Læknablaðið - 15.10.1994, Qupperneq 68
408
LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80
Lyfjamál 32
Frá Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu
og landlækni
Milliverkanir lyfja
Sveinbjörn Gizurarson1’, Sig-
ríður Guðný Árnadóttir11, Þóra
Björg Magnúsdóttir2*
Milliverkanir lyfja (drug int-
eractions) má útskýra þannig að
eitt lvf breytir verkun annars
Iyfs. Rannsóknir á þessu fyrir-
bæri hófust eiginlega ekki fyrr
en um 1940, þegar Dr. T.J.Dry
skýrði frá því að p-amínóbenzó-
sýra minnkaði útskilnað salicýl-
ata um tubulus, þannig að blóð-
þéttni þeirra jókst verulega.
Niðurstaða hans leiddi til þess
að á næstu tveimur áratugum
voru birt hundruð greina sem
skýrðu frá heppilegum og
óheppilegum áhrifum þegar
tveimur eða fleiri lyfjum var
blandað saman. Þess vegna var
hafist handa við að greina á milli
þeirra milliverkana sem voru
heppilegar (t.d. próbenisíð og
penicillín) og þeirra sem voru
varasamar (t.d. erýtrómýcín og
astemizól). Á síðustu árum hafa
milliverkanir síðan verið flokk-
aðar eftir því hve alvarlegar þær
eru, til þess að lyfjafræðingar og
læknar geti gert sér grein fyrir
mikilvægi þess að skilja lífs-
hættulegar milliverkanir (t.d.
selegilín og flúoxetín) frá þeim,
sem einungis valda litlum áhrif-
um (t.d. própranólól og litíum).
Nú er milliverkunum lyfja
Frá 'Jyfjafræði lyfsala, Háskóla
íslands, 2)Vesturbæjar Apóteki.
skipt í fjóra flokka eftir því hve
algengar eða hættulegar þær
eru. I flokki A eru þær hættuleg-
ustu. Þetta eru vel staðfestar
milliverkanir sem geta skaðað
sjúklinginn eða milliverkanir,
sem sjást sjaldan en eru lífs-
hættulegar þegar þær sjást. I
flokki B eru milliverkanir sem
hafa marktæk áhrif á lyfjameð-
ferðina án þess að vera lífs-
hættulegar. FlokkurC inniheld-
ur lyf, sem valda litlum skaða og
að lokum er flokkur D en í hon-
um eru þau lyf sem liggja undir
grun um að valda milliverkun-
um.
í hvert sinn sem sjúklingur
fær fleiri en eitt lyf, aukast lík-
urnar á því að milliverkanir eigi
sér stað. Erlendar kannanir
sýna, að 18-20% sjúklinga fá
aukaverkanirafvöldum lyfja. Á
sjúkrahúsum fer þetta hlutfall
allt upp í 30% og 0,31% dauðs-
falla má rekja til aukaverkana
lyfja. Ef orsakir aukaverkana
eru skoðaðar, sést að 22-23%
allra aukaverkana stafa af milli-
verkunum lyfja.
I samvinnu við lyfjamáladeild
Heilbrigðis- og tryggingamála-
ráðuneytisins og landlækni var
gerð könnun á því, í hve miklum
mæli sami sjúklingur fær tvö eða
fleiri lyf sem saman valda alvar-
legum eða slæmum milliverkun-
um (úr flokkum A og B). Það er
markmið þeirra sem stóðu að
þessari könnun að setja upplýs-
ingar inn í tölvukerfi lyfjabúða
og jafnvel einnig heilsugæslu-
stöðva, þannig að viðvörun birt-
ist þegar sjúklingi er ávísað
milliverkandi lyfjum.
Úrtak
Upplýsingar af lyfseðlum ár-
anna 1988 og 1993 var safnað úr
10 lyfjabúðum á Stór-Reykja-
víkursvæðinu og sex lyfjabúð-
urn af landsbyggðinni. Heildar-
fjöldi lyfjaávísana var 348.000
til 99.200 sjúklinga árið 1993 og
440.000 til 98.000 sjúklinga árið
1988. Kannaðar voru 44 milli-
verkanir úr flokki A og 323 úr
flokki B. Tíðni ávísana á milli-
verkandi lyf var síðan reiknuð
miðað við 100.000 íbúa.
Niðurstöður
könnunarinnar
Niðurstöður leiddu í ljós, að
hlutfall þeirra sem fengu af-
greidd tvö eða fleiri milliverk-
andi lyf úr flokki A var 1,12%
árið 1993, samanborið við
1,00% árið 1988. Ef skoðaðar
eru tölur úr flokki B sést að
hlutföllin voru 13,7% árið 1993,
samanborið við 9,4% árið 1988.
Það er vitað, að sumir sjúkling-
ar fá kröftugar milliverkanir þar
sem aðrir fá engar. Það má því
gera ráð fyrir að sumir sjúkling-
ar hafi milliverkanir sem hægt
væri að komast hjá með réttri
lyfjagjöf. Hér á eftir eru tekin
nokkur dæmi úr könnuninni.
Címetidín eykur styrk teófýl-
líns í blóði u.þ.b. 33%, þar sem
það hamlar niðurbroti teófýllíns
í lifur (flokkur A). Því þarf að
minnka skammta teófýllíns um