Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.1997, Síða 17

Læknablaðið - 15.06.1997, Síða 17
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 377 verkjum. Nóttina fyrir innlögn vaknaði hann með slæma verki í neðanverðum kviði og hægðalosunarþörf. Fór á salerni 60-70 sinnum næsta hálfan annan sólarhringinn, stundum kom einungis blóð og slím, en stundum mótað- ar hægðir. Sjúklingur hafði almennt verið hraustur en undanfarin 10 ár þó fengið slæm verkjaköst í neðanverðan kvið nokkrum sinnum á ári sem stóðu stutt og stundunr fylgdi niðurgangur. Skoðun við innlögn leiddi eftirfarandi í ljós: Sjúklingur var fölur og veikindalegur, hitalaus með eðlilegan blóðþrýsting og púls, blóðþrýst- ingsfall í réttstöðu. Kviður var mjúkur, en eymsli neðanvert í kviði, mest í vinstri mjaðm- argróf. Slímhúð var eðlileg við endaþarms- speglun. Daginn eftir var gerð vinstri ristil- speglun og kom þá í ljós bjúgmikil, léttblæð- andi, auðsæranleg slímhúð með sármyndun- um, frá miltisbugðu niður í 14 cm. Skoðun á vefjasýnum leiddi í ljós breytingar sem sam- rýmdust best blóðþurrðarástandi, það er bjúg- ur, aukin blóðsókn, smáblæðingar og nýmynd- un fínæða. Auk þess staðbundið drep í yfir- borðsþekju ásamt gagnvirkum kirtilbreyting- um og bráðum bólguviðbrögðum, að öðru leyti var engin bólga til staðar og engin sýndar- himnumyndun. Sýni frá endaþarmi og þver- ristli voru með eðlilegu útliti. Sjúklingur var meðhöndlaður með þarma- hvfld og vökva í æð. Þremur dögum eftir inn- lögn var hann orðinn svo til einkennalaus og líðan hefur verið góð síðan. Tilfelli 2: Tuttugu og níu ára karlmaður með tveggja til þriggja ára sögu um óreglulegar hægðir, þar sem skiptust á harðlífi með kvið- verkjum og vindgangi og niðurgangur með lin- un einkenna. Sjúklingur hafði aldrei reykt. Hann hafði tekið indómetasínhylki 25 mg tvisvar á dag í um það bil tvær vikur vegna tognunar í baki. Tveimur sólarhringum fyrir innlögn vaknaði sjúklingur með verkjaónot í kviði. Hann hafði harðar hægðir um morgun- inn, síðan linari og tíða hægðalosunarþörf um daginn, en einungis kom teskeiðarfylli af fersku blóði í hvert skipti. Við komu var kviður mjúkur, en væg eymsli í vinstri mjaðmargróf. Hiti var 37,7° C, blóðþrýstingur og púls eðli- legur og blóðrannsóknir innan eðlilegra marka. Sjúklingi var ráðlagt fljótandi fæði, en kom í vinstri ristilspeglun tveimur dögum síð- ar. Hann var slappur í millitíðinni og tók eftir blóði með hægðum. Við speglun sáust „bólgu- No. of patients Fig. 2. Age distribution of the 26patients with ischemic colitis. Fig. 3. Number of patients with lesion in each segment of the colon (many patients had ischemia in more than one seg- ment). Table III. Disease course of the 26 patients with ischemic colitis (extent of injury, cause of death). <40 years >60 years Transient (reversible) 5 13 Transmural infarct 0 7 Chronic with stricture formation (and late operation) 0 1 Colon resection 0 9 Died 3 Cause of death: Renal failure 1 Sepsis 1 Sepsis + hepato-renal failure 1 Survived 6 Died without operation 0 2 Cause of death: Gl bleeding 1 Sepsis 1
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.