Læknablaðið - 15.06.1997, Qupperneq 6
366
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83: 366-7
Ritstjórnargrein
Krabbameinsvaldur færist skör hærra
Hvernig vitum við hvort efni eru krabba-
meinsvaldar? Getum við flett slíku upp í texta-
bókum og fengið að vita vissu okkar í eitt skipti
fyrir öll? Samband ákveðinnar mengunar og
krabbameins er í sumum tilvikum orðin svo
augljós að það nægir að glugga í barnabækurn-
ar eftir dæmum og má hér nefna að tóbaks-
reykur leiðir til lungnakrabbameins. Það er
með réttu hægt að halda því fram krabba-
meinsvaldandi efni séu mismunandi. Nokkur
efni hafa sýnt sig að því að geta valdið krabba-
meinum eingöngu í dýratilraunum og stundum
aðeins í einni dýrategund. Önnur efni eru talin
geta valdið krabbameini í mönnum. Sum efni
geta leitt til krabbameina þótt menn verði fyrir
lítilli mengun, en urn önnur efni virðist gilda að
mengunin þurfi að vera mikil og vara lengi þar
til aukin krabbameinshætta kemur fram. Ein-
földustu forvarnir við krabbameinum sem
rekja má til mengunar efna gætu virst vera að
banna notkun og meðferð slíkra efna. Þetta er
oft og tíðum ekki hægt af hagnýtum ástæðum
því að slík efni geta verið okkur gagnleg, svo
sem eldsneyti og smurolíur, þannig að forvarn-
irnar þurfa að beinast að því að vernda ein-
staklinga sem vinna með eða komast í snert-
ingu við efnin. Þess vegna er þörf á flokkun og
mati á efnunum með tilliti til hversu mikil
krabbameinshætta stafar af þeim og hvar þau
koma helst fyrir.
Alþjóðlega krabbameinsrannsóknarstofn-
unin (International Agency for Research on
Cancer, IARC) í Lyon er í fararbroddi á þessu
sviði, en stofnunin er tengd Alþjóðaheilbrigð-
isstofnuninni. Eitt af hlutverkum IARC er að
meta og flokka efni sem gætu valdið krabba-
meinum hjá mönnuni. Um 800 efni hafa verið
flokkuð frá 1972 af alþjóðlegum sérfræðinga-
hópum, sem stofnunin hefur kallað til sam-
starfs og valið eftir því hvaða verkefni liggja
fyrir. Við mat á efnum taka sérfræðingarnir
saman yfirlit (monographs) (1,2) um birtar vís-
indarannsóknir um efnin. Yfirlitin skiptast í
fjóra meginkafla. Fyrsti kaflinn er um mengun-
arupplýsingar, annar kaflinn um krabba-
meinsrannsóknir á mönnurn, þriðji um krabba-
meinsrannsóknir á dýrum og sá fjórði er um
aðrar rannsóknir og upplýsingar sem þykja
skipta máli.
IARC flokkar efni í fjóra meginflokka.
Flokkur 1: Efnið er krabbameinsvaldur hjá
mönnum. Flokkur 2a; Efnið er sennilega
krabbameinsvaldur hjá rnönnum. Flokkur 2b:
Efnið er hugsanlega krabbameinsvaldur hjá
mönnum. Flokkur 3: Það er ekki hægt að
ákvarða hvort efnið er krabbameinsvaldur hjá
mönnum og flokkur 4: Efnið er sennilega ekki
krabbameinsvaldur hjá mönnum.
Efni sem metin hafa verið af sérfræðinga-
hópum IARC eru iðulega endurmetin á nokk-
urra ára fresti eftir því sem fleiri rannsóknir eru
framkvæmdar og birtar. Á síðastliðnu hausti
voru nokkur efni endurmetin og verður yfir-
litsskýrsla birt um matið á næstu dögum (3).
Strax eftir fundinn í haust var það látið berast
út (http://www.iarc.fr/publications/vol68.htm),
að sérfræðingarnir töldu að nú lægju fyrir nægi-
legar upplýsingar um að kristölluð kísilsýra
væri krabbameinsvaldur hjá mönnum og ætti
því sæti í flokki 1. Þetta var breyting frá fyrra
mati á kristallaðri kísilsýru sem birt var í yfirliti
árið 1987 (1). Þá var kristölluð kísilsýra metin í
flokk 2a og talið sennilegt að hún væri krabba-
meinsvaldur hjá mönnum, en nú var hún færð
upp um flokk í ljósi nýrra rannsóknarniður-
staðna. Innöndun kristallaðrar kísilsýru í formi
kvarts eða kristóbalíts þegar um atvinnumeng-
un er að ræða var sérstaklega nefnd. Endur-
matið 1996 byggist á niðurstöðum margra far-
aldsfræðilegra rannsókna sem samanlagt þóttu
gefa nægilegar vísbendingar um að kristölluð
kísilsýra væri krabbameinsvaldur hjá mönn-