Læknablaðið - 15.06.1997, Page 37
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83
397
góðri stjórnunarþekkingu sé mikilvægt inn-
legg í stjórnun heilbrigðiskerfisins.
3. Gefa ber gauni að og gera tillögur um
stjórnunarlega uppbyggingu heilbrigðis-
kerfisins.
4. Læknum verði skylt að fara í stjórnunarnám
þegar þeir taka við stjórnunarstöðum.
5. Stjórnunarnám verði metið að verðleikum
við stöðuveitingar.
6. Laun á sjúkrahúsum verði bætt þannig að
menn þurfi ekki að vinna utan þeirra og geti
helgað sig stofnuninni.
7. Gefa þarf stjórnunarstörfum meiri tíma í
ráðningasamningi og verða laun að vera
samkeppnisfær við aðra starfsemi lækna.
Eftirmáli
Fyrirspurn kont fram hvers vegna eigin hags-
munir voru teknir með sem eitt af þremur hlut-
verkum læknisins þar sem allir einstaklingar
hvað sem þeir starfa þurfa að gæta eigin hags-
muna. Astæðan er sú að læknar sem talsmenn
sjúklinga eru í sérstakri aðstöðu til þess að geta
blandað hagsmunum sínum inn í hagsmuna-
vörslu fyrir sjúklinga. Þessi staða er mjög
óvenjuleg og mikið reyndar skrifað um hana og
rætt beggja megin Atlantshafsins og því óeðli-
legt að sleppa þessum þætti í þessu samhengi.
Einnig kom fram athugasemd um að ekki
ntegi skilja að hlutverk læknis sem talsmaður
sjúklings og stjórnunarhlutverkið. Er varað við
þessu sjónarmiði í tillögum okkar.
Einnig kom fram að rekstrarstjórnendur eigi
að vera aðstoðarmenn okkar læknana og því
líkt við gíslingu að láta þá komast upp með
eitthvað annað. Þetta sjónarmið lýsir gíslingu
hugarfarsins af öðrum toga. Mikilvægt er að
skoða alla þætti stjórnunar með opnum huga.
Kennsla og rannsóknir í læknadeild
Grunnnám læknanema hefur verið með
hefðbundnum hætti undanfarna áratugi, þó
hafa orðið nokkrar veigamiklar breytingar.
Gefin hefur verið kostur á svokölluðu fjórða
árs verkefni, sem er rannsóknarverkefni unnið
í samvinnu við sérfræðinga og kennara í lækna-
deild, verkefninu lýkur síðan með kynningu á
rannsóknarráðstefnu fjórða árs læknanema að
vori. Fjölmargir hafa nýtt sér þann mögukeika
að halda áfram rannsóknum á sama sviði til BS
eða MS náms. Fjölmargar vísindagreinar hafa
verið birtar í kjölfar slíkra verkefna.
Framhaldsnám unglækna hefur á undan-
förnum árum aukist mjög að magni og gæðum.
Kandídatar eru nú ráðnir í 12 mánaða náms-
stöður sem veita rétt til lækningaleyfis. Námið
er skipulagt í samráði við kennara læknadeild-
ar, forstöðumenn fræðasviða og framhalds-
menntunarráð læknadeildar. Gerðir hafa verið
Frá vinnuhópi LÍ um rannsóknir og kennslu. Hópinn skipuðu
Árni Jón Geirsson hópstjóri, Einar Stefánsson, Guðmund-
ur Þorgeirsson, Gunnar Sigurðsson, Jóhann Á. Sigurðsson,
Óskar Jónsson og Sigurður Guðmundsson.
Árni Jón Geirsson gekk frá erindinu.
lágmarksstaðlar fyrir aðbúnað deilda og
sjúkrahúsa, sem veita framhaldsmenntun og
verða þeir hluti af reglugerð um veitingu lækn-
inga- og sérfræðileyfa. Námi er fléttað inn í
dagleg störf undir handleiðslu sérfræðinga.
Hvert 12 mánaða tímabil hefst með sumarnám-
skeiði f bráðalæknisfræði, einn tími á dag í tvo
mánuði. Endurlífgunarnámskeið með verk-
legri þjálfun er einnig veitt í upphafi hvers
tímabils. Boðið er upp á námskeið í læknis-
fræðilegri siðfræði, tölvufræði og tölfræði. Á
hverjum morgni er tilfellafundur undir hand-
leiðslu sérfræðings, einnig eru vikulegir til-
fellafundir sem stjórnað er af unglæknum. Að
auki eru tveir fræðslufundir vikulega og viku-
leg yfirferð yfir prófspurningar bandarísku lyf-
læknasamtakanna á hinum ýmsu sérsviðum. í
janúar á ári hverju er vikunámskeið fyrir deild-
arlækna og aðra, þessu námskeiði lýkur síðan
með stöðluðu prófi sem lagt er fyrir bandaríska
unglækna í námi í lyflækningum.
Árangur íslenskra deildarlækna hefur verið
góður, þeir hafa verið um miðjan hóp á flestum
sviðum. Rannsóknir kandídata og deildar-
lækna eru snar þáttur af starfinu og er gerð