Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.06.1997, Qupperneq 36

Læknablaðið - 15.06.1997, Qupperneq 36
396 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 Læknar sem bæði sinna stjórnunarhlutverki og umönnun sjúklinga nota samkvæmt norskri könnun mun meiri tíma fyrir sjúklinga en til dæmis hjúkrunarfræðingar gera í sambærileg- um stjórnunarstöðum og nota læknar þá einnig minni tíma bæði til stjórnunar og til samskipta við undirmenn. Alþekkt er sú skoðun meðal lækna að þeim beri að gera allt sem þeir geta fyrir sjúklinginn og heilbrigðisyfirvalda sé að sjá um að fjár- magna það. Það þýðir með öðrum orðum að læknar vilja fyrra sig allri ábyrgð á rekstrar- stjórnun á hærri stigum en missa þá um leið íhlutunarrétt við ákvarðanatöku. Stjórnendur eru oft boðberar válegra tíðinda og reynist sú staða læknum erfið vegna þess hversu samtvinnuð hlutverkin þrjú eru. Endur- skoðun á rekstri stofnana undanfarin ár hefur ef til vill sýnt betur en margt annað íhaldssemi þeirra. Læknar eru vanir að vinna undir miklu tímaálagi og reyna að svara kröfum allra sem til þeirra leita. Þetta gerir þeim erfitt fyrir að gefa sig óskipta að stjórnunarverkefnum þegar þess er krafist. Læknum finnst oft erfitt að þurfa að stjórna kollegum sínum og jafnframt erfitt að lúta stjórn þeirra. Áhrif lækna í stjórnun hafa byggst á sérþekkingu þeirra, læknisfræðinni. Þeir hafa gert um það kröfu að sérþekkingin veitti þeim stjórnunarlegt vald. Fjöldi stoð- stétta með góða háskólamenntun er kominn upp að hlið lækna og jafnvel upp fyrir þá hvað þekkingu á takmörkuðum sviðum áhrærir. Þetta gerir þeim erfitt fyrir að stjórna þeim hópum á sama hátt og læknum hefur fundist erfitt að stjórna kollegum sínum sem og að lúta stjórn þeirra. Vandamálið virðist vera að lækn- um gengur illa að viðurkenna sérstöðu stjórn- unar og mikilvægi hennar. Sama er uppi á ten- ingnum þegar valið er í stjórnunarstöður á sjúkrahúsum. Þar vega fræðileg afköst meira en stjórnunarleg. Staðan í dag Læknar eru enn sem komið er ótvíræðir fag- legir stjórnendur í heilbrigðiskerfinu. Hins vegar hafa rekstrarlegir stjórnendur komið upp að hliðinni á þeim og setja faglegum ákvörðunum ramma. Lítið hefur verið um það, þó eitthvað vaxandi, að læknar taki nám er snertir stjórnun og rekstur. Skortur á þessari þekkingu hefur hugsanlega gert lækna seinni til Tveir stjórar: Jóhannes Gunnarsson og Ólafur Ólafsson landlæknir. Að baki þeim Sigurður Guðmundsson. Ljósm.: Lbl. að viðurkenna mikilvægi rekstrarstjórnunar í heilbrigðisþjónustunni. Inni á sjúkrahúsum eru læknar faglegir stjórnendur en hver og einn sérfræðingur nýtur ákveðins klínísks frelsis. Auk þess eru forstöðulæknar sviða á stóru sjúkrahúsunum sem hafa rekstrarlega ábyrgð og eru ábyrgir gagnvart stjórn og framkvæmda- stjóra eða forstjóra. Utan sjúkrahúsa eru fáar stjórnunarstöður með raunverulegri stjórnun- arábyrgð eyrnamerktar læknum. Á heilbrigð- isstofnunum utan sjúkrahúsa eru læknar í eigin rekstri vitanlega ábyrgir fyrir honum. Á heilsu- gæslustöðvum eru yfirlæknar stöðvanna for- menn læknaráða en hafa ekki eiginlegt stjórn- unarvald og hvorki ráðningarbréf né erindis- bréf til stöðu yfirlæknis. Áhrif lækna í heilbrigðiskerfinu eru ef til vill hvað drýgst vegna ráðgjafarhlutverks þeirra bæði í nefndum og ráðum og í þeim störfum sem þeir gegna. Ýmislegt bendir til að trúverð- ugleiki þeirra sé ekki lengur talinn sá sami og var. Hvað er til ráða 1. Stjórnunarnám verði hluti af grunnnámi í læknadeild. 2. Læknar viðurkenni stjórnunarþáttinn sem mikilvægan og að fagþekking þeirra með
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.