hún greinist með krabbamein. Ef hún á ættingja sem fengið hefur brjóstakrabbamein innan fimmtugs tvöfaldast líkurna. Ef fjölskyldusaga er um brjósta- eða eggjastokkakrabbamein aukast líkurnar á að um stökkbreytt afbrigði af BRCAl geni geti verið að ræða. Þá þarf að taka tillit til upplýsinga um sýnd þess við útreikn- inga á áhættu. Ef verulegar líkur eru á að BRCAl genið eigi hlut að máli þykir rétt að bjóða ættingjum hennar upp á reglulega brjóstaskoðun (þar á meðal myndatöku) og leit að eggjastokkakrabbameini með ómskoðun. Ný þekking kallar á nýjar áherslur í forvarn- ar- og fræðslustarfi. Miðla þarf þeim upplýs- ingum sem þegar eru fyrir hendi. Heilbrigðis- starfsfólk þarf að hagnýta sér þær í daglegu starfi. Sjúklingar og fjölskyldur þeirra gera sér í vaxandi mæli grein fyrir fjölskyldutilhneig- ingu þessa illskæða sjúkdóms og krefjast auk- innar fræðslu. Með vaxandi þekkingu á eðli krabbameinsgena er áríðandi að vandað sé til þessa starfs og að það sé í höndum starfsfólks nteð reynslu í erfðaráðgjöf. Samvinna krabba- meinslækna, erfðafræðinga og þeirra sem ann- ast krabbameinssjúklinga er því mikilvæg. Það ætti að vera á meðal forgangsverkefna heil- brigðisyfirvalda að koma slíkri þjónustu á fót. HEIMILDIR 1. Engeland A, Haldorsen T. Tretli S, Hakulinen T, Hörte LG. Luostarinen T. et al. Prediction of cancer incidence in the Nordic countries up to the year 2000 and 2010. A collaborative study of the five Nordic Cancer Registries. APMIS 1993; 101/Suppl 38. 2. Knudson AG. All in the (cancer) family. Nature genet- ics 1993; 5: 103—4. 3. Thorlacius S, Börresen AL, Eyfjörð EE. Somatic p53 mutations in human breast carcinomas in an Icelandic population: A prognostic factor. Cancer Res 1993: 53: 1637—41. 4. Arason A. Barkardóttir RB, Egilsson V. Linkage analy- sis of chromosome 17q markers and breast-ovarian can- cer in Icelandic families and possible relationship to prostatic cancer. Am J Hum Genet 1993; 52: 711-7. 5. Tulinius H, Egilsson V, Ólafsdóttir GH, Sigvaldason H. Risk of prostate, ovarial and endometrial cancer among relatives of breast cancer patients. Br Med J 1992; 305: 855-7. 6. Easton DF, Bishop DT. Ford D, Crockford GP and the Breast cancer linkage consortium. Genetic linkage anal- ysis in familial breast and ovarian cancer: results from 214 families. Am J Hum Genet 1993; 52: 678-701. 7. Eng C, Stratton M. Ponder B, Murday V, Easton D. Sacks N, et al. Familial cancer syndromes. Lancet 1994; 343: 709-13. 8. Houlston RS, McCarter E, Parbhoo S, Scurr JH, Slack J. Family history of breast cancer. J Med Genet 1992; 29: 154-7.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.