Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.06.1997, Side 27

Læknablaðið - 15.06.1997, Side 27
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 387 lögn á gjörgæsludeild þar til ákvörðun var tek- in var heldur lengri hér, 4,3 dagar á móti 2,3 dögum, sem virðist sýna að vissrar tregðu gætir við ákvarðanatöku. Algengasta ástæða fyrir takmörkun á með- ferð var vanstarfsemi taugakerfisins og fjöl- kerfabilun, en í slíkum tilfellum eru möguleik- ar á bata litlir (19,20). Fjórir þeirra sjúklinga þar sem takmörkun meðferðar var ákveðin út- skrifuðust af deildinni en létust innan tveggja sólahringa nema einn sem lifði í tvö ár. Þó að sjúklingar eigi fullan rétt á að ákveða hvort þeir hafni ákveðinni meðferð, svo sem endurlífgun eða öðrum lífsbjargandi aðgerðum er ekki auðvelt að ræða slíka hluti þegar sjúk- lingar eru á gjörgæsludeild. Þá getur verið lítill tími eða erfiðar aðstæður til að ræða þetta áður en sjúklingur flyst á gjörgæsludeild, því að flestir þessara sjúklinga sem hér um ræðir lögð- ust á gjörgæsludeild á fyrsta sólarhringi eftir innlögn á spítalann. Enginn þeirra sjúklinga sem könnunin náði til var spurður álits, enda aðeins þrír sjúklingar með meðvitund þegar ákvörðun var tekin. Mörgum læknum mun finnast óþægilegt og óviðkunnanlegt að hefja máls á hugsanlegri takmörkun á meðferð þegar þeir ræða við ákvörðunarhæfa sjúklinga. Hugs- anlega mætti benda sjúklingum á þennan rétt sinn í bæklingi sem þeir fengju við komu á spítalann. Samráð var haft við ættingja í flestum tilvik- um. Afar mikilvægt er að þeir fái góðar upplýs- ingar um batahorfur og þá meðferð sem við- höfð er. Reynt er að komast að því hver af- staða sjúklingsins er í þessum efnum. Hins vegar er ekki talið rétt að leggja málið alfarið í hendur aðstandenda því mörgum þeirra finnst afar erfitt að taka slíkar ákvarðanir varðandi ástvini sína. Samráð var haft við gjörgæslulækni í flestum tilfellum, en það er sérfræðingur í svæfinga- lækningum sem er til taks á gjörgæsludeild all- an sólarhringinn. Oft er hann sá læknir sem kemur af stað umræðum um takmörkun á meðferð. Þó að sjúklingur sé á gjörgæsludeild er hann jafnframt skráður á einhverja hinna klínísku deilda spítalans og þar er alltaf sér- fræðingur sem skráður er læknir sjúklingsins. Leiðbeiningarnar gera ráð fyrir að það sé hans að taka formlega ákvörðun um takmörkun á meðferð, þó að samráð sé haft við marga aðila og upplýsinga leitað. Ekki var kannað sérstaklega hvort leitað hafi verið eftir áliti hjúkrunarfræðinga eða upplýsinga aflað hjá þeim, en þar sem hjúkrun- arfræðingar eru í stöðugum og nánum tengsl- um við sjúklingana var slíkt talið svo sjálfsagt að ekki þyrfti að athuga það sérstaklega. Ekki kom fram að leitað hafi verið álits annarra aðila, en mjög líklegt er að álits annarra lækna hafi verið leitað og líklegt er að prestar spítal- ans hafi getað gefið upplýsingar sem að gagni hafi komið vegna þess að þeir hafa oft mikil samskipti við aðstandendur. Skráningu fyrirmæla hjá læknum sjúklings má telja nokkuð ábótavant. Skráð var á fyrir- mælablöð hjá 76% sjúklinga með vissu og rökstuðningur í dagála var aðeins skráður hjá 36% sjúklinganna. Skráning hjúkrunar var 68%. Skráning gjörgæslulækna var hjá öllum nema einum sjúklingi. Ákvarðana um tak- mörkun á meðferð er einungis getið í sjö læknabréfum. Mikilvægt er að ákvörðun sé skráð skýrt og skilmerkilega til þess að forðast misskilning og koma í veg fyrir að hafin sé meðferð sem ákveðið hefur verið að ekki skuli notuð. Aðalóvissuþáttur þessarar könnunar var skortur á upplýsingum en átta sjúkraskrár fundust ekki og hjúkrunargögn vantaði í tvær þeirra 17 sem upplýsingar voru unnar úr. Það er nokkuð umhugsunarefni að sjúkraskrár skuli ekki finnast hjá svo mörgum sjúklingum þrátt fyrir ítarlega leit. Viðhorf til leiðbeining- anna var ekki kannað sérstaklega hér. í við- ræðum við aðstandendur hefur oft komið fram að þeim finnst ákvarðanir um takmörkun á meðferð létta af þeim óvissu og finnst auðveld- ara að ræða um meðferð eða takmörkun henn- ar sín á milli og við umönnunaraðila sjúklings- ins. Starfsfólki finnst leiðbeiningarnar hafa orðið til þess að meðferð verði markvissari, óvissu er eytt og komið er í veg fyrir skyndi- ákvarðanir, sérstaklega utan dagvinnutíma. Hefur ánægja með leiðbeiningarnar verið stað- fest í nýlegri könnun (21). Lokaorð Öll meðferð snýst um velferð sjúklings, ekki einungis að framlengja líf. Leiðbeiningar um takmörkun meðferðar eru taldar framfaraspor þar sem minni óvissa ríkir hjá starfsfólki og aðstandendum og minni líkur eru á skyndi- ákvörðunum. Miðað við erlendar kannanir er takmörkun meðferðar beitt heldur sjaldnar hér og síðar í veikindum sjúklings. Mikilvægt er að
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.