Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.06.1997, Side 20

Læknablaðið - 15.06.1997, Side 20
380 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 því að ristilspeglun er nú oftar beitt í bráðatil- vikum (7). Hlutfall yngri sjúklinga (19% undir 40 ára) í þessari rannsókn vekur athygli, en raunar hafa svipaðar niðurstöður fengist í ný- legum rannsóknum (20% undir 45 ára (4), 13- 38% undir 50 ára (5,6,10)). Lýst hefur verið einstökum tilfellum ungra sjúklinga með blóð- þurrð í ristli (12) og birtar samantektir um til- tölulega fáa sjúklinga (3,4,13). Samkvæmt sumum þessara rannsókna virðist blóðþurrð í ristli vera algengari hjá konum í þessum aldurs- hópi (13). Líkur eru á því að getnaðarvarnar- pillan og önnur lyf sem innihalda estrógen geti stuðlað að ristilblóðþurrð (14). Samkvæmt Deana og Dean (13) er hættan á blóðþurrð í ristli meira en sexföld hjá konum sem nota getnaðarvarnarpillur miðað við þær sem ekki nota slík lyf. Einn af ungu sjúklingunum í rann- sókn okkar hafði tekið inn hormónalyf (Diane mite) í þrjár vikur við upphaf einkenna og ein konan var þunguð, gengin 20 vikur. Athyglis- vert er að tveir karlmenn yngri en 40 ára höfðu verið settir á indómetasín nokkrum dögum áður en einkenni hófust. Ahrif bólgueyðandi lyfja (NSAID) á slímhúð í maga og skeifugörn eru vel þekkt, en fátíðara er að þessi lyf valdi ristilbólgum, þótt því hafi verið lýst (15,16). Það er því ekki útilokað að NSAID geti valdið blóðþurrð eða blóðþurrðarlíkum breytingum í ristli (15). Aukinn þrýstingur í kviðarholi leiðir til minnkaðs blóðflæðis í slímhúðum meltingar- vegarins (7). Blóðþurrð í ristli fylgir stundum í kjölfar stífluástands, svo sem af völdum krabbameins eða sarpbólgu (17). Tveir eldri sjúklingar í rannsókn okkar höfðu æxli í ristli. Japönsk rannsókn bendir til þess að hægða- tregða, sérstaklega bráð eða versnandi, eigi þátt í meinmyndun blóðþurrðar í ristli hjá ungu fólki (4). Þrír ungir sjúklingar í okkar rannsókn höfðu sögu um hægðatregðu og ristilkrampa (colon irritabile). Ristilbólgur af völdum E. coli 0157:H7 geta minnt á blóðþurrð í ristli hvað varðar sjúk- dómsgang og útlit við ristilspeglun, röntgen- myndun og smásjárskoðun vefjasýna að því er talið er. Svæsnustu slímhúðarbreytingarnar eru yfirleitt í hægri hluta ristils (18,19). Sé mið- að við tíðni í Bandaríkjunum (20) ættu að greinast 10-20 tilfelli árlega. Hér á landi hafa einungis greinst tvö sýkingartilfelli af völdum verótoxínmyndandi E. coli (munnlegar upp- lýsingar frá sýkladeild Landspítalans). Leitað var að E. coli 0157:H7 í einum sjúklingi í rann- sókninni og var niðurstaðan neikvæð. Það mælir gegn E. coli 0157 :H7 sýkingu hjá ungu sjúklingunum að bólgubreytingarnar voru yfir- leitt bundnar við vinstri hluta ristils. Hjá einni konu voru breytingarnar þó í hægri hluta ristils og var hún með slæma krampakennda verki líkt og lýst er hjá flestum sjúklingum með blóð- ugan niðurgang af völdum E. coli 0157 :H7. Systir hennar hafði veikst þremur dögum áður, fékk hún væga niðurgangspest í nokkrar klukkustundir. Þær höfðu ekki borðað sama mat. Ekki var leitað að E. coli 0157:H7 hjá þessum sjúklingi. Leit að Clostridium difficile toxíni var neikvæð. Tveir sjúklingar voru úti- lokaðir frá rannsókninni þar eð hægðasýni voru jákvæð fyrir Clostridium difficile. Annar þeirra (46 ára gömul kona) var þó með dæmi- gerða sögu um blóðþurrð og útlit við ristil- speglun, röntgenmyndatöku og skoðun vefja- sýna benti sterklega til blóðþurrðarástands. Hugsanlega hefur bakterían verið meinlaus í þessu tilviki. Einn ungur sjúklingur var útilok- aður þrátt fyrir jákvæða vefjaskoðun, þar sem sjúkdómsgangur og útlit við speglun þóttu samrýmast mun betur sýndarhimnuristilbólgu. Ályktanir og samantekt Blóðþurrð í ristli er algengari hjá ungu fólki en áður var talið, er hún yfirleitt afturkvæm og staðsett í vinstri hluta ristils. Rannsókn okkar staðfestir mikilvægi skjótrar speglunar og vefjaskoðunar hjá sjúklingum með bráðan og blóðugan niðurgang. Tíðari ristilspeglanir í bráðafasanum eiga sennilega verulegan þátt í fjölgun greindra tilfella, auk þess sem menn eru betur á varðbergi fyrir kvillanum. Blóð- þurrð í ristli hjá ungu fólki er yfirleitt ekki tengd hjarta- og æðasjúkdómum og mein- myndun er yfirleitt illa skilgreind. Mögulegir orsakaþættir í okkar sjúklingahópi voru meðal annars estrógen, NSAID, þurrkur, astmi, auk- inn holþrýstingur, reykingar, ampicillín og hugsanlega E. coli 0157:H7. Þakkir Birni Guðbjörnssyni yfirlækni er þakkað fyrir yfirlestur og gagnlegar ábendingar, Shreekrishna Datye yfirlækni fyrir aðgang að sjúkraskrám handlæknisdeildar FSA. Riturum lyflækninga-, handlækninga- og meinafræðideilda FSA er þakkað fyrir veitta aðstoð.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.