Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.10.1994, Page 62

Læknablaðið - 15.10.1994, Page 62
404 LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 íðorðasafn lækna 58 Framburður Framburður fræðiorða hefur lítið verið til umræðu í þessum pistlum. Þó að um framburð margra erlendu orðanna ríki ákveðnar hefðir, þá fer því fjarri að fullt samræmi sé til staðar. Læknar eru sennilega sammála um eftirfarandi framburð: peni- sillín, túmor, híperplasía og bronkítis. Hins vegar er til dæntis ekki full samstaða um hið latneska heiti lungnabólgu, sem ýmist er borið fram sem pnevmónía, pnumónía eða jafn- vel njúmónía samkvæmt ensk- amerískri hefð. Svipuðu máli gegnir um heiti botnristils, coecum, sem í íslenska lækna- slanginu gengur ýmist undir heitunum sökum, kökum eða síkum. Við þessu er ef til vill ekki ástæða að amast. Mestu máli skiptir að framburðurinn sé ekki svo breytilegur að hætta sé á alvarlegum misskilningi. Latínan Undirritaður lærði stærð- fræðideildarlatínu í mennta- skóla fyrir rúmum 30 árum og á þeirn tíma virtist ekki leika mik- ill vafi á því hvernig bera ætti latnesk orð fram hér á landi. Latínan var talin hafa verið hljóðrétt rituð og flest latnesk orð voru borin fram nánast að íslenskum sið. Auðvitað var þó farið öðruvísi með tvíhljóðin og kommulausir sérhljóðar voru oft bornir fram eins og þeir væru skrifaðir með komntu. Þá má nefna k-hljóð fyrir stafinn c, f- hljóð fyrir ph, sem reyndar mun vera komið úr grísku, og þ-hljóð fyrir th í upphafi orðs. Reyndar var ekki unr það rætt að latínan gæti verið borin öðruvísi fram í öðrum löndum. Menntaskóla- hefðin virtist svo í heiðri höfð þegar í læknadeild var komið, en síðar fór svo að bera á ntis- ræmi. í mörgum tilvikum stafar misræmið af því að læknar venj- ast annars konar framburði latnesku fræðiorðanna í öðrum löndum. til dæntis á þeim tíina sem þeir eru í sérnámi. Síðan getur verið erfitt að hverfa aftur að íslensku hefðinni og vafalítið eru menn ekki alltaf sjálfum sér samkvæmir. Sá siður, að skrifa lyfjaheiti hljóðrétt í stað þess að íslenska þau, getur orðið til þess að taka þurfi upp umræðu um framburð fræðiorða. Það er til dæmis ekki fullt samkomulag um það hvort rita skuli sefaló- sporín eða kefalósporín. Botnlangi Hitt er þó enn verra ef ís- lensku fræðiorðin eru að glata rithætti sínurn vegna linmælgi eða annars óskýrleika í fram- burði. Nýlega fékk undirritaður í hendur handskrifaða vefja- rannsóknarbeiðni þar sem lýst var líffæri, senr fjarlægt hafði verið vegna gruns um bólgu. Botlangi var líffærið tvívegis nefnt svo ekki virtist vera um neina tilviljun að ræða. Frekari athugun leiddi í ljós að áður hafði borist beiðni um rannsókn á bottianga. Það er verulegt áhyggjuefni ef óskýr frantburð- ur er að spilla málinu á þennan hátt. Enn önnur beiðni greindi frá skurðaðgerð á hannlæknis- deild. Undirrituðum er ekki fyllilega kunnugt um uppruna heitisins botnlangi. Efsti hluti ristilsins nefnist nú botnristill í íðorðasafni lækna og hét einnig svo í líffæraheitum Guðntundar Hannessonar. Orðabók Máls og menningar skýrir uppfletti- orðið botnristill hins vegar með heitinu botnlangi. I sömu bók rná finna orðið langi sem útskýrt er á eftirfarandi hátt: aftasti (nedsti) hluti meltingarfœranna; botnlangi; ristill. Samkvæmt ís- lensku orðsifjabókinni er heitið langi frá 17. öld og talið leitt af lýsingarorðinu langur. Sam- heitaorðabókin nel'nir einungis ristil sem samheiti við langa. Þó að þessar hugleiðingar komi framburði heitisins botnlangi lítið við, þá er það athyglisvert, ef svo er sem virðist, að botn- ristillinn hafi fyrrum verið nefndur botnlangi. Þá hefur líf- færið, sem til umræðu er, senni- lega verið nefnt botnlangatota. Rétt er að minna á að fullt latn- eskt fræðiheiti botnlangans er appendix vermiformis eða app- endix ceci. Appendix er auki eða viðauki, hvert það viðhengi sem bœtt er á annað fyrirbœri stœrra og mikilvcegára. Uppruninn er í latnesku sögninni pendeo, að hengja eða hanga. Önnur við- hengi eru til dæmis: appendix auricularis, ullinseyra; append- ix epididymis, eistalyppuauki; appendix epiploica, ristilsauki eða ristilssepi og appendix test- is, eistaauki. Vermiformis er hins vegar dregið af latneska orðinu vermis sem merkir orm- ur. Sá eða þeir, sem gáfu botn- langanum fyrrgreint heiti á lat- ínu. hafa séð livað botnlanga- totan líktist iðraornti hangandi neðan í botnristlinum. Gaman væri að vita hvort einhvern tím- ann hafi verið gerð tilraun til þess að nefna botnlangann ristilorm á íslensku. Jóhann Heiðar Jóhannsson

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.