Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1994, Síða 52

Læknablaðið - 15.10.1994, Síða 52
396 LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 algengum gerlarannsóknum og annarri vinnu í rannsóknastofu. 5. Fór með viðtali og yfirheyrslu yfir réttar- lœknisfrceði 1 stund á viku. Lesin Francis Fíar- bitz; Lœrebok i Retsmedicin. “ Mun Guðmundur hafa fylgt þessari kennslu- áætlun meðan hann sá um kennsluna í ofan- nefndum greinum eða til hausts 1926. Á deildarfundi í læknadeild í júni 1922 var til umræðu ráðstöfun á dósentsembættinu í meinafræði, er Stefán Jónsson léti af embætti. Samkvæmt fundargerð þessa fundar þótti deildinni nauðsynlegt að hugsa fyrir nýjum manni í embættið, en vissi ekki til að nokkur íslenskur læknir hefði lagt stund á þau fræði, sem dósentinum var ætlað að kenna. Komið hafði til tals að cand. med. Friðrik Björnsson, sem að dómi Stefáns hafði sýnt mikinn áhuga á sjúkdómafræði mundi vilja búa sig undir kennarastarfið, ef hann fengi ádrátt um það að fá veitingu fyrir embættinu þegar það losnaði. Því var og hreyft að aðrar leiðir væri hægt að fara, en deildin fól Guðmundi Hannessyni pró- fessor að leita nánari upplýsinga í málinu og sérstaklega skýra kröfur deildarinnar fyrir Friðriki Björnssyni. Á fundi læknadeildar í september 1922 var samþykkt að leggja til að Guðmundur Thor- oddsen yrði settur í dósentsembættið, þegar Stefán léti af störfum. í öðru lagi var samþykkt að deildarforseti setti auglýsingu í næsta Læknablað um það að: „Embœtti þetta losnifrá nœsta nýári. Deildin geri sig ekki ánœgða með minna en 2ja ára undirbúning. Peir sem kynnu að hafa huga á því gefi sig fram fyrir 1. desember við deildarforseta og velji deildin þá úr umsækjendum. “ Ennfremur voru lögð fram bréf frá Olafi Gunnarssyni héraðslækni og cand. med. Frið- riki Björnssyni er lýstu áhuga á starfinu. Á deildarfundi í læknadeild í desemberbyrj- un 1922 var greint frá umsóknum urn dósents- embættið í meinafræði. Umsóknir höfðu borist frá Friðriki Björnssyni, Þórhalli Jóhannessyni, Guðmundi Ásbjörnssyni, Sigurði Jónssyni, Ol- afi Gunnarssyni, Lúðvíki Nordal Davíðssyni og Níelsi Dungal. Við atkvæðagreiðslu var samþykkt að mæla með Sigurði Jónssyni. Einnig er bókað í fund- argerð að í sambandi við það að deildin mælir með Sigurði Jónssyni, gjörir hún að sjálfsögðu ráð fyrir að undirbúningur hans undir starfið samsvari því sem tekið er fram í auglýsingu um það eða: „Undirbúning (í laboratorium, sekt- ionsstofu, seruminstitut o.s.frv.) skemmri en 2 ár telur deildin óviðunandi. Nokkurn fjárstyrk vœntir deildin að geta lagt fram handa einum manni í þessu skyni, að minnsta kosti fyrra árið. Pá óskar deildin þess að hann hafi á hendi kennslu í réttarlœknisfrœði og vefjafrœði og vœri því nauðsynlegt að hann kynnti sér þœr frœðigreinar. Ennfremur óskar deildin að hann fáist ekki við almenn lœknisstörf er hann tekur við embœtti. “ í samræmi við ofangreinda ákvörðun deild- arinnar byrjaði Sigurður að undirbúa sig undir það að taka við embættinu. Þessi undirbúning- ur stóð ekki lengi. Á deildarfundi 10. septem- ber 1923 las deildarforseti upp bréf frá Sigurði dagsett 17. ágúst það ár, þar sem hann tilkynnir að hann sjái sér ekki fært að halda náminu áfram. Enn er fjallað um dósentsembættið á fundi deildarinnar 26. september 1923. Deildarfor- seti skýrði frá því að málaleitan hefði borist til sín fyrir hönd Þórhalls Jóhannessonar og Níels- ar Dungal um horfur til þess að geta komið í stað Sigurðar Jónssonar, sem væntanlegir dós- entar. Var samþykkt að leita til Stefáns Jóns- sonar hvort hann vildi aftur taka starfið á hend- ur, áður en frekar væri að gert. Á sama fundi var lesið bréf frá landlækni, sem hann hafði skrifað stjórnarráðinu dagsett 22. september, 1923, þar sem farið er fram á: „1. Nýtt og betra húsnœði handa stofunni. 2. Fastan aðstoðarmann. 3. Að stofan leysi af hendi allar rannsóknir, sem heilbrigðisstjórnin þarfað halda á viðvíkj- andi sóttvörnum og þá sérstaklega Wassermann Reaction og sé þá jafnframt skylda að gera það. “ í tilefni af bréfi landlæknis voru bókaðar eftirfarandi samþykktir deildarfundar: „7* Deildin er á einu máli um það, að hús- nœði Rannsóknastofunnar sé allsendis óviðun- andi en hún hefur látið sér þetta húsnœði nœgja bœði vegna þess, að annað hefir ekki verið fáanlegt, auk þess að kosta mikið, en sjái hins- vegar stjórnin sérþaðfœrtað láta betra húsnæði af mörkum taki deildin því með hinum bestu þökkum. 2* Hvað fastan aðstoðarmann snertir, sem leyst geti öll nauðsynleg störf af hendi þá getur ekki verið um annan að tala en lœrðan lœkni. Það er að sjálfsögðu engin trygging fyrir því að
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.