Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1994, Síða 68

Læknablaðið - 15.10.1994, Síða 68
408 LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 Lyfjamál 32 Frá Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu og landlækni Milliverkanir lyfja Sveinbjörn Gizurarson1’, Sig- ríður Guðný Árnadóttir11, Þóra Björg Magnúsdóttir2* Milliverkanir lyfja (drug int- eractions) má útskýra þannig að eitt lvf breytir verkun annars Iyfs. Rannsóknir á þessu fyrir- bæri hófust eiginlega ekki fyrr en um 1940, þegar Dr. T.J.Dry skýrði frá því að p-amínóbenzó- sýra minnkaði útskilnað salicýl- ata um tubulus, þannig að blóð- þéttni þeirra jókst verulega. Niðurstaða hans leiddi til þess að á næstu tveimur áratugum voru birt hundruð greina sem skýrðu frá heppilegum og óheppilegum áhrifum þegar tveimur eða fleiri lyfjum var blandað saman. Þess vegna var hafist handa við að greina á milli þeirra milliverkana sem voru heppilegar (t.d. próbenisíð og penicillín) og þeirra sem voru varasamar (t.d. erýtrómýcín og astemizól). Á síðustu árum hafa milliverkanir síðan verið flokk- aðar eftir því hve alvarlegar þær eru, til þess að lyfjafræðingar og læknar geti gert sér grein fyrir mikilvægi þess að skilja lífs- hættulegar milliverkanir (t.d. selegilín og flúoxetín) frá þeim, sem einungis valda litlum áhrif- um (t.d. própranólól og litíum). Nú er milliverkunum lyfja Frá 'Jyfjafræði lyfsala, Háskóla íslands, 2)Vesturbæjar Apóteki. skipt í fjóra flokka eftir því hve algengar eða hættulegar þær eru. I flokki A eru þær hættuleg- ustu. Þetta eru vel staðfestar milliverkanir sem geta skaðað sjúklinginn eða milliverkanir, sem sjást sjaldan en eru lífs- hættulegar þegar þær sjást. I flokki B eru milliverkanir sem hafa marktæk áhrif á lyfjameð- ferðina án þess að vera lífs- hættulegar. FlokkurC inniheld- ur lyf, sem valda litlum skaða og að lokum er flokkur D en í hon- um eru þau lyf sem liggja undir grun um að valda milliverkun- um. í hvert sinn sem sjúklingur fær fleiri en eitt lyf, aukast lík- urnar á því að milliverkanir eigi sér stað. Erlendar kannanir sýna, að 18-20% sjúklinga fá aukaverkanirafvöldum lyfja. Á sjúkrahúsum fer þetta hlutfall allt upp í 30% og 0,31% dauðs- falla má rekja til aukaverkana lyfja. Ef orsakir aukaverkana eru skoðaðar, sést að 22-23% allra aukaverkana stafa af milli- verkunum lyfja. I samvinnu við lyfjamáladeild Heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytisins og landlækni var gerð könnun á því, í hve miklum mæli sami sjúklingur fær tvö eða fleiri lyf sem saman valda alvar- legum eða slæmum milliverkun- um (úr flokkum A og B). Það er markmið þeirra sem stóðu að þessari könnun að setja upplýs- ingar inn í tölvukerfi lyfjabúða og jafnvel einnig heilsugæslu- stöðva, þannig að viðvörun birt- ist þegar sjúklingi er ávísað milliverkandi lyfjum. Úrtak Upplýsingar af lyfseðlum ár- anna 1988 og 1993 var safnað úr 10 lyfjabúðum á Stór-Reykja- víkursvæðinu og sex lyfjabúð- urn af landsbyggðinni. Heildar- fjöldi lyfjaávísana var 348.000 til 99.200 sjúklinga árið 1993 og 440.000 til 98.000 sjúklinga árið 1988. Kannaðar voru 44 milli- verkanir úr flokki A og 323 úr flokki B. Tíðni ávísana á milli- verkandi lyf var síðan reiknuð miðað við 100.000 íbúa. Niðurstöður könnunarinnar Niðurstöður leiddu í ljós, að hlutfall þeirra sem fengu af- greidd tvö eða fleiri milliverk- andi lyf úr flokki A var 1,12% árið 1993, samanborið við 1,00% árið 1988. Ef skoðaðar eru tölur úr flokki B sést að hlutföllin voru 13,7% árið 1993, samanborið við 9,4% árið 1988. Það er vitað, að sumir sjúkling- ar fá kröftugar milliverkanir þar sem aðrir fá engar. Það má því gera ráð fyrir að sumir sjúkling- ar hafi milliverkanir sem hægt væri að komast hjá með réttri lyfjagjöf. Hér á eftir eru tekin nokkur dæmi úr könnuninni. Címetidín eykur styrk teófýl- líns í blóði u.þ.b. 33%, þar sem það hamlar niðurbroti teófýllíns í lifur (flokkur A). Því þarf að minnka skammta teófýllíns um
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.