Læknablaðið - 15.10.1994, Síða 67
LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80
407
Tillaga um skipulag
læknafélaganna
Núverandi skipan Læknafé-
lags Islands í svæðafélög er
fyrirkomulag sem átti vel við
fyrir nokkrum áratugum en er í
dag ófullnægjandi fyrirkomu-
lag. Hins vegar hafa menn enn
ekki getað komið sér saman urn
aðra skipan. Eftirfarandi skil-
yrði þyrfti að uppfylla:
1. Skipulagið þyrfti að vera
sem réttlátast, það er að
segja taka mið af sérgreinum
og búsetu eins og hún er í
dag.
2. Þó þarf að sjá til þess að fá-
mennir hópar, til dæmis
læknar á Vestfjörðum, fái
einnig fulltrúa.
3. Reglur þurfa að vera raun-
hæfar og taka mið af vakta-
bindingu og dreifðri búsetu
dreifbýlislækna, til dæmis
eru opnir aðalfundir ekki
góð lausn af framangreindri
ástæðu.
4. Skipulag þarf að virka örv-
andi en ekki letjandi á félags-
starfið.
5. Skipulag má ekki stuðla að
ósætti og óþarfa togstreitu.
Núverandi skipulag uppfyllir
ekki skilyrði eitt og hugsanlega
ekki heldur skilyrði fimm (sam-
anber togstreitu í LR). Tillaga
meirihlutans er með sömu ann-
marka og núverandi skipulag
enda nánast óbreytt ástand. Til-
laga Magnúsar R. Jónassonar
uppfyllir skilyrði fjögur, en ekki
skilyrði þrjú, þar sem erfitt er að
fylgjast með því hvort menn
greiði athvæði í svæðafélagi eða
í fagfélagi, auk þess sem það ylli
óþarfa togstreitu, sem væri brot
á skilyrði fimm. Þessa ann-
marka á tillögu Magnúsar má
sníða af með því að breyta
ákvæðinu um að menn þurfi að
velja hvort þeir kjósi í svæða-
eða fagfélög, en láta menn í
staðinn kjósa bæði í svæða- og
fagfélög. Félagatalið þyrfti
aðeins að innihalda nafn fagfé-
lags og svæðafélags sem eru
upplýsingar sem breytast lítið
og eru ekki háðar neinum kosn-
Skýrslanefndarerfjallaði
um skipulag LÍ starfstil-
högun og umsvif var
kynnt á formannaráð-
stefnu félagsins 6. maí
síðastliðinn.
í nefndinni áttu sæti Guð-
mundur J. Olgeirsson,
Halldór Halldórsson,
Halldór Jóhannsson,
Magni Jónsson, Magn-
ús R. Jónasson og
Anna Stefánsdóttir sem
var ritari nefndarinnar og
jafnframt fulltrúi FUL.
Niðurstöður nefndarinn-
ar, bæði sameiginlegar
og sérálit einstakra
nefndarmanna, voru birt-
ar í heild í Fréttabréfi
lækna 6/94.
ingum. Jafnframt kæmi upp viss
samkeppni milli fag- og svæða-
félaga, en þó ekki á neikvæðum
nótum þar sem menn tækju ekki
atkvæði hvor frá öðrum.
Sigurður Gunnarsson,
heilsugæslulæknir
tilncfningu LR og ef til vill LA
þannig að samninganefndin hafi
svipaðan bakstuðning og stjórn
LR hefur veitt urn árabil, en
þess hefur verið gætt að í stjórn
félagins sitji læknar af sjúkra-
húsum borgarinnar, svo og
læknar af sérfræðingastöðvum í
bænum auk heimilis- og heilsu-
gæslulækna.
Mörgurn finnst hugmyndin
uni deildaskiptingu innan LR
vera aðlaðandi, en starfshópur
á vegum fyrrverandi stjórnar
LR kom á síðasta ári fram með
tillögur í þessa veru. Þá var hug-
myndin að deildirnar yrðu fjór-
ar, það er deildir unglækna (al-
menn deild), heimilislækna,
sérfræðinga á skurð- og rann-
sóknasviði annars vegar og lyf-,
barna- og geðlæknissviði hins
vegar. Deildirnar hefðu tölu-
vert sjálfstæði, tilnefndu full-
trúa á aðalfundi LÍ og í samn-
inganefndir og deildastjórarnir
sætu síðan í stjórn LR. Þessi
deildaskipting hefði þann kost
að valdið færðist enn frekar til
grasrótarinnar í félaginu en nú
er raunin. Ég vil þó geta þess að
innan LR hefur á vissan hátt
verið unnið með þessum hætti
og til dæmis þótt sjálfsagt að for-
menn FÍH og FUL væru full-
trúar LR á aðalfundi LÍ.
Mikilvægt er að læknar hug-
leiði sem flestir þessi mál og
ræði sín á milli. Við þurfum að
finna leið, sem sátt getur orðið
um meðal lækna, leið sem helst
styrkir okkar samtök en veikir
þau ekki.
LR mun halda félagsfund,
þar sem þessi mál verða til um-
fjöllunar sennilega í nóvember
næstkomandi fyrir aukaaðal-
fund LÍ.
Gestur Þorgeirsson,
formaður LR